Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ship-o-hoj Fátt minnir meira á sæinn og líf hins knáa íslenska sjómanns en lag Oddgeirs Kristjánssonar Ship-ohoj, sem hann samdi við ljóð Lofts Guðmundssonar. Þessi meistari íslenskra sjómannasöngva samdi að minnsta kosti hálft hundrað þekktra slagara á borð við; Ég veit þú kem- ur, Meira fjör og mörg fleiri sem fyrir löngu eru orðin hluti af þjóð- arsálinni. Mörg eru þessara laga samin í tilefni þjóðhátíðar í Eyjum, en tengjast lífi sjómanna og þeirra fólks, enda enginn staður á landinu meira háður útvegi og nálægðinni við hafið. „Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, blikandi bárufans, býður í trylltan dans...“ Hvílíkur snilldar kveðskapur. Framundan er frídagur sjómanna. Víða verða hátíðarhöld lág- stemmdari en venja er, en það helgast af Covid. útgerðir og áhafn- ir skipanna hafa farið mjög varlega í landlegum á síðustu vikum og mánuðum til að lágmarka hættuna á að fá veiruna um borð í skipin. Ströngum reglum hefur verið fylgt og tekist að koma í veg fyrir smit í flestum tilfellum. Mikið var í húfi fyrir heilsu sjómanna en sömuleiðis afkomu þeirra og útgerðanna. Sem betur fer er nú veiran á undanhaldi hér á landi, en þó greinist eitt og eitt smit og því full ástæða til að halda áfram vöku sinni. Því skil ég mætavel að fjölmennustu hátíðahöldunum sé víða sleppt. Sjálfur myndi ég ekki vilja taka þátt í slíkri hóphátíð við þessar aðstæður og hygg að það eigi við um flesta. En þótt hátíðarhöld verði hófstilltari er samt engin ástæða til annars en að hefja á loft það sem sjómenn eru að gera fyrir land sína og þjóð. nú þegar ferðaþjónusta er í tímabundinni lægð er útflutningur sjávar- afurða það sem í raun brauðfæðir þessa þjóð. Lyft hefur verið grettis- taki í að auka verðmæti þess afla sem á land kemur og bæði búnaður í skipum og í landvinnslunni allt annar og betri en þekktist fyrir ekki svo löngu. Þar eiga Vestlendingar vissulega hlut að máli. Ég nefni ofur- kælibúnað sem Skaginn 3X framleiðir og selur út um víða veröld, nú eða Marel sem sömuleiðis er í fararbroddi í þróun. Ekki er langt síðan opnuð var fullkomnasta landvinnsla í heimi vestur í Grundarfirði sem meðal annars er skrautfjöður Marel. Þangað komu þrjú ný skip á síð- asta ári, hvert öðru fullkomnara. Smæstu bátar róa nú með ís til veiða að morgni og koma með ferskari og betri fisk að landi. Allt þetta skiptir máli því fólk er meðvitað um að gæðin skipta öllu máli til að íslensk- ur fiskur skipi sér í röð besta og ferskasta fisksins sem í boði er á hin- um stóra heimsmarkaði. Þegar gæðin eru annars vegar erum við hreint engin smáþjóð. Í Sjómannadagsblaði sem að venju fylgir Skessuhorni á þessum árs- tíma, knýjum við dyra hjá nokkrum sjómönnum. Fáum að forvitnast um líf þeirra og störf, verkefnin nú og áður. