Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 2020 49
Hreyfum okkur
- Geymum bílinn heima
Hver hringur er 1 km í þvermál!
10 mínútna kort
*Bæjarhringurinn er 7,2 kmÞú finnur okkur á Bíllausidagurinn á Akranesi
20. maí 2020
Hæ hæ!
Vissir þú að það tekur meðal einstakling 10 mínútur að
ganga 1 km og að dagleg hreyfing eykur vellíðan og
lífsgæði? Þegar við göngum eða hjólum nýtum við líka
ferðatímann til ókeypis heilsuræktar, spörum kostnað
vegna einkabílsins, drögum úr umferðarþunga og
stuðlum að heilnæmara andrúmslofti.
Flatlendi Akraness er líka frábært til göngu og hjólreiða
og svo stundum hittir maður líka einhvern skemmtilegan
á leiðinni!
Vildum bara segja þér hvað það er mikil snilld að geyma
bílinn heima!
Þitt bæjarfélag
Akraneskaupstaður
Skagamenn
Akranesi
Ísland©
Ása Katrín Bjarnadóttir, B.Sc Landslagsarkitektúr LbhÍ
Ábúendur í Sólbyrgi í Reykholts-
dal buðu upp á markaðsdag á hvíta-
sunnudaginn í gróðurhúsunum
og sölutjaldi sem slegið var upp af
þessu tilefni. Sjálf buðu þau plöntur
til sölu en fleiri söluaðilar úr héraði
bættust einnig í hópinn.
Að sögn Kristjönu jónsdóttur í
Sólbyrgi heppnaðist dagurinn vel
og komu um 300 gestir. „Hrafn-
hildur dóttir okkar útskrifaðist úr
Garðyrkjuskólanum á laugardag-
inn og hefur í vetur verið að leika
sér með allskyns ræktun. Mikið af
forræktuðu útigrænmeti og blóm-
um sem hún hefur verið að rækta
þurfti að selja og ákváðum við því
að bjóða fleiri aðilum sem við höf-
um svo oft unnið með að vera með
okkur þennan dag. Einnig seldum
við grænmeti frá nágrönnum okkar.
Þetta tókst vonum framar og ætlum
við að endurtaka leikinn og fá fleiri
til liðs við okkur á næsta markaði
sem verður í júlí,“ segir Kristjana.
mm/ Ljósm. Josefina Morell
„Horfur eru á því að á árinu 2020
hefji hátt í 200 manns meistaranám
við Háskólann á Bifröst. Í byrjun
árs hófu 32 nemendur meistaranám
við skólann og á sumarönn bættust
14 nemendur í hópinn. Miðað við