Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201946 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn jónas Sigurðsson, fyrrverandi skip- stjóri, er fæddur á því herrans ári 1944, á Kóngsbakka í Helgafells- sveit en fluttist tveggja ára gamall í Stykkishólm. Hann var lengi til sjós og fer enn túr og túr í afleys- ingum þegar kallið kemur. Skessu- horn hitti jónas að máli á heimili hans í Hólminum fyrir skemmstu og ræddi við hann um sjóferilinn. Frábær tími á Runólfi „Ég hef ekki unnið launaða vinnu í landi síðan 1961, þá byrjaði ég á sjó fyrir alvöru,“ segir jónas í samtali við Skessuhorn. Fyrst steig hann ölduna og fékk greitt fyrir á bátn- um Víði, sem leigður var á vetrar- vertíðina í Stykkishólmi þetta sama ár. Sumarið eftir fór jónas á snur- voð á Brimnesinu, en um haust- ið lá leiðin út í Grundarfjörð. „Þar var ég í tvö ár á Runólfi. Það var alveg frábært, mjög skemmtilegur tími. Við rérum á vetrarvertíðinni og svo var síld fyrir norðan á sumr- in, já og haustsíld hér út af jökli og á Faxaflóanum,“ segir hann. „Það var mikill fiskur og alveg frábært fólk þarna. Fyrra sumarið var elsti hásetinn 19 ára gamall,“ segir jón- as og bætir því við að það hafi ver- ið líf og fjör á þessum árum. „Ég hefði ekki viljað missa af þessum árum sem ég var hjá Guðmundi Runólfssyni. Þarna var maður lík- lega á skemmtilegasta aldrinum, 17 til 18 ára gamall og karlinn hress og skemmtilegur. Á síldinni lönduðum við oft á Siglufirði og þar var mikið mannlíf á þeim tíma, ball á hverju einasta kvöldi á Hótel Höfn. Ungir menn reyndu auðvitað að skemmta sér eins mikið og hægt var,“ seg- ir jónas og brosir. „En það var ekki sjálfgefið að við gætum það. Á síldinni vorum við oft að landa langt fram á kvöld og þá alla jafn- an búnir að missa af þeirri nótt. En þá sagði karlinn stundum við okk- ur; „jæja strákar, nú drífið þið ykk- ur á ball, við förum bara út klukkan fjögur. Og þið verðið að ná í stelpu, annars fáum við enga síld“,“ seg- ir jónas og brosir við endurminn- inguna. „Og það er svo merkilegt að það voru alltaf allir komnir um borð. Ég held að menn hafi ósjálf- rátt passað upp á hvorn annan, að láta það aldrei gerast annað en að mæta á þeim tíma sem karlinn sagði til um, því þá yrði þetta náttúrulega ekki gert aftur,“ segir hann. „Hann var alveg frábær karl hann Gvend- ur,“ bætir jónas við. Sjómennskan blundaði í honum Eftir tvö ár á Runólfi lá leið jón- asar í Stýrimannaskólann þar sem hann tók fiskimannapróf 17-18 ára gamall og ákvað endanlega að leggja sjómennskuna fyrir sig. „Það var ekkert verið að veltast í ein- hverjum skólum og hugsa hvað maður ætlaði að gera þegar mað- ur yrði stór,“ segir jónas og brosir. En kom aldrei neitt annað til greina en sjómennska og skipstjórn? „Það var kannski ekki svo margt í boði á þessum árum. Þó bjuggum við nokkuð vel hérna í Hólminum, hér voru mörg verkstæði, slippur- inn og iðnskóli og menn gátu lært til iðnaðarmanns. En sjómennsk- an var búin að blunda í mér í ein- hvern tíma. Ég var búinn að þvæl- ast svona róður og róður alveg frá 14 ára aldri. Þá fórum við stundum tveir saman sem hálfdrættingar ef vantaði mann, bara til að ná í aur fyrir kók og prins,“ segir hann. Milli vetranna í Stýrimannaskól- anum var jónas á síld á sumrin á Otri, sem gerður var út frá Stykk- ishólmi. Hann kynntist eiginkonu sinni, Árnýju Ingibjörgu Ólafs- dóttur, á þeim árum sem hann nam skipstjórn. Eftir útskrift réri hann eitt sumar á snurvoð frá Reykjavík og síðan á Freyfaxa frá Keflavík til eins árs. „Við vorum á norðfirði einn daginn þegar ég hitti kunn- ingja minn úr skólanum fyrir ein- skæra tilviljun. Þá var hann að taka við Guðrúnu jónsdóttur á Ísafirði um haustið og spurði hvort ég vildi ekki bara koma sem stýrimaður með sér. Það varð úr og við fórum vestur 1966, þar sem við vorum í þrjú ár tæp,“ segir hann. Erfið ár fyrir vestan jónas var stýrimaður á Guðrúnu fyrst um sinn en tók svo við bátnum sem skipstjóri. Hann segir að dvölin vestur á Ísafirði hafi verið kennslu- stund, veður oft erfið og mikil ísing á þessum árum. „Það voru slys og fleiri slys, verið að leita að bátum á hverju ári,“ segir jónas. Aðfararnótt 5. febrúar 1968 gekk aftakaveð- ur yfir Vestfirðina, með blindhríð og frosti. Heiðrún II frá Bolungar- vík