Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 41 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn svæðum landsins þar sem allra þessara þriggja stoða gætir. Ef þú til dæmis býrð á Siglufirði þá færðu kannski úthlutað tíu tonna byggða- kvóta sem brothættar byggðir fá út úr kerfinu hjá ríkinu. Slíkur bát- ur veiðir kannski auk þess tuttugu tonn af grásleppu að vori og sækir svo strandveiðar í 48 daga yfir sum- arið. Með þessu móti á smábátasjó- maður á þessu svæði að ná að fram- fleyta sér og sinni fjölskyldu með þokkalegu móti. Ef við svo berum aðstæður siglfirska útgerðarmanns- ins saman við aðstæður okkar hér á Akranesi, þá horfir málið allt öðruvísi við. Á Akranesi er enginn byggðakvóti og hér var grásleppu- vertíðin afskaplega endasleppt, þar sem ráðherra stöðvaði veiðarnar 3. maí þegar nokkrir voru nýbyrjað- ir að veiða og aðrir alls ekki. Hér á Akranesi er því framtíð smábátaút- gerðar í hræðilegri óvissu. Einungis strandveiðarnar eru það sem menn geta treyst á. nú svo ef margir fara á strandveiðar er hætta á að veið- arnar verði stöðvaðar áður en sum- arið er úti. Ekki síst vegna þess að aðsókn í þær er meiri frá þeim sem annars hefðu verið að veiða grá- sleppu á sama tíma. Staðan er því hreint ekki vænleg,“ segir jóhann- es. Kvótasetning grásleppu jóhannes segir að kvótasetning á grásleppuveiðar sé í hans huga dauðadómur fyrir nýliðun í grein- inni, en viðurkennir að um það séu mjög deildar skoðanir. „Ef settur verður á kvóti í grásleppu sem bygg- ir á veiðireynslu báta munu eng- ir nýliðar komast til veiða í fram- tíðinni, hafa einfaldlega ekki pen- inga til þess að starta. Menn ættu því aldrei að sætta sig við þrýsting í þá veru að kvóti verði settur á þess- ar veiðar. Þá færi illa fyrir mörgum byggðarlögum, líkt og hægt er að sjá víða merki eftir kvótasetningu í bolfiski. Við sjáum strax við um- ræðuna um þetta hvað er að ger- ast. Þeir sem eru hlynntir kvóta- setningu í grásleppu eru þeir sem vilja selja og koma sér út úr grein- inni. Gjarnan eldri karlar sem eru búnir að slíta sér út. Þeir sem hafa veiðireynslu fá engu að síður út- hlutað kvótanum og munu marg- ir selja hann daginn eftir að lög um það verða samþykkt. Það er nóg basl á þeim samt við þessar veið- ar og staðan ótrygg eins og dæmin hafa nýlega sannað. Grásleppukvóti mun þá safnast á hendur afar fárra og líklega verða það vinnslufyrir- tæki sem sjá hag í að safna kvót- anum til sín. Ráða svo mannskap á bátana til að láta veiða fyrir sig.“ Undirbúa málsókn johannes segir að þrátt fyrir að hann telji kvótasetningu ekki réttu leiðina, þurfi ráðherra sjávarútvegs að standa sig betur við að stýra nú- verandi kerfi. „Hér var útlit fyrir að væri að koma besta grásleppuver- tíð í áratug. Einn útgerðarmaður hér á Skaganum var nýlega búinn að leggja netin og hafði náð að vitja um þau þrisvar sinnum þegar veið- arnar voru stöðvaðar. Hann landaði 38 tonnum. Hafði aldrei séð aðra eins veiði á öllum sínum ferli. Þessi útgerðarmaður var heppinn, því aðrir voru ekki að flýta sér meira en svo að þeir voru enn með net- in í bátunum þegar veiðarnar voru stöðvaðar. Þeir uggðu ekki að sér. Fengu því ekki einn sporð á land! Þeir standa nú uppi verkefnalausir, búnir að fjárfesta í búnaði og mikilli vinnu í vetur við að fella net og gera klárt. Í þeirra huga er þessi aðgerð ráðherrans atvinnusvipting og bak- ar þeim stórtjón. Enda eru þeir nú að undirbúa málsókn á hendur ráð- herra fyrir atvinnuleyfissviptingu.