Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201944 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Örn Pálsson hefur verið fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda frá árinu 1987 og man tímana tvenna í smábátaútgerð. Skessuhorn hitti framkvæmda- stjórann að máli og ræddi við hann um það sem er efst á baugi í smá- bátaútgerðinni. Ekki þarf að koma á óvart að þar voru umræður um strandveiðar og stöðvun grásleppu- veiða áberandi, enda hvort tveggja í brennidepli og mikil hagsmunamál félagsmanna LS. „nú stöndum við í smá stappi í tengslum við strand- veiðarnar. Á síðasta ári var úthlutað 11.100 tonnum af óslægðum botn- fiski til smábáta á strandveiðum. En við nýttum ekki allan kvótann. Það veiddust aðeins rúm níu þús- und tonn, aðallega vegna veðurs. Við hefðum átt að fá flutning 15% af ellefu þúsund tonna heildarafla þorsks yfir á þetta ár, ein 1650 tonn og eins sjálfsagt og það er hefur það ekki enn verið staðfest í reglugerð,“ segir Örn. „Heimilt er í kvótakerf- inu að flytja 15% aflamarks milli ára, til að hagræða ef veiðar ganga illa eða ef verðið er lélegt,“ segir framkvæmdastjórinn. Þá má geta þess að eftir að Skessuhorn ræddi við Örn ákvað sjávarútvegsráð- herra að auka heimild kvótahafa til að flytja aflamarks botnfisks milli ára úr 15% í 25% vegna Covid-19 faraldursins. Í því kerfi veiðir hver kvótahafi sinn kvóta en strandveið- arnar eru einn pottur. Honum var skipt milli 620 báta í fyrra og stefnir í að þeir verði 700 í ár. „Ef við fáum í gegn flutning á 15% aflaheimilda síðasta árs til viðbótar við 11 þús- und króna heildarafla á þessu ári, þá ætti það að vera nóg fyrir 700 báta í fjóra mánuði. Mikið er í húfi þar sem á annað þúsund manns koma til með að hafa beina atvinnu af strandveiðum í sumar,“ segir Örn. „Mestu verðmætin úr dagróðrarfisknum“ Að sögn Arnars hafa strandveiðisjó- menn verið mjög dyggir fé lags- menn LS alla tíð, en örlítið brott- fall hafi orðið meðal eigenda stærri smábáta, línubátanna. „Við skilj- um það reyndar ekki þar sem við höfum náð miklum árangri í af- sláttum frá veiðigjöldum, réttinda- og kjaramálum, auk línuívilnun- ar sem á undir högg að sækja svo eitthvað sé nú nefnt,“ segir hann. „Við höfum haft þá stefnu að línuí- vilnun verði útfærð á annan hátt. Í dag nær hún eingöngu til báta sem veiða á línu sem er beitt og stokk- uð upp í landi en við viljum að all- ir dagróðrabátar sem veiða á línu fái línuívilnun. Þetta er hlutur sem við verðum að ná í gegn til að efla línuveiðarnar. Þær eru dýrar en þær eru líka umhverfisvænar og ætti því að vera sjálfsagt mál á tímum auk- innar umhverfisverndar. Línuveið- ar eru veiðar með kyrrstæð veið- arfæri. Fiskurinn hefur val um það hvort hann bítur á agnið. Það hefur hann ekki þegar veitt er með tog- veiðarfærum, sem eru bara dreg- in og taka allt sem verður á vegi þeirra,“ segir Örn. „Í línuveiðum er enginn mismunur á því sem er veitt og því sem er landað. Línuveiðarn- ar eru það dýrar að það er ekki hægt að fara tvær ferðir eftir sama fiskin- um. Það kemur allt um borð, þeir lifa sem losa sig af króknum. En við togveiðar hefur svo mikið af fiski drepist sem smýgur út úr trollinu og því nokkru meira veitt en kemur upp með því,“ segir hann. „Mestu verðmætin eru úr dagróðrarfiskin- um, þess vegna eigum við að leggja áherslu á þær veiðar,“ bætir hann við. Hverjum fiski strokið Auk þess segir Örn ekki mega líta fram hjá þeim jákvæðu áhrifum sem strandveiðarnar hafi á byggð- arlög um landið. „Tökum bara Pat- reksfjörð sem dæmi. Þar eru um 10% íbúanna á strandveiðum. Það er rosalega hátt hlutfall. Þar er tíð löndunarbið á sumrin, öllum afla landað á staðnum og hann seldur í gegnum fiskmarkaði. Atvinnulífið í landinu bíður eftir því að strand- veiðar hefjist,“ segir Örn. „núna er staðan einfaldlega sú að fisk- kaupendur, markaðsmenn og aðr- ir geta gengið að tíu til ellefu þús- und tonnum af þorski yfir sumarið í beina markaðssetningu á hágæða- fiski, sem er veiddur á handfæri,“ segir hann, en bætir því að í upp- hafi strandveiðanna fyrir meira en áratug hafi gæðin ekki verið nægi- lega mikil. „Síðan þá höfum við gert mikið átak í því og í fyrra barst okkur ekki ein einasta kvörtun um að ekki hefði verið gengið nægilega vel um aflann,“ segir Örn ánægður. „Enda er aðdáunarvert þegar mað- ur fer niður á bryggju og kíkir ofan í körin hjá körlunum. Maður