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem vildu gefa lesendum innsýn í störf sín. Við ræð- um bæði við menn sem eiga kvóta og þá sem ekki eru svo gæfusamir. Við ræðum við fulltrúa smábátasjómanna, strandveiðikarlana, trillu- karlana og grásleppuveiðimennina, en einnig þá sem lokið hafa farsælli starfsævi. Þrátt fyrir allar þær tækniframfarir, kenndar við fjórður iðnbylt- inguna, sem hratt eru að breyta sumum atvinnugreinum og leggja aðr- ar niður, verður það seint sem tæknin leysir mannshöndina af hólmi þegar útgerð er annars vegar. Það þarf áfram að sækja sjóinn. Róa til fiskjar, færa björg í bú. Áfram munu íslenskir sjómenn því gegna lykil- hlutverki við að gera okkur sem þjóð einstaka í hópi þjóða. Þeim til- einkum við næstu helgi og sendum hlýjar kveðjur til sjómanna og fjöl- skyldna þeirra. Ship-o-hoj! Magnús Magnússon Ferjunni Baldri verður siglt eina ferð á dag yfir Breiðafjörðinn í sum- ar, eftir að Sæferðum var tryggð- ur sérstakur styrkur til siglinganna. Mannlíf greindi fyrst frá. Baldri hefur verið siglt yfir Breiðafjörð- inn með ríkisstuðningi á veturna en á markaðsforsendum á sumrin. Töldu Sæferðir, sem reka ferjuna, ekki grundvöll fyrir ferjusigling- um nú í sumar vegna hruns í komu ferðamanna til landsins. Því var út- lit fyrir að ekkert yrði siglt, þar til stjórnvöld komu að málinu. Fyrir helgi var svo samið við Vegagerð- ina um sérstakt framlag sem tryggir siglingar í sumar. Farin verður ein ferð á dag milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey, en ekki tvær eins og verið hefur undanfarin sumur. Þó er gert ráð fyrir því að hægt verði að bæta við um fimmtán au- kaferðum á álagstímum í sumar. kgk „Hérna í Dölunum var helgin með ágætum þrátt fyrir smá skúri á köflum,“ segir jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri at- vinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð. „Það var margt um manninn á Erpsstöðum þeg- ar kýrnar fóru út á laugardegin- um. Þá voru allir sem mættu mjög hrifnir af tónleikum Ívu og Más á sveitasetrinu að Vogi, en þar tóku þau vel valin lög og héldu uppi léttri stemningu fram eftir laugar- dagskvöldi.“ Þá segir jóhanna María að Ei- ríksstaðir og Dýragarðurinn á Hólum hafi tekið vel á móti gest- um og var gaman að sjá hversu margir dvöldu á tjaldsvæðinu í Búðardal um helgina. „Rigning- in var nokkuð tillitssöm á sunnu- deginum og fór ekki að láta á sér kræla fyrr en brauðbakstri á Ei- ríksstöðum var lokið og ganga átti frá varðeldinum. Það má segja að hvítasunnuhelgin sé fyrsta ferða- helgi sumarsins og að hún hafi verið gott upphaf á ferðasumri í Dölum,“ segir jóhanna María. mm nýr ærslabelgur er kominn upp á Merkurtúni á Akranesi. Belgurinn var settur í gang fyrir síðustu helgi og er hann ætlaður fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa og leika sér. nú eru tveir Ærslabelgir á Akra- nesi, einn við Akraneshöll og ann- ar á Merkurtúni. Ærslabelgurinn er vinsælt leiktæki meðal barna og er hann opinn frá klukkan 08:00-23:00 alla daga frá maí til september. „Mikilvægt er að virða reglur og umgengi þarna í kring til þess að koma í veg fyrir slys. Það má t.d. ekki fara á belginn í rign- ingu, bannað að hoppa með eitt- hvað oddhvasst eða keyra á skelli- nöðrum eða vespum yfir belg- inn. Þá er ekki leyfilegt að borða á belgnum, hoppa í skóm eða vera með gleraugu á sér á meðan verið er að hoppa,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. mm Baldur leggur úr höfn í Stykkishólmi á blíðviðrisdegi. Ljósm. úr safni/ sá. Baldur fer eina ferð á dag í sumar Líf og fjör í Dölunum um hvítasunnuhelgina Kýrnar skvettu úr klaufunum, frelsinu fegnar, á Erpsstöðum. Þar fylgdist hópur fólks með. Ljósm. JMS Ærslabelgur kominn á Merkurtún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.