Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201924 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ástæðan fyrir því að ég veiði grá- sleppu er vegna þess að pabbi minn veiddi alltaf grásleppu og ástæðan fyrir því að pabbi minn veiðir allt- af grásleppu er sú að pabbi hans veiddi alltaf grásleppu,“ segir Ein- ar jóhann Lárusson í Ögri sem er núna að róa á grásleppu af mikl- um krafti ásamt föður sínum Lár- usi Franz Hallfreðssyni á bátnum Kviku sem gerð er út frá Stykkis- hólmi. Grásleppuveiðar hófust á innanverðum Breiðafirði 20. maí síðastliðinn. Sjómönnum á því svæði er heimilt að afla 15 tonna af grásleppu og fá þeir 15 daga til að ná því þaki. „Þetta er skrítið ár til að vera á grásleppu. Við fáum 15 daga til að veiða og við ætlum að nýta vel þennan stutta tíma sem við fáum,“ bætir Einar við en er engu að síður bjartsýnn á vertíðina. Gætum gert þetta blindandi Einar hefur farið á grásleppu með föður sínum síðan hann var 12 ára gutti. „Ég fór svona túr og túr með pabba þegar ég var yngri en fyrsta heila vertíðin mín var þegar ég var 12 ára og ég hef farið á hverju ein- asta ári síðan,“ rifjar Einar upp en viðurkennir að hann hafi verið full- ungur þegar hann byrjaði. „Pabbi byrjaði líka 12 ára svo þetta er 48. vertíðin hans í röð. Ég hugsa að pabbi hafi ekki nennt að fá ein- hvern til að passa mig þegar ég var lítill svo hann hefur talið best að hafa mig einhvers staðar úti á sjó með sér,“ segir Einar og hlær. Systir Einars, Elín Inga, byrjaði sömuleiðis á grásleppu 12 ára göm- ul. Voru þau þrjú saman fyrstu sex árin þegar systir Einars hætti og þeir feðgar héldu áfram án hennar. Blaðamaður spyr hvort það hafi ekki munað um að hafa Elínu Ingu með. „Hvað skal segja, við erum ekki á stórum báti og við pabbi erum álíka stórir svo þegar ég var kominn upp í hans stærð þá er þriðji maðurinn orðið dálítið fyrir. Við vorum að vísu með vinnumann í þrjú ár sem kom með okkur, hann var þá annar hásetinn á bátnum. Það gekk ágæt- lega, en við pabbi höfum gert þetta svo lengi að við gætum gert þetta blindandi,“ útskýrir Einar. „Það kemur fyrir að við erum ekki bún- ir að tala saman í þrjá tíma á bátn- um, samt erum við alveg á fullu að vinna,“ bætir hann við. Rútínan á grásleppuvertíð Þegar grásleppuvertíðin er í fullum gangi vakna þeir feðgar yfirleitt um sexleytið á morgnana, fara beint á sjóinn og eru farnir að draga ein- um til tveimur tímum síðar, eftir því hvar þeir byrja á firðinum. Síð- an er dregið þangað til það sem þeir settu sér fyrir að draga þann dag- inn er búið. Það getur verið allt frá klukkan eitt eftir hádegi, eða átta, níu á kvöldin sem þeir eru að skila sér aftur heim. „Við megum ekki vera með fleiri en 200 net í sjó sem er ekkert sérstaklega mikið. Við náum yfirleitt að fara yfir stór- an hluta fyrri daginn og því verð- ur seinni dagurinn mun styttri. Það er allavega svoleiðis hjá okkur,“ út- skýrir Einar. „Það eru mörg net á mörgum stöðum og við reynum að draga alla daga. Við vinnum þannig að við tökum ákveðin svæði fyrir, til dæmis eitthvað sker, hólma eða eyju, frek- ar en að taka ákveðinn netafjölda,“ bætir Einar við og spyr blaðamaður í kjölfarið hvort það sé ekki gaman að vera á grásleppuvertíð. „Ég segi oft að það er gaman að vera á grá- sleppu þegar þú ert ekki á henni. Þetta er rosa rómantík, maður man eftir góðu dögunum, logninu og svona. Svo þegar þú ferð á þetta þá er þetta ekkert nema skítabræla og þér er skítkalt með drullu í andlit- inu,“ svarar Einar hreinskilinn. Óskrifaðar reglur á sjó Grásleppuvertíðin byrjar alltaf á innanverðum Breiðafirði kl. 8 að morgni 20. maí ár hvert. Þá fara allir grásleppusjómenn út á sjó og taka frá sín svæði og leggja línurnar og forvitnast blaðamaður hvort það sé mikil samkeppni á milli manna þegar vertíðin hefst. „Það get- ur verið mikil keppni um ákveðna staði ef