Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 47 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Eskey ÓF er 27 brúttótonna króaaaflamarksbátur sem gerður er út frá Akranesi á vorvertíðinni og eitthvað fram á sumarið. Eskey ÓF er í eigu Bjarna Bragasonar útgerð- armanns frá Hornafirði en Þrá- inn Þór Þórarinsson er skipstjóri á bátnum árið um kring. „Pabbi var sjómaður alla sína tíð og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég er sjómaður í dag. Mér þótti þetta alltaf flottustu karlarnir þegar ég var ungur. Þá voru sjómenn vin- sælir og mun meiri virðing borin fyrir þeim og þeirra störfum heldur en í dag finnst mér,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. Hann hef- ur nú verið á sjó í 35 ár. „Það er lítil sem engin aðsókn í sjómennsku nú orðið,“ bætir hann við. Eskey ÓF er línubeitningarbátur sem veiðir að mestu ýsu og þorsk. „Við erum hér í Faxaflóanum á vor- in og sumrin en förum svo norður á Ólafsfjörð yfirleitt í ágúst og erum þar yfir vetrartímann. Þar er mun kaldari sjór og meira dýpi. Hér er svo mikil flatneskja,“ útskýrir Þrá- inn. Ásamt Þráni eru þeir fjórir í áhöfninni í hverri veiðiferð. Að- spurður segir hann þá félaga lenda í alls konar úti á sjó en að mikilvægt sé að skilja öll leiðindi eftir áður en komið er í land. „Maður er ekkert að segja frá öllu. Eins og ég segi, það getur komið ýmislegt upp en maður er ekkert að tala um það,“ bætir hann við. Alltaf á sjó Þráinn segir sjómennskuna hafa sína kosti og galla eins og flest ann- að. „Það er mikilvægt að bera virð- ingu fyrir sjónum og beita skyn- seminni eins og þegar það er bræla og óhagstætt veður. Þá er ekkert vit í því að þrjóskast af stað. Það er mikilvægt að fylgjast vel með veð- urspánni hverju sinni því þegar við förum svo loksins út þá geta liðið allt að 18 tímar þangað til við snú- um aftur heim,“ segir hann. Aðspurður segir Þráinn ekki get- að hugsað sér að starfa einhvers staðar annars staðar en á sjó en að pabbi sinn hafi komið með ákveðna hugmynd á sínum tíma. „Það var einu sinni í umræðunni, og komið í einhvern farveg, að senda mig til japans til að læra að útbúa flottroll sem eru notuð á stóru togarana. Það þótti voðalega sniðug hugmynd og átti ég svo að fara í framhaldi af því námi að vinna fyrir stóru togarana hérna á Íslandi. En mér leist ekk- ert á það svo það varð ekkert úr því sem betur fer. Ætli ég væri því ekki að vesenast eitthvað á bryggjunni ef ég væri ekki á sjó.“ Fiskur í öll mál „Ég borða fisk fjórum sinnum í viku,“ segir Þráinn sem borðar ein- ungis fisk sem hann veiðir sjálfur. „Ég kaupi aldrei fisk. Svo geri ég mikið reyktan og grafinn fisk sjálf- ur. Þetta er algjört lostæti,“ bætir hann við. Þegar Þráinn er ekki á sjó þá er hann annað hvort heima með fjöl- skyldunni eða fer og veiðir silung á flugu í frítímanum. „Ímyndunar- aflið er ekki öflugra en þetta,“ segir hann og hlær. Þráinn er búsettur á Akranesi ásamt konu sinni. Saman eiga þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Hann segir fimm ár þangað til hann getur hætt á sjónum og farið á eftirlaun. „Ætli ég kaupi mér ekki trillu til að hafa eitthvað að gera þegar ég hætti að vinna á sjó, það væri gott að hafa eitthvað svoleiðis fyrirkomulag,“ segir sjómaðurinn Þráinn að endingu. glh Í tuttugustu og áttunda sinn frá upphafi kemur