Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201930
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Andrzej Kowalcyk er einn þeirra
fjölmörgu Pólverja sem setja svip
sinn á Snæfellsbæ. Hann er frá
bænum Dudki sem er norðuraust-
arlega í heimalandi hans. Aðspurð-
ur um hvernig hafi staðið á því að
hann ákvað að koma til Íslands seg-
ir hann að einn af hans vinum hafi
verið að vinna á Íslandi og að það
hafi vantað mann á hans vinnu-
stað. „Ég ákvað að prófa að koma í
eitt ár, var einungis 21 árs þegar ég
kom til Ólafsvíkur og fór að vinna
í Klumbu. Þaðan fór ég í beitningu
á línubátnum Kristni SH en kynnt-
ist svo konu minni, Heiðdísi Æv-
arsdóttur. Þá náttúrlega ílengtist
ég hér og svo eignuðumst við son-
inn Gabriel,“ segir Andrzej á sinni
reiprennandi íslensku.
„Ég fór svo á sjóinn á Rifsnesi,
bæði því gamla og nýja, og var
þar um borð í tíu ár og líkaði sjó-
mennskan vel. En þegar ég fór á
nýja Rifsnesið var meira um útileg-
ur og lengri tími að heiman og þar
af leiðandi gat ég lítið tekið þátt í
uppeldi sonarins. Þá fór ég að huga
að öðru starfi á sjó og fékk svo
pláss á línubátum Guðbjarti SH
frá Rifi sem gerði út á balalínu sem
mér þótti fínn veiðiskapur. Ég var
meira heima hjá mér og gat haft
meiri tíma með fjöldskyldunni,“
segir Andrzej.
Á síðasta ári keypti útgerð Guð-
bjartar beitningsvélarbátinn Lilju
SH. „Ég er núna á honum og líkar
mér vel á bátnum. útgerðarmað-
urinn hugsar vel um sína áhöfn og
gerir vel við sína menn. Hann sér
um að okkur vanti ekkert um borð.
En í haust vorum við á veiðum fyrir
austan land og vorum svo á heima-
slóðum á vertíðinni. Í vor var farið
til Grindavíkur svo það er nú að-
eins meira flakk en var á balalín-
unni. En við erum samt ánægðir
um borð því það koma góð frí inn
á milli.“
Andrzej segir að fjöldskyldan hafi
reynt að fara til Póllands á hverju
sumri ef hægt er. „En núna í ár er
óvíst hvort við getum farið þang-
að vegna Covid veirurinnar,“ segir
þessi geðprúði Pólverji að lokum.
Hann vill senda öllum sjómönn-
um og þeirra aðstandendum sínar
bestu kveðjur á sjómannadaginn.
af
Settist að í Ólafsvík og líkar vel að búa á Íslandi
Andrzej á steinbítsveiðum.
Andrzej hér ásamt Emil Frey við löndun úr Guðbjarti.
Skipsfélagarinr Víðir Haraldsson, Andrzej og Emil Freyr Emilsson á góðri stundu.
Lilja SH er núverandi vinnustaður hans.
Rifsnes SH var fyrsti báturinn sem Andrzej réði sig á.
Andrzej um borð í Rifsnesinu. Fjölskyldan; Heiðdís, Gabríel og Andrzej ásamt heimilishundinum.