fórst með sex manns um borð og breski togarinn Ross Cleve- land sökk í Ísafjarðardjúpi og að- eins einn maður af 19 manna áhöfn komst lífs af. „Þetta voru erfiðustu árin, á Ísafirði. Helvítis ísing, ís al- veg upp í land lengst inn í djúpið og margir bátar fórust. Á þessum árum sem ég var fyrir vestan fórust þrír bátar frá Súðavík, þessu litla byggð- arlagi. Reyndar varð mannbjörg af einum þeirra, en þetta var rosaleg blóðtaka fyrir pínulítið pláss,“ segir jónas. „Því miður var það ekki oft sem menn björguðust í þá daga,“ bætir hann við. Sloppið við öll áföll jónas kveðst aldrei hafa lent í sjáv- arháska á sínum sjómanns- og skip- stjórnarferli. Vissulega hafi veður oft verið slæm, en hann hafi verið heppinn að því leytinu til. „Mað- ur hefur oft lent í vondum veðrum, en ekki neinu þannig lagað að mað- ur hafi talið að hætta væri á ferð. Sem betur fer hef ég alveg sloppið við öll áföll,“ segir hann. „Það al- varlegasta sem ég lenti í var að fá einu sinni inn rúðu þar sem ég stóð í brúnni. Sem betur fer var ég með sixpensara á hausnum, annars hefði ég fengið glerið yfir mig. Húfan var öll hoggin eftir glerbrotin, en ég slapp alveg að öðru leyti. Ég varð auðvitað hundblautur, en það er ekki mikið mál að skipta um föt,“ segir hann. Annars segir jónas að yfirleitt muni sjómenn almennt eft- ir góðu túrunum, þegar sólin skín og vel veiðist. „Menn eru fljótir að gleyma brælunum, ef menn gerðu það ekki myndu þeir ekki fara aft- ur á sjóinn, ár eftir ár eftir ár,“ segir hann og brosir. Heim í Hólminn Árið 1969 sneri jónas aftur heim í Stykkishólm þar sem hann hefur verið síðan. Hann réri fyrst á báti sem hét Guðbjörg, fram til hausts- ins 1970 þegar hann hóf störf sem stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Baldri. „Ég var í sjö ár á flóabátn- um, á meðan hann var ennþá bát- ur,“ segir jónas. „Þá vorum við mest í flutningum, fórum með áburð hér um allt Vesturlandið og Vest- firði, fóðurbæti og ýmislegt svona sem þurfti. Hann var svona eins og strandferðabátur hér á þessu svæði. Ég kunni ágætlega við það, en sumrin í farþegaflutningunum áttu ekki eins vel við mig, enda var þetta engin farþegaferja, bara 200 tonna bátur og aðstaðan til að ferja fólk kannski ekki boðleg,“ segir hann. Um áramótin 1977-78 komst jónas aftur í fiskiríið. „Þá tók ég við sem stýrimaður á Þórsnesi II í einn vetur, áður en ég tók við bátn- um og var þar um borð í samtals 26 ár, til ársins 2004,“ segir jónas. Gert var út á línu, net, síld og að sjálfsögðu skel frá Stykkishólmi á meðan hún var enn veidd. „Það var ágætt að vera á Þórsnesinu,“ segir hann. Sumarið 2004 lá leið jónasar á Gullhólma, fyrst sem stýrimaður en síðan skipstjóri. Þar stóð hann í brúnni í níu ár, eða allt þar til hann lét af sjómennsku árið 2013. Á Gullhólma upplifði jónas í fyrsta skipti fastar vaktir. „Það var einhver mesti lúxus sem ég hafði komist í fram að því, að vinna í sex klukku- stundir og fá frí í sex. Áður fyrr var bara staðið og vaktirnar gátu orðið helvíti langar. Þegar ég byrjaði í úti- legu á línu var handbeitt um borð í bátunum og maður vakti meira og minna allan sólarhringinn. Yfirleitt var bara sofið í fjóra tíma á dag,“ segir jónas. Hleypur í afleysingar Þrátt fyrir að vera formlega sestur í helgan stein er jónas ekki alveg hættur á sjónum. „Ég hef verið að hlaupa túr og túr í afleysingum, að- allega úti í Rifi á Örvari, sem Hrað- frystihús Hellissands gerir út. Það er svona rétt bara til að halda mér við,“ segir hann og brosir. „Örvar er alveg fyrirmyndarbátur og út- gerðin líka. Alveg tipp topp og fín- ir karlar allt saman. Ég hef gaman af því að fá að hlaupa í afleysingar á meðan þeir vilja kippa mér með,“ segir jónas Sigurðsson skipstjóri að endingu. kgk „Ekki unnið launaða vinnu í landi síðan 1961“ - segir Jónas Sigurðsson, skipstjóri í Stykkishólmi Jónas og Gísli Sighvatsson þegar verið var að útbúa Freyfaxa KE á síld árið 1966. Ljósm. úr einkasafni. Jónas Sigurðsson skipstjóri. Ljósm. kgk. Jónas ásamt Árnýju Ingibjörgu Ólafsdóttur, eiginkonu sinni, þegar hann var heiðraður á sjómannadaginn í Stykkishólmi 2013. Ljósm. úr einkasafni. Með fulla lest af síld á Runólfi og 27 tonn af þorski á dekkinu. Ljósm. Jónas Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.