Sjómannadags- blað Snæfellsbæjar út. Það byrjar á áhugaveðri hugvekju eftir fyrr- um sóknarprest okkar sr. Óskar Hafsteins Óskarssonar en hann er nú prestur í Hrunakirkju á Flúð- um. Þá er Kristján Þór júlíusson sjávarútvegsráðherra með ávarp til sjómanna. Systkinin Berglind og Lárus Sigurður, börn Ásgeirs jó- hannessonar og Sæunnar Sveins- dóttur voru svo vinsamleg að senda blaðinu greinar um störf sín en þau vinna bæði þýðingarmikil störf erlendis. Berglind er sendi- herra Íslands í Moskvu og Lárus stjórnar stærsta rækjueldi í heimi sem er í Saudi Arabíu en Berglind og Ásgeir eru bæði fædd í Ólafsvík. Haraldur Ingvason úr Snæfellsbæ er sjómaður á fiskibáti í Hammer- fest í noregi og er hann tekinn tali og segir m.a. frá útgerð togarans Ottar Birtings sem upphaflega átti að veiða rækju við Indland. Áhugaverð grein er eftir Fríðu Sveinsdóttir athafnakonu í Ólafs- vík en hún tók sig til og gekk með hópi fólks upp í grunnbúðir Eve- rest á sl. ári sem er mikið afrek. Hún segir frá ferðinni í máli og fallegum myndum. Ragnheiður Helgadóttir segir frá æsku sinni í Ólafsvík en hún er fædd 1944 en missti móður sína er hún var tólf ára. Hún varð að hjálpa föður sín- um að ala upp fimm yngri systkini sem reynt hefur sannarlega á svo unga stúlku. Bárður Eyþórsson fv. körfuboltamaður og góður þjálfari frá Stykkishólmi segir lesendum frá því í viðtali hvað varð til þess að hann er orðinn skipstjóri á ein- um nýjasta og glæsilega skuttogara landsins; Drangey SK frá Sauðár- króki. Tryggvi Leifur Óttarsson fv. framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands segir í góðri grein frá sínu lífi og starfi en hann og fjölskyld- an búa í Svíþjóð. Hann var sjó- maður áður og lenti í ótrúlegri í lífshættu en hann segir frá hvern- ig hann bjargaðist og margt fleira hefur á daga fjölskyldu hans drifið. Forseti Íslands; hr. Guðni Th jó- hannesson heimsótti Snæfellsbæ á liðnu ári og sagt er frá því. Skip- stjórinn á Steinunni SH hann Brynjar Kristmundsson er tekinn tali og segir hann frá miklum afla og hvernig síðasta vertíð gekk. Baldur Ágúst Sigþórsson yfir- stýrimaður á Helgafelli segir frá sínu starfi og þá er rætt við fram- kvæmdastjórana Kristínu Vigfús- dóttur í Ólafsvík og Guðmund Smára Guðmundsson í Grundar- firði. Þá segir sagnamaðurinn Hjört- ur Valdimarsson frá Skjaldartröð á Hellnum sögur frá æsku sinni þar suður frá. Líka segir hann frá skemmtilegum kynnum sínum við Ólafsvíkinga er hann réði sig á bát í Ólafsvík 1952. Sagt er í máli og myndum frá komu fjögurra glæsi- legra skipa til Snæfellsness á sl. ári. Þá er sjómannadögum í þeim bæjum á Snæfellsnesi sem héldu þá 2019 gerð góð skil með mörg- um og skemmtilegum myndum. Margt fleira er að sjá og sjón er sögu ríkari. Blaðið sem er 88 síður er brotið um í Steinprenti í Ólafsvík og rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Pétur Steinar jóhannsson. Blaðið verð- ur til sölu á Reykjavíkursvæð- inu í versluninni Gleraugna Pétri Garðatorgi 4a Garðabæ. -fréttatilkynning Fallegur fiskur úr Eskeyju sem landað var snemma í maí. Ljósm. mm. „Mikilvægt að bera virðingu fyrir sjónum“ Rætt við skipstjórann á Eskey ÓF Þráinn Þór Þórarinsson hefur verið á sjó í 35 ár. Þráinn er skipstjóri á Eskeyju ÓF sem gerir út frá Akranesi og Ólafsfirði. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.