Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201920
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Kíkt á strandveiðisjómenn á Arnarstapa
Það var rjómablíða mánudaginn 18. maí síðastliðinn á Arnar-
stapa þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti á lífið hjá sjómönn-
um sem ýmist gera þaðan út á strandveiðar eða eru að veiða
upp í kvóta. Þá voru réttar tvær vikur liðnar af strandveiði-
tímabili sumarsins og vel á fjórða tug báta komnir til veiða.
Það er því þétt raðað í höfninni. Menn létu almennt vel af sér
enda varla annað hægt í ljósi veðurs og aðstæðna á þessum fal-
lega stað. nokkrir höfðu náð skammti dagsins, en ekki allir.
Það er ekki alltaf á vísan að róa. Sjómenn á Stapanum koma
víða að, enda þekkt að stutt sé þaðan á fengsæl fiskimið og oft
lygnara en norðan við nesið.
af
Vilmundur Óskarsson á Vorsól SH sagði að þessi róður hafi verið erfiður. „Ég var
samt þokkalega ánægður með aflann,“ sagði hann. Vilmundur hefur róið frá
Arnarstapa í 30 sumur.
Helgi Kristjánsson á Kristjáni HF frá Hafnarfirði rær frá Arnarstapa. Hann er með 17 tonna kvóta og segist vera sáttur við
gang veiðanna í sumar og gengið vel að fiska. Helgi er búinn að vera 18 ár á sumrin á Stapanum.
Þorgeir Guðmundsson á Þyt MB frá Borgarnesi var ekki beint sáttur við aflabrögð mánudaginn 18. maí. Hann var með
400 kíló en nokkrum dögum áður var hann að fá 2,5 tonn. „Þetta er ýmist í ökkla eða eyra, en handfærin eru alltaf jafn
skemmtileg og gaman að koma á Arnarstapa á sumrin,“ sagði Þorgeir, en hann hefur gert þaðan út á hverju ári síðan 1985.
Geir bóndi er einn af fáum ábúendum á Arnarstapa og lá vel á honum þrátt fyrir
að hafa verið að glíma við lungnabólgu í vor. „Ég var síðastur út og bara fyrstur
inn. Er hálfslappur enn,“ sagði Geir. Aflinn var 600 kíló. „Ég er bara sáttur við það.“
Bergsveinn Þorkelsson á LEA RE var ekkert sérstaklega sáttur við aflabrögðin.
„Þetta eru bara 400 kíló, en þetta getur gerst. Þetta er náttúrlega bara veiði-
skapur og þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu. Svona dagar hafa oft komið síðan ég
byrjaði að róa héðan árið 1988,“ sagði Bergsveinn.
Ragnar Guðmundsson á Ríkeyju MB sagði að fiskurinn hafi verið tregur. „En það
var mjög gott hér fyrr í sumar, svo þetta kemur allt.“
Einar Jónsson á Hrafnborgu SH sagðist vera bara sáttur við
daginn. „Ég náði skammtinum og er því sáttur,“ sagði hann.
Gísli Páll Guðjónsson á Valdísi AK var sáttur með daginn,
enda með skammtinn. „Ég ræ héðan frá Stapanum eitthvað
áfram, en svo þegar líður á færi ég mig yfir á Suðureyri
þaðan sem ég er ættaður.“
Aflakóngurinn Stefán Jónsson, Stebbi á Grími AK, lætur sig
ekki muna um að róa þrátt fyrir að liðböndin í ökklanum
séu í ólagi. „Meiðslin verða að bíða betri tíma,“ sagði Stebbi
skælbrosandi. „Ég er með tvö tonn af ufsa og 700 kíló af
þorski í dag, en ég er ekkert sáttur með fiskverðið sem er til
skammar þessa dagana.“
Ólafur Gíslason á Sigurborgu var hinn rólegasti að bíða
eftir löndun. „Það er bara ekkert annað en vera sáttur við
aflann í dag í þessu góða veðri og fallegri náttúru á þessum
slóðum. Héðan hef ég róið á sumrin síðan 1980. Í dag var
ég að ná 600 kílóum,“ sagði Ólafur og naut góða veðursins
meðan hann beið eftir að röðin kæmi að sér.
„Þetta gekk bara fínt,“ sagði Víðir Haraldsson á Muggi SH. „Ég
náði skammtinum og er með sennilega 700 til 800 kg af ufsa
svo þetta er bara fínn dagur,“ sagði Víðir kampakátur með
daginn.