“ Menn farnir að veðja á kvótasetningu Lítill vafi er samkvæmt orðum jo- hannesar á að margir smábátasjó- menn sem sjá framtíð í veiðum munu berjast gegn kvótasetningu í grásleppu, meðan aðrir tala fyr- ir henni. Klofningur er því í þeirra röðum til málsins. „Mín skoðun er að við megum ekki við því að missa fleiri stoðir undan nýliðunarmögu- leikum í smábátaútgerð. Verðum því að berjast með kjafti og klóm gegn spillingaröflum sem ætla sér að kippa einni af þessum stoðum undan okkur. En vítin eru til að varast þau. Á minni stuttu ævi hef ég séð sjávarútveg hrynja á tveimur stöðum hér á landi þar sem ég hef búið, vegna seljanleika veiðiheim- ilda. Bæði á Skagaströnd og hér á Akranesi. Blómleg fyrirtæki og stór skip í útgerð. Þetta er allt farið frá þessum stöðum.“ johannes óttast hið versta verði grásleppa kvótasett. „Það er nú þegar spilling í gangi og peningamenn hugsa sér gott til glóðarinnar. Ég hef til dæmis heyrt að ónefndur þingmaður, sem jafn- framt er einn helsti ráðgjafi sjávar- útvegsráðherra, sé í tengslum við útgerð norður í landi. Tengdasonur og dóttir hans hafa að undanförnu verið að kaupa upp grásleppubáta í nokkrum mæli. Þau nota þarna innherjaupplýsingar til að auðgast. Vita sjálfsagt sem er að ráðherra sér ekkert annað en kvótasetningu sem lausn á vanda við veiðistýr- ingu. Ef af kvótasetningu gráslepp- unnar verður mun nákvæmlega það sama gerast hér vestan við landið. Í stað þess að það verða tugir sjálf- stæðra grásleppukarla sem gera út með bátana sína, t.d. frá Stykkis- hólmi, verða þetta tvö til þrjú fyr- irtæki sem eignast allar veiðiheim- ildir. nýliðun verður þar með úti- lokuð og það sama mun gerast og allir þekkja í kjölfar kvótasetningar í öðrum fisktegundum.“ 1.200.000.000.000 En hvað sér johannes sem lausn svo hægt verði að byggja und- ir smábátaútgerð hér við land? „Í fyrsta lagi þurfa stjórnvöld að við- urkenna kosti þess að hér séu smá- bátar gerðir út. Bátar sem koma með besta fiskinn að landi. Þegar sú viðurkenning liggur fyrir þarf ríkið að geta úthlutað smábátasjó- mönnum og minni útgerðarfyrir- tækjum leigukvóta á hóflegu verði, til dæmis eitt hundrað krónur á kíló. Allavega fimmti hlutinn af hverri aukningu í veiðiheimildum yrði þannig úthlutað til smærri báta og útgerða. Með því móti má byrja að vinda ofan af þeirri gríðarlegu samþjöppun sem hefur átt sér stað í sjávarútvegi. Þessi samþjöppun er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Kvótinn er kominn í hendur fárra sem leigja hann út á okurverði og koma jafnvel sjálfir ekki nálægt út- gerð. nú er því allt fullt af bátum sem gera út á að veiða uppí leigu- kvóta og eru í mesta basli að láta reksturinn standa undir sér. Hér eru því komnir margir bátar sem kalla mætti fljótandi beitningar- skúra. Kannski þetta 15-30 tonna bátar sem beita 15 þúsund króka og með þetta þrjá eða fjóra karla innanborðs. Fyrir þennan kvóta þarf að greiða leiguverð sem er svo hátt að venjulegt fólk getur ekki ímyndað sér slíkar tölur, eða tólf hundruð milljarða - eina milljón og tvö hundruð þúsund milljónir króna! Prófaðu bara að skrifa þessa tölu með öllum núllunum, þá á fólk auðveldara með að átta sig á stærðinni,“ segir jóhannes. Blaða- maður stenst ekki mátið. Talan er svona: 1.200.000.000.000 krónur sem veiðiheimildirnar eru verð- lagðar á. Peningar þeirra leita annarra verkefna johannes segir að sá auður sem smám saman hefur safnast á hend- ur fárra handhafa íslensks fiskveiði- kvóta eigi svo sinn þátt í að skekkja samkeppnisstöðu í fjölmörgum öðrum atvinnugreinum sem eiga ekkert skylt við útgerð. Peningar þeirra þurfi jú að fá verkefni. „Þessir menn fjárfesta fyrir kvótagróðann í atvinnustarfsemi sem á ekkert skylt við útveg. Handhafar fiskveiði- kvóta baða sig bókstaflega í pen- ingum. Þessi gríðarlegi auður sogar svo til sín ýmsa aðra atvinnustarf- semi og samþjöppun á öllum mark- aði eykst neytendum til miska. Við sjáum að þetta eru stórir hluthafar á matvörumarkaði, í tryggingastarf- semi, fasteignafélögum, olíufélög- um og meira að segja í fjölmiðlum. Þeir vita sem er að það sé vissara að tryggja umræðuna í þjóðfélaginu sér í vil og eru því ekkert að hika við að greiða með slíkri starfsemi. Raunar eru það smáaurar að borga kannski hálfan milljarð á ári með taprekstri Moggans, í samanburði við þá gríðarlegu hagsmuni sem sá fjölmiðill er að verja fyrir þá. Þú manst það sem ég sagði þér áðan; tólf hundruð millarðar sem kvótinn er verðlagður!“ Biðlar til þingmanna „Ef svo þessir menn hafa sína út- sendara á þingi eða jafnvel í ráð- herrastóli gera þeir í gegnum laga- setningu það sem þeir telja þurfa til að auka misskiptinguna í þágu pen- ingaaflanna enn frekar. En almenn- ingur sér sem betur fer í gegnum þetta. Við sáum í síðustu viku könn- un um traust til ráðherra í landinu. Mig minnir að sjávarútvegsráð- herrann hafi þar skrapað botninn með 10% stuðning landsmanna. Það er varla nein tilviljun. Við sem stöndum í félagsmálum fyrir smá- bátasjómenn getum því fátt annað gert en biðlað til þingmanna okk- ar að standa sig betur í hagsmuna- vörn fyrir okkur. Þingmenn norð- vesturkjördæmis verða einfaldlega að standa í lappirnar og verja hags- muni Akurnesinga, betur en þeir hafa gert. Það er ótækt að þeir láti ekkert heyra í sér varðandi okkar mál,“ segir johannes með þunga. Óttast að ekki verði aukið við strand- veiðikvótann johannes óttast sömuleiðis að næsta stóra mál sem komi til kasta stjórnvalda verði í júlí. „nýjustu út- reikningar sýna að kvóti til strand- veiða klárast í júlí. Að óbreyttu má því búast við að ráðherrann láti stöðva strandveiðarnar mánuði fyrr en þær eiga að hætta og neitar að auka kvótann. Þar með yrði síð- ustu af þremur stoðum smábátasjó- mennsku kippt undan Akranesi. Um leið hætti starfsemi fiskmark- aðar, fiskvinnsluhúsin og önnur mannvirki við höfnina verða verð- laus og höfnin tæmist. Vilja þing- menn okkar það,“ spyr johannes. johannes er reiður yfir því sem hann kallar spillingu sem felst í peningavaldi sem brýtur niður sjálfsbjargarhvöt einstaklingsins. „Það er allt gert til að viðhalda ann- arlegri dreifingu auðlinda og skipt- ingu fjárins. Það verður til þess að möguleikar ungra og efnilegra sjó- manna eru engir til að hasla sér völl með litla útgerð.“ Hann segir að með óréttlæti sé verið að drepa niður það sjálfstæði sem ungum pilti í Þórshöfn í Færeyjum var inn- prentað með því frjálsræði að börn- in fengu að leika sér í fjörunni eða á bryggjunni, nú eða laumast í fugla- björgin. „Við verðum einfaldlega að byggja upp réttlátt kerfi, kerfi sem færir líf og starfsemi að nýju inn í hafnir landsins,“ segir johann- es Simonsen að endingu. mm Guðmundur Þór AK-99. Johannes í silungsveiði við Langavatn. Ljósm. úr safni. Með væna þorska eftir sjóstangveiðiferð í Hvalfjörð. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.