hefur á tilfinningunni að hverjum einasta fiski hafi verið strokið,“ segir hann. Vill aflamarkið burt úr strandveiðunum Framkvæmdastjórinn segir það vera sýn LS að strandveiðarnar þró- ist á þá leið að ekki verði gefinn út neinn heildarafli, heldur verði veiði eingöngu stýrt með veiðidögum. Þannig eigi menn aldrei á hættu að veiðar verði stöðvaðar. „Strand- veiðileyfið yrði þá 48 daga leyfi til að veiða með handfærum ákveðna daga í viku og yfir lengra tímabil en nú er. Þá myndi ekki skapast þetta kapp á milli manna eins og stund- um hefur orðið,“ segir hann. „Það getur gerst þegar fiskað er upp að hámarksafla. Ég vil ekki sjá það ger- ast í ágúst að veiðar verði stöðvað- ar, það má ekki koma upp sú staða og með ólíkindum að ráðherra skuli ekki hafa tryggt meiri afla inn í kerfið samhliða fjölgun báta,“ bæt- ir hann við. „Við höfum þessa auð- lind og göngum ekki á hana. Hand- færaveiðar geta aldrei ofveitt neina fiskistofna. Bátarnir eru háðir því að veiða ekki meira en 774 kg af þorski á dag og verða að vera komnir í land 14 tímum eftir að þeir leggja úr höfn. Það getur aldrei orðið nein hætta á ofveiði,“ segir Örn. „Aðal- stýringin er auðvitað veðrið og fisk- gengd á grunnslóð. Veðrið nú hef- ur verið betra en í fyrrasumar, hvað sem nú verður þegar líður á. Þeg- ar það er bræla dettur aflinn nið- ur í ekki neitt, en fer kannski upp í 200 tonn á góðum dögum,“ segir hann. „Við höfum líka viljað breyta fyrirkomulaginu á þá leið að vik- an verði gerð upp í afla, ekki hver einasti dagur. Ef menn koma einn daginn með 800 kg vita þeir að þeir þurfa að minnka næsta dag. Síðan yrði umframaflinn gerður upp eftir vikuna, en ekki þannig að menn fái sekt á hverjum degi þegar þeir fara umfram, þó þeir séu undir 774 kg meðaltali yfir vikuna. Þetta er eitt- hvað sem þarf að laga,“ segir Örn. Að ýmsu að hyggja nú í sumar stefnir í töluverða fjölg- un báta á strandveiðum. Sem fyrr segir er búist við um og yfir 700 bátum, samanborið við 620 í fyrra. Síðasta sumar var heilt yfir gott að sögn framkvæmdastjórans, bæði hvað varðar veiði og gott verð, þó veðrið hefði mátt vera betra á mið- unum yfir tímabilið. „nú hefur verðið lækkað og það tekur í. Það er auðvitað ýmiss kostnaður sem fylgir strandveiðiútgerð. Í fyrsta lagi þarf að eiga bát og greiða af honum, tryggja og sinna viðhaldi. Strand- veiðileyfi er sérleyfi og er árlegur kostnaður 20 þúsund krónur. Þess utan er svokallaður bryggjuskattur, sem strandveiðisjómenn greiða til viðbótar strandveiðileyfinu. Hann var settur á 2010 til að mæta kostn- aði hafnanna, sem töldu sig ekki reiðubúnar að taka við hundruðum báta og þjónusta þá. Það hefur ver- ið stefna LS að þessi skattur verði aflagður. Vonandi verður það gert fljótlega á næsta ári,“ segir hann. „En tilgangur strandveiðanna er líka að gera mönnum kleift að komast inn í útgerð. Gefa ungum mönnum færi á að hasla sér völl, finna hvort þeir geta þetta og hvort þetta á við þá,“ segir Örn. Hann tel- ur strandveiðarnar, auk grásleppu- veiðanna, í raun eina tækifærið sem menn hafa í dag til að koma á fót eigin útgerð. „Ég held að nánast enginn hafi tök á að kaupa sér bæði bát og veiðiheimildir. Það þarf að eiga töluvert mikinn sjóð til þess og er ekki á færi margra,“ segir hann. „En með því að rýmka aðeins með strandveiðum væri hægt að efla þær, þannig að menn hefðu góð- an hagnað af og gætu smám saman keypt sig inn í kvótakerfið,“ bætir hann við. Vinnan við að gera út smábát er heldur ekki fyrir hvern sem er að glíma við. „Það þarf að hafa tök á fjölmörgum þáttum. Menn þurfa í fyrsta lagi að hafa það í sér að geta veitt. Síðan fylgir þessu mikið bók- hald, menn þurfa að kynna sér all- ar reglur í kringum veiðarnar, sölu aflans og helst geta gert við sjálfir ef það bilar,“ segir Örn. „Síðast en ekki síst þurfa menn að hafa mikinn sjálfsaga og búa yfir skynsemi til að meta veðrið. Það er ekki bara mætt klukkan átta og byrjað að vinna. Það þarf mikla þolinmæði, elju og „Markmiðið að hafa kjör félagsmanna eins góð og hægt er“ - rætt við Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Landsambands smábátaeigenda Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Ljósm. kgk. Strandveiðisjómaður á veiðum með Snæfellsjökul í baksýn. Örn segir að á annað þúsund manns komi til með að hafa beina atvinnu af strandveiðum í sumar. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.