þeir eru góðir og getur stundum verið svolítið kalt stríð á milli manna. Sumir eru grófari en aðrir, maður viðurkennir það alveg. En flestir leggja á sömu svæðin ár eftir ár. Pabbi, sem er algjör aldurs- forseti í faginu, hefur til dæmis lagt á sömu svæðin í örugglega 20-30 ár. Það eru oftast þeir sem eru nýir sem vita ekki þessar óskrifuðu regl- ur og koma og leggja einhvers stað- ar, eins og við köllum það. Við get- um að vísu ekkert kvartað yfir því, þeir hafa rétt á að leggja þarna al- veg eins og við. Leiðinlegasta sem kemur fyrir er þegar einhver legg- ur yfir þig. Þá þarf að draga netið hjá þeim aðila upp og þá flækist allt saman. Það er ekki algengt en kem- ur þó fyrir. Það kemur líka fyrir að maður leggi yfir sjálfan sig,“ segir hann og hlær. Einar segir hverja gráslepputíð vera einkennandi á sinn hátt og að þetta fari allt saman í hringi á endan- um. „Í fyrra var mokveiði hjá okkur en fyrir norðan var til dæmis venju- leg veiði. Gráslepputímabilið í fyrra var mjög gott, hátt verð á fiskinum, það hæsta sem hefur sést í langan tíma. Á móti kemur hefur pabbi líka lent í skelfilegum vertíðum þar sem hann hefur verið að fá einn fjórða, einn fimmta af heildarafla venju- legs árs. Það er að vísu langt síðan það gerðist, sem er gott, svo þetta er hálfgert lottó hvernig hvert tímabil verður og erfitt að spá fyrir.“ Grásleppa er lítið borðuð á Ís- landi, en þegar hún er snædd þá er hún yfirleitt látin síga og jafnvel stundum söltuð eða steikt. Mestallt af aflanum er þó selt erlendis, búk- urinn til Kína og hrognin mikið seld til Svíþjóðar og Þýskalands þar sem þau eru verkuð í kavíar. Lærir tréskipasmíði Einar er lærður smiður og er nú nemi í tréskipasmíði. „Það eru ekki margir að læra þetta fag. Ég er í starfsnámi að vinna eins og er hjá meistara sem er bátasmiður og þarf að gera það í eitt ár. Svo er ég í samningaviðræðum við Tækniskól- ann í Reykjavík. Þeir eru að hjálpa mér að finna kennara til að kenna mér það sem þarf að læra í skóla. Það hefur nefnilega enginn útskrif- ast úr þessu fagi í 40 ár og engin námsleið til fyrir þetta fag eins og er,“ segir Einar sem býr í Reykja- vík á veturna þar sem hann stundar námið sitt og stefnir að því að verða fyrstur til að útskrifast sem sveinn á Íslandi í tréskipasmíði. „Draum- urinn er að vinna við þetta. Ég hef áhuga á bátum og einhvern tímann mun ég smíða mér minn eigin bát, í hvaða stærðarflokki sem hann verð- ur, hvort sem það sé árabátur eða 12 tonna bátur. Það kemur í ljós seinna,“ segir Einar. Það er ekki mikið um trébáta á Íslandi núorðið og segir Einar þá sorglega fáa. „Flestir trébátar eru skemmtibátar og yfirleitt eru alltaf tveir trébátar í hverju bæjarfélagi. Einhver þarf að gera við þá og ég er að vonast til þess að verða sá mað- ur,“ bætir Einar við vongóður. Ásamt því að vera sjómaður og nemandi í tréskipasmíði þá er Einar bóndi og keypti nýverið hlut í búinu hjá mömmu sinni og pabba í Ögri. „Ég er svona aðstoðarbóndi,“ seg- ir Einar hógvær. „Við erum saman í þessu. Hér eru um 150 kindur og nokkrir hestar.“ Aðspurður segir Einar alltaf gott að koma í sveitina og ver hann flest- um helgum yfir vetrartímann í sveit- inni. „Ég hef lengst verið tvo mán- uði í Reykjavík án þess að koma heim, það var skrítið, ég viðurkenni það alveg. Líka, eftir að ég keypti í jörðinni þá er þetta aðeins meira mitt að sjá um og því enn meira að hlakka til að koma heim til,“ segir Einar að lokum. glh Mikill bátaáhugamaður. Einar lærir trébátasmíði í Reykjavík á veturna. Ljósm. aðsend. „Þetta er skrítið ár til að vera á grásleppu“ Einar Jóhann hefur farið á grásleppu síðan hann var 12 ára Feðgarnir og grásleppusjómennirnir, Einar Jóhann og Lárus Franz Hallfreðsson í Ögri. Ljósm. glh. Einar segir ákveðna rómantík fylgja því að vera á sjó. Ljósm. aðsend.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.