Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201930 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Andrzej Kowalcyk er einn þeirra fjölmörgu Pólverja sem setja svip sinn á Snæfellsbæ. Hann er frá bænum Dudki sem er norðuraust- arlega í heimalandi hans. Aðspurð- ur um hvernig hafi staðið á því að hann ákvað að koma til Íslands seg- ir hann að einn af hans vinum hafi verið að vinna á Íslandi og að það hafi vantað mann á hans vinnu- stað. „Ég ákvað að prófa að koma í eitt ár, var einungis 21 árs þegar ég kom til Ólafsvíkur og fór að vinna í Klumbu. Þaðan fór ég í beitningu á línubátnum Kristni SH en kynnt- ist svo konu minni, Heiðdísi Æv- arsdóttur. Þá náttúrlega ílengtist ég hér og svo eignuðumst við son- inn Gabriel,“ segir Andrzej á sinni reiprennandi íslensku. „Ég fór svo á sjóinn á Rifsnesi, bæði því gamla og nýja, og var þar um borð í tíu ár og líkaði sjó- mennskan vel. En þegar ég fór á nýja Rifsnesið var meira um útileg- ur og lengri tími að heiman og þar af leiðandi gat ég lítið tekið þátt í uppeldi sonarins. Þá fór ég að huga að öðru starfi á sjó og fékk svo pláss á línubátum Guðbjarti SH frá Rifi sem gerði út á balalínu sem mér þótti fínn veiðiskapur. Ég var meira heima hjá mér og gat haft meiri tíma með fjöldskyldunni,“ segir Andrzej. Á síðasta ári keypti útgerð Guð- bjartar beitningsvélarbátinn Lilju SH. „Ég er núna á honum og líkar mér vel á bátnum. útgerðarmað- urinn hugsar vel um sína áhöfn og gerir vel við sína menn. Hann sér um að okkur vanti ekkert um borð. En í haust vorum við á veiðum fyrir austan land og vorum svo á heima- slóðum á vertíðinni. Í vor var farið til Grindavíkur svo það er nú að- eins meira flakk en var á balalín- unni. En við erum samt ánægðir um borð því það koma góð frí inn á milli.“ Andrzej segir að fjöldskyldan hafi reynt að fara til Póllands á hverju sumri ef hægt er. „En núna í ár er óvíst hvort við getum farið þang- að vegna Covid veirurinnar,“ segir þessi geðprúði Pólverji að lokum. Hann vill senda öllum sjómönn- um og þeirra aðstandendum sínar bestu kveðjur á sjómannadaginn. af Settist að í Ólafsvík og líkar vel að búa á Íslandi Andrzej á steinbítsveiðum. Andrzej hér ásamt Emil Frey við löndun úr Guðbjarti. Skipsfélagarinr Víðir Haraldsson, Andrzej og Emil Freyr Emilsson á góðri stundu. Lilja SH er núverandi vinnustaður hans. Rifsnes SH var fyrsti báturinn sem Andrzej réði sig á. Andrzej um borð í Rifsnesinu. Fjölskyldan; Heiðdís, Gabríel og Andrzej ásamt heimilishundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.