Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 20206 Skildi bílinn eftir HVALFJSV: Á þriðjudaginn í síðustu viku var tilkynnt um yfirgefinn bíl á miðju útsýn- isplani við Hafnarskóg. Haft var upp á ökumanninum og bíllinn síðan fjarlægður með kranabíl, að sögn lögreglu. -kgk Virti ekki gangbrautarrétt AKRANES: Ökumað- ur á Akranesi var sektaður um 20 þús. krónur fyrir að virða ekki gangbrautarrétt á þriðjudaginn í síðustu viku. Lögregla var við gangbraut- ina og hafði numið staðar til að hleypa gangandi vegfar- anda yfir, þegar bíl úr gagn- stæðri átt var ekið yfir gang- brautina. Var viðkomandi því gripinn glóðvolgur og sektaður fyrir athæfið. -kgk Á ferð við bústað BORGARBYGGÐ: Sum- arhúsaeigandi hafði samband við neyðarlínu síðastliðinn miðvikudag og greindi frá því að hann hefði fengið boð í símann sinn úr öryggiskerfi sumarbústaðar síns í Borgar- byggð. Lögregla fór á stað- inn en sá engin ummerki um innbrot og engan á ferð. Sést hafði til bíls við bústaðinn og hafði lögregla upp á eiganda hans. Sá kannaðsit við að hafa verið þarna á ferðinni og er landeigandi sem kvaðst hafa verið þarna við eftirlit í eigin landi. -kgk Greitt ekið á nöglunum DALABYGGÐ: Ökumað- ur var stöðvaður í Dölum á miðvikudaginn í síðustu viku fyrir of hraðan akstur. Ók hann á 113 km hraða á klst. þar sem leyfilegur há- markshraði er 90 km/klst. Auk þess að aka of hratt voru nagladekk undir bíln- um. Bætist sekt vegna nagla- dekkjanna við hraðasektina. Umferðarmál voru almennt mjög áberandi í liðinni viku, eins og verið hefur undan- farið. Þar voru hraðaksturs- mál langmest áberandi, sem lögregla segir orðin allt of mörg. -kgk Ók út af AKRANES: Ökumaður missti stjórn á bíl sínum þar sem hann ók eftir Innnes- vegi, skammt frá Leyni, laust eftir miðnætti á fimmtudag- inn síðasta. Hann slapp ós- lasaður en bíllinn skemmdist við útafaksturinn. Ökumað- urinn ætlaði sjálfur að láta fjarlægja bílinn. -kgk Brutu rúðu SNÆFELLSBÆR: Hringt var í neyðarlínuna laust fyr- ir kl. 16:00 á fimmtudag og tilkynnt um skemmdarverk, þegar rúða var brotin í húsi í Ólafsvík. Sást til tveggja ungra pilta sem stóðu fyrir utan girðingu og hlupu síð- an í burtu. Strákarnir fund- ust og haft var samband við foreldra þeirra vegna þessa, að sögn lögreglu. -kgk Sofnaði undir stýri HVALFJ.SV: Umferðarslys varð þegar ekið var á vegr- ið við Laxá í Hvalfjarðar- sveit, skömmu eftir kl. 16:00 á fimmtudaginn. Að sögn lögreglu er talið að ökumað- urinn hafi sofnað undir stýri, með þeim afleiðingum að hann ók beint á vegriðið og endaði utan vegar. Maðurinn kenndi sér eymsla í hand- leggjum og fótleggjum eft- ir slysið og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes til að- hlynningar. Bíllinn er óöku- hæfur og var fluttur af vett- vangi með kranabíl. -kgk Án réttinda undir áhrifum AKRANES: Lögregla var við almennt eftirlit með um- ferð á Akranesi síðastlið- inn föstudag, þar sem ástand ökumanna var kannað. Einn ökumaður var stöðvaður og grunaður um ölvun við akst- ur, sem og akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna. Auk þess að hafa fengið sér of mikið af einu og öðru til að geta talist ökuhæfur, reynd- ist hann ekki hafa réttindi til að aka bílnum. Var maður- inn handtekinn og færður á lögreglustöð. -kgk Skaginn 3X samdi nýverið við rúss- nesku sjávarútvegsfyrirtækin Ma- gadanryba og Yuzhno-Kurilskiy Rybokombinat. Um er að ræða ráðgjafasamning sem snýr að þróun lausna í sjálfvirknivæðingu í fisk- vinnslu fyrirtækjanna. Breytingar á vinnumarkaði, auknar kröfur um skilvirkni og afrakstur ásamt betri vöru eru meðal þeirra þátta sem knýja fram aukna sjálfvirkni og nú- tímavæðingu í geiranum. „Góður árangur í nýlegum verkefnum okk- ar í landvinnslu fyrir rússnesku fisk- vinnslufyrirtækin jSC Gidrostroy og V.I. Lenin hefur orðið til þess að við erum nú mikilvægur samstarfs- aðili margra fyrirtækja bæði í Rúss- landi og Asíu sem skæjast eftir að sjálfvirknivæða ferla og þróa nýj- ar og nútímalegar vinnslu stöðvar,“ segir Arnar Friðrik Albertsson, yf- irmaður söluhönnunar Skagans 3X. Einnig hefur Skaginn gert samn- ing við Hyeseung Fisheries í Suð- ur-Kóreu, um aðstoð við þróun nýrrar fiskvinnslu sem stefnt er að því að verði háþróaðasta land- vinnslan á því svæði. Í tilkynningu frá Skaganum 3X kemur fram að Suður-Kóreumenn fylgi svipuð- um straumum og Rússar, þar sem stöðugt fleiri fyrirtæki leggi áherslu á að bæta og sjálvirknivæða verk- ferla í framleiðslunni. Aukin sam- keppni, á innanlands- sem og út- flutningsmörkuðum, hefur ýtt und- ir þá þróun. „nýi samningurinn við Hyeseung Fisheries lofar góðu og verður spennandi verkefni fyrir sér- fræðinga okkar í fiskvinnslu,“ seg- ir Arnar. „Þetta er teymi sem hefur þróað og innleitt stórar og flókn- ar heildarlausnir og það verður ánægjulegt fyrir okkur að taka þátt í að hanna þessa tímamótavinnslu- stöð,“ segir hann. Þegar þessir þrír samningar breytast í sölusamninga segir Arnar að uppsafnað virði þeirra verði vel yfir 40 milljónir evra. Það myndi samsvara rúmlega sex milljörðum króna, miðað við gengi gærdags- ins. kgk Arnar Friðrik Albertsson er yfirmaður söluhönnunar hjá Skaganum 3X. Ljósm. aðsend. Samið við þrjú fyrirtæki í Rússlandi og Asíu fyrir sex milljarða Úr nýlegri fiskvinnslu sem Skaginn 3X setti upp ásamt samstarfsaðilum. Ljósm. úr safni/ Jóhannes Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.