Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 2020 55
Föstudaginn 29. maí voru 26 nemendur brautskráðir frá Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og var þetta 30. braut-
skráningin skólans frá upphafi. 12 nemendur voru brautskráð-
ir af félags- og hugvísindabraut, níu nemendur af náttúru- og
raunvísindabraut, þrír nemendur af opinni braut til stúdents-
prófs og einn nemandi var brautskráður af starfsbraut.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari flutti ávarp þar
sem hún sagði frá þeim verkefnum sem unnin hafa verið í
skólanum en síðastliðið haust gátu nemendur í fyrsta skipti
skráð sig í nám á íþróttabraut við skólann. Þá sagðist hún vona
að næsta vetur verði búið að ljúka hönnun á tveimur nýjum
brautum; hagfræðibraut og nýsköpunarbraut.
Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari veitti viður-
kenningar fyrir námsárangur, sem sveitarfélögin á Snæfells-
nesi og sunnanverðum Vestfjörðum gáfu auk þess sem Há-
skóli Reykjavíkur, Arion banki og Landsbankinn gáfu verð-
laun í formi inneigna. María Kúld, kennari við skólann, flutti
ávarp fyrir hönd starfsfólks, Emil Róbert Smith, fimm ára
stúdent, hélt ræðu þar sem hann sagði frá á að námið við FSn
hafi búið hann vel undir lífið og áframhaldandi nám. Hólm-
fríður Friðjónsdóttir var kynnir við athöfnina, Theodóra
Björk Ægisdóttir nýstúdent flutti lagið Siciliano eftir johann
Sebastan Back á þverflautu og Sara Rós Hulda Róbertsdóttir
nýstúdent söng og spilaði undir á flygil lögin Don‘t dream it‘s
over með Crowded house og Don‘t you worry `bout a thing
eftir Stevie Wonder. Að formlegri athöfn lokinni var boðið
upp á veitingar.
Viðurkenningar
Það var Sara Rós Hulda Róbertsdóttir sem hlaut viðurkenn-
ingu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Eftirtaldir nemend-
ur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárang-
ur (nöfn þeirra sem gáfu verðlaunin eru innan sviga):
Sara Rós Hulda Róbertsdóttir fyrir góðan námsárangur í
dönsku (Danska sendiráðið), góðan námsárangur í ensku,
spænsku, íslensku, líffræði, hæstu einkunn á stúdentsprófi
(sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörð-
um) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærð-
fræðafélagið og Arion banki).
Irma Dzinic hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bosnísku
(sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörð-
um). Theodóra Björk Ægisdóttir fyrir góðan námsárangur
í þýsku, eðlis- og efnafræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og
sunnanverðurm Vestfjörðum) og fyrir framúrskarandi árang-
ur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík). Hrafnhildur Magn-
úsdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku, kynjafræði og sál-
fræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vest-
fjörðum). Denis Titov fyrir góðan námsárangur í sögu (sveit-
arfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum).
Dilja Birna Gunnarsdóttir fyrir góðan námsárangur í sálfræði
(sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörð-
um). Andrea Björk Guðlausdóttir fyrir góðan námsárangur í
félagsfræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm
Vestfjörðum). Emilía Björg Sigurjónsdóttir fyrir námsárangur
í listgreinum (Kvenfélagið Gleym mér ei). Ísabella Una Hall-
dórsdóttir fyrir góðan námsárangur í líffræði (sveitarfélögin
á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum) og góðan ár-
angur í stærðfræði (Arion banki).
arg/ Ljósm. sá.
Föstudaginn 29. maí voru 24 nemendur brautskráðir frá
Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Sex nemendur voru
brautskráðir af Félagsfræðabraut, fimm af náttúrufræðibraut,
þrír af Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviðið, tveir af Íþrótta-
fræðibraut – félagsfræðisviði, fjórir af náttúrufræðibraut –
búfræðisviði, þrír af Opinni braut og einn af starfsbraut. Við
athöfnina fór Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari yfir
skólaárið, Elís Dofri G. Gylfason nýstúdent flutti ávarp fyrir
hönd útskriftarnema og Ævar Þór Benediktsson flutti gesta-
ávarp þar sem hann hvatti nemendur til dáða. Þá spilaði Atli
Snær júlíusson tvö lög á gítar með Gunnari Ringsted.
Svava Björk Pétursdóttir hlaut viðurkenningu frá Arion
banka fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Við lok athafnar
ávarpaði Bragi Þór Svavarsson skólameistari útskriftarnema
þar sem hann óskaði þeim gæfu og velfarnaðar og hvatti nem-
endur til góðra verka.
Viðurkenningar
Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar
við brautskráningu. (nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru inn-
an sviga):
Alexander Vilberg Davíðsson fékk hvatningarverðlaun fyrir
góðar framfarir í námi (Límtré Vírnet).
Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs
nemenda og við stjórn nMB (Borgarbyggð).
Arna jara jökulsdóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nem-
enda og við stjórn nMB (Borgarbyggð) og fyrir góðan náms-
árangur í dönsku (Danska sendiráðið).
Atli Snær júlíusson fyrir sjálfstæði, færni og framfarir í námi
(Menntaskóli Borgarfjarðar).
Elís Dofri G. Gylfason fyrir góð störf í þágu félagslífs nem-
enda og við stjórn nMB (Borgarbyggð).
Erla Ágústsdóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda
og við stjórn nMB (Borgarbyggð).
Ísfold Rán Grétarsdóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir góð-
ar framfarir í námi (Zontaklúbbur Borgarfjarðar Ugla).
Sóley Ásta Orradóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nem-
enda og við stjórn nMB (Borgarbyggð) og fyrir góðan náms-
árangur í félagsgreinum (Kvenfélag Borgarness).
Svava Björk Pétursdóttir, fyrir góðan námsárangur í ís-
lensku og stærðfræði (Kvenfélag Borgarness), fyrir góðan
námsárangur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík), fyrir
góðan námsárangur í náttúruvísindum (Íslenska gámafélagið)
og fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi (Arion banki).
Þórunn Birta Þórðardóttir fyrir góðan námsárangur í
íþróttagreinum (Sjóvá), Menntaverðlaun Háskóla Íslands og
fyrir vandaðasta lokaverkefnið (Menntaskóli Borgarfjarðar).
arg/ Ljósm. MB
Svava Björk Pétursdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur
á stúdentsprófi. Hér er hún ásamt Braga Þór Svavarssyni skóla-
meistara.
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Útskriftarnemendur ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Sara Rós Hulda Róbertsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu
einkunn á stúdentsprófi.
Útskriftarnemar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga auk skólameistara og aðstoðar skólameistara.