Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 45
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
að vera reiðubúinn að vera við all-
an sólarhringinn. Þetta er strit og
streð,“ segir hann.
Vilja þrepaskipta
línuívilnun
Innan vébanda LS er nokkuð af
kvótabátum. Einkum er þar um að
ræða línubáta allt að 30 tonnum að
stærð. Örn segir kvótasetninguna á
sínum tíma hafa leitt til ákveðinnar
mismununar innan kerfisins. „Það
eru allir í harðri samkeppni um að
bæta við sig veiðiheimildum. Ef sá
sem á lítinn kvóta vill bæta við sig
getur verið mjög erfitt að fá til þess
fyrirgreiðslu. Þeir sem eru orðn-
ir mjög stórir eiga miklu betri að-
gang að lánsfé og kjörum,“ segir
hann. „Þessu þykir okkur eðlilegt
að sporna við með ákveðinni stýr-
ingu, eins og afslætti frá veiðigjöld-
um,“ bætir hann við. „Síðast þeg-
ar veiðigjöld voru til umfjöllunar
lögðum við til að þau yrðu þrepa-
skipt. Mestan afslátt fengju þeir
sem ættu minnstar veiðiheimildir,
en síðan myndi afslátturinn lækka
í þrepum og að lokum detta út,“
segir Örn. Innan krókaflamarksins
hafi lagabreyting 2013 sem heimil-
aði stækkun á bátum úr 15 tonnum
í 30 tonn sömuleiðis leitt til auk-
innar samþjöppunar í kerfinu. „Það
eru alltaf fleiri og fleiri að komast
upp í þakið í eignarhaldi á kvóta.
Þar sitja stærri útgerðir og útgerð-
ir sem eru með fiskvinnslu líka við
annað borð en þær smæstu,“ segir
hann. „Smærri kvótabátarnir hafa
þó mikið til haldið sínum kvóta
undanfarið, en bæta það upp sem
upp á vantar með því að fara á grá-
sleppu eða strandveiðar á sumrin.
Þannig er slíkum útgerðum haldið
á floti,“ bætir hann við.
„Auðvitað eru
allir hundfúlir“
Grásleppusjómenn eru allstór hluti
félagsmanna LS. Grásleppuveið-
ar hafa verið mikið í umræðunni
undanfarnar vikur, eftir að þær
voru stöðvaðar í byrjun maí. Fram-
kvæmdastjórinn er að vonum óhress
með hvernig þar var staðið að mál-
um. „Undanfarin ár hefur veiðun-
um verið stýrt þannig að Hafró gef-
ur út ráðgjöf um heildarafla, út frá
honum, sem og stöðu á mörkuðum,
hefur verið gefinn út fjöldi veiði-
daga. Þannig hefur okkur tekist að
vera innan marka,“ segir Örn. „En
í ár gekk þetta ekki og fyrir því eru
nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi ákvað
ráðherra að láta veiðar hefjast 10.
mars, eða tíu dögum fyrr en verið
hefur. Lokaráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar liggur ekki fyrir fyrr en
1. apríl. Bátar sem byrjuðu fyrsta
daginn á vertíðinni hefðu verið á
sínum síðasta degi 3. apríl,“ seg-
ir hann. „Við þetta myndast stress
og pressa að ákveða hvað séu pass-
lega margir dagar á vertíðinni, sem
við sjáum vanalega í kringum 12.
