Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201926 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Ágúst jónsson á bátinn jón Beck SH-289 og gerir út á strandveiðum frá Grundarfirði. Gústi jóns, eins og hann er iðulega kallaður, er raf- virki að mennt og er það hans aðal- starf. Hann byrjaði ungur á sjó, var aðeins 18 ára þegar hann hóf sjó- mannsferilinn. „Ég fór fyrst á sjóinn árið 1978 er ég réði mig á Fanneyju SH-24 sem var á netum frá Grundarfirði. Þar fékk maður smjörþefinn af þessu og líkaði vel,“ segir Gústi. Síðan lá leiðin á Haffara SH-275 þar sem örlögin gripu í taumana. „Ég lenti í slysi þarna um borð en það var í eitt skiptið þegar við vorum að láta trossuna fara að ég kipptist með henni og út í sjó,“ rifj- ar Gústi upp. „Þeir náðu að snúa bátnum og kippa mér upp en ég var í nokkrar mínútur í sjónum og var sannast sagna hætt kominn,“ bæt- ir hann við. Þetta var árið 1980 og þarna breyttist viðhorfið til sjó- mennskunnar. „Eftir þetta hét ég því að fara aldrei á sjó aftur og taldi mínum sjómannsferli lokið,“ segir hann. Gústi fór því í nám og lærði rafvirkjun og fór að vinna í landi við iðn sína. Eitthvað virtist sjórinn þó heilla því níu árum eftir slysið, eða árið 1989, var rólegt að gera í rafmagn- inu og því leitaði Gústi á sjóinn aft- ur. „Ég réði mig í hálft ár á Runólf SH-135 hjá Runólfi Guðmunds- syni skipstjóra,“ rifjar Gústi upp. „Þó að ég hafi ráðið mig í hálft ár þá varð þetta hálfa ár að fimmtán árum en þá hafði ég verið á Runólfi þangað til hann var seldur, var að- eins á Helga SH og svo á Hring SH þegar ég fór í land aftur árið 2004,“ bætir hann við. Á milli þess að vera á sjó og grípa í rafvirkjun þegar færi gafst fór Gústi líka á skak á sumrin. „Ég fór á skak fyrir hina og þessa ef þá vantaði einhvern til að róa fyrir sig. Það er veiðiskapur sem mér líkaði afskaplega vel. Maður varð hálf þunglyndur á vorin að komast ekki á skak eftir að ég fór í land.“ Þeg- ar strandveiðarnar hófust fór hug- urinn að leita aftur út á sjó enda skemmtileg stemning sem myndað- ist. „Ég keypti mér bát í desember 2012 og fór svo á strandveiðarnar sumarið 2013. Ég skýrði bátinn jón Beck SH í höfuðið á föður mínum heitnum og hef fiskað ágætlega.“ útgerðin hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Það hefur allt bilað í bátnum sem getur bilað,“ segir Gústi. „Ég hef verið í allskyns brasi og bilanaveseni í gegnum árin en núna virðist þetta vera farið að ganga betur. Í fyrrasumar þurfti ég að láta hífa bátinn fimm sinnum upp á bryggju til viðgerða. Ég fisk- aði samt vel og var það besta sum- arið mitt síðan ég byrjaði á strand- veiðunum. Þetta sumar byrjar ágætlega og ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið,“ segir Gústi á kajan- um við bát sinn. Hann vill fara að komast heim í bað eftir langan dag á veiðum. tfk nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýver- ið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Ein- ar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. kross- fiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans sem meðafli. Flestum þótti þetta afar áhugavert og stóðust ekki freist- inguna að pota í slímugt yfirborðið á sumum furðufiskunum. Aðrir létu sér nægja að skoða úr fjarlægð og sumir tóku fyrir nefið svo að örugglega engin fiskifýla kæmist þar í gegn. glh Körin þrifin og báturinn græjaður fyrir næsta túr. Þrátt fyrir óhapp á sjó leitaði hugurinn sífellt þangað Ágúst Jónsson við bátinn sinn Jón Beck SH-289. Verið að landa upp úr bátnum. Rottufiskur. Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska Einar sýnir hér nemendum rækju. Einar heldur hér á lúsífer, djúpsjávarfiski með lítið vasaljós fast við sig. Sumum nemendunum þótti lyktin um of. Undur undirdjúpanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.