eða 13. apríl og höfum getað áætlað
mjög vel í kringum þann tíma und-
anfarin ár. Grásleppunefnd LS fór
afar vel yfir stöðuna eftir að Hafró
hafði gefið út lokaráðgjöf og reyndi
að meta hversu marga daga þyrfti
til veiða. 2. apríl skrifaði LS bréf til
ráðuneytisins. Þar lýstum við góðri
veiði fyrir norðan og að allt stefndi
í fína vertíð, að minnsta kosti á því
svæði. Við báðum því ráðuneytið að
fækka dögum frá síðasta ári og hafa
þá 39-40. Á það var ekki hlustað og
leyfð veiði í 44 daga. jafnframt lýst-
um við í erindinu að vegna mikill-
ar veiði fyrir norðan þyrfti að fylgj-
ast vel með veiðunum, til að kvót-
inn myndi ekki klárast áður en all-
ir fengju tækifæri til að róa. Það
var ekki gert og þessu bara leyft að
springa í loft upp, veiðar stöðvað-
ar og auðvitað eru allir hundfúlir,“
segir Örn og bætir því við að við
stöðvun veiða hafi tugir sjómanna
ekki verið byrjaðir á vertíðinni, en
allir hafi þeir verið búnir að leggja
út fyrir kostnaði. „Síðan var ákveð-
ið að við innanverðan Breiðafjörð,
þar sem veiði hefði ekki byrjað fyrr
en 20. maí, fengju menn að veiða
15 tonn og hafa til þess 15 daga,“
bætir hann við. „Allt saman vekur
þetta auðvitað óánægju og menn
spyrja sig eðlilega hvað vakir fyrir
ráðherra. Hann hlyti að hafa getað
fækkað dögum þegar veiddist svona
vel fyrir norðan, fækka kannski nið-
ur í 35 þannig að allir á öllum svæð-
um hefðu getað fengið passlega
mikið. En það var ekki gert og þá
verður til þessi mismunun og eðli-
lega óánægja. Þetta er alvarlegt mál
og á ábyrgð ráðherra að stýra ekki
veiðunum betur en þetta. Ekki að-
eins þannig að ekki verði farið yfir
heildaraflann, heldur verður hann
að hugsa um hvern og einn sem er á
veiðum. Það gerði hann ekki þessa
vertíðina,“ segir Örn.
Á móti kvótasetningu
grásleppu
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt til
og talað fyrir kvótasetningu á grá-
sleppu. Örn segir að LS hafi hing-
að til verið því andsnúið. „Hver er
megintilgangur kvótakerfa? jú, það
er að geta stýrt veiðum til að koma
í veg fyrir ofveiði. Það höfum við
ekki gert í grásleppunni, bara alls
ekki og það er ekki þannig að það
sé bara eitt kerfi sem gengur upp
til að stýra veiðum,“ segir hann og
bætir því við þróun grásleppuveiða
sé fyrirséð, komi til kvótasetningar.
„útgerðunum fækkar. Við úthlut-
un munu margir fá miklu minni
kvóta en þeir telja sig þurfa til að
halda áfram. Þá verða þeir að selja
kvótann. jú, þeir eignast dálítið af
peningum, en þeir missa atvinn-
una í leiðinni. Maður hefur oft séð
menn verða dálítið ráðvillta þegar
þeir allt í einu missa starfið,“ segir
Örn. „Sumum þykir ósanngjarnt að
setja á kvóta vegna þeirra sem á eft-
ir koma, finnst að þeir eigi að geta
keypt sér bát og byrjað að róa eins
og verið hefur hingað til. Það er
fyrirséð að það verði dýrt að kom-
ast inn í kerfið ef veiðarnar verða
kvótasettar. Enn aðrir eru farnir að
hugsa að starfslokum og þeir fengju
auðvitað greiðslu, ef þeir hefðu
kvóta til að selja þegar þeir hætta.
Allt þetta hefur auðvitað áhrif á af-
stöðu manna til kvótasetningar,
skiljanlega,“ segir framkvæmda-
stjórinn. „Hingað til hefur verið al-
menn ánægja með grásleppukerfið,
meira að segja þegar veiðidagarn-
ir hafa ekki verið nema 32 talsins.
Og með þessu kerfi hafa veiðarn-
ar dreifst mjög vel um landið, al-
veg frá Vopnafirði og þaðan norð-
ur og um allt norðurland, Vestfirði
og suður á Snæfellsnes og Akranes.
Það er alls staðar veidd grásleppa
nema á Suðurlandi. Veiðin hefur
veitt mönnum atvinnu og góðar
tekjur þegar selst á góðu verði, eins
og í fyrra. Ég held að menn ættu að
hugsa sig mjög vel um áður en far-
ið er að hrófla eitthvað við þessu,“
segir Örn.
Frá krítartöflu
á kontórinn
En þá að stærstu spurningunni
hingað til; hefur Örn sjálfur verið
til sjós? „nei, ég hef aldrei verið á
sjó,“ segir hann og brosir. „Ég var
að kenna eðlisfræði við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti þegar það var
náð í mig hingað á skrifstofuna,“
bætir hann við. „Arthur Bogason,
vinur minn til margra ára og jafn-
aldri frá Akureyri, stofnaði Lands-
samband smábátaeigenda 1985.
Árið eftir vantaði mann á skrif-
stofuna og hann spurði hvort ég
gæti komið af og til niður á kont-
ór um sumarið og svarað í símann
og svona. Ég gerði það, fór aftur að
kenna um haustið en þetta heillaði
mig eitthvað,“ segir Örn. „Þegar
var síðan leitað eftir því að ég tæki
að mér starf framkvæmdastjóra
ákvað ég að segja upp í kennslunni.
Ég var mjög mikið hérna haustið
1986 og alfarið frá ársbyrjun 1987,“
segir framkvæmdastjórinn, sem
hefur þannig gegnt starfinu und-
anfarin 33 ár. „Þetta er heillandi
og skemmtilegt starf, þó auðvitað
fylgi þessu stress og ýmislegt svo-
leiðis, en það er alltaf eitthvað nýtt
sem bíður. Félagsmenn eru alger-
lega frábærir, hver með sína skoð-
un á öllum málum og mikill fróð-
leikur sem þeir búa yfir,“ segir Örn.
Hann telur það ekki hafa háð sér í
starfinu að hafa ekki átt bakgrunn í
sjómennsku. „Ég held að það hafi
ekki gert mig að slakari starfskrafti
fyrir félagsmenn. Þetta lærist með
tímanum. Maður kom alveg hlut-
laus inn í þetta á sínum tíma, eng-
um háður. Markmiðið er að hafa
kjör félagsmanna eins góð og hægt
er, með því að viðhalda veiðiréttin-
um og auka við hann. Ég held að
LS hafi bara tekist nokkuð vel upp í
því,“ segir Örn.
Stærstu sigrarnir
Þar sem framkvæmdastjórinn er
reyndur í starfi og hefur séð ýmis-
legt er ekki úr vegi að spyrja hann
hvern hann telji stærsta sigurinn
sem smábátasjómenn hafa unn-
ið? „Árið 1991 var gerð ansi mik-
il breyting, þegar allir bátar yfir sex
tonnum voru kvótasettir. Við það
fækkaði þeim hratt, voru um tvö
þúsund en fækkaði snögglega um
hundruð. Veiðiheimildir í þorski
voru að dragast saman á þessum
tíma og margir fengu ekki nógu
mikinn kvóta. Þá stóð þeim til
boða að færa sig í annan hóp, báta
undir sex tonnum sem gátu val-
ið hvort þeir færu í kvóta eður ei.
Hins vegar lá það fyrir að 1. sept-
ember 1994 yrðu þeir kvótasettir
og aðeins rúmum 2% þorskveiði-
heimilda skipt á milli þeirra. Við
notuðum þennan tíma eins og við
gátum til að reyna að koma stjórn-
völdum í skilning um að þetta
gengi ekki. Að lokum fór svo að
ákveðið var að hlutdeild þessara
báta í heildaraflamarki í þorski yrði
13,5%, ásamt margra ára aðlög-
un að kvótasetningu í öðrum teg-
undum. Þarna lagði LS grunninn
að þeirri sterku stöðu sem eigend-
ur krókaaflamarksbáta hafa notið.
Líklega stærsti sigurinn sem LS
hefur unnið,“ segir Örn en nefn-
ir einnig að strandveiðarnar hafi
verið stór áfangi. „Það er mikil og
almenn ánægja innan okkar raða
með strandveiðarnar. Það var líka
mikill sigur þegar þeim var komið
á árið 2009. Þær hafa vaxið og eflst
og ekkert lát orðið á þeim ennþá,“
segir Örn Pálsson að endingu.
kgk
Kristján Kristjánsson með vænan þorsk á bryggjunni í Stykkishólmi eftir vel
heppnaðan strandveiðitúr. Ljósm. úr safni/ sá.
„Mestu verðmætin eru úr dagróðrarfiskinum, þess vegna eigum við að leggja
áherslu á þær veiðar,“ segir Örn. Ljósm. úr safni/ fh.
Grásleppu landað í Stykkishólmi nú í vor. Framkvæmdastjóri LS segir að ráðherra
hefði vel getað stýrt veiðunum betur, til að kvótinn myndi ekki klárast áður en
allir fengju tækifæri til að róa. Ljósm. úr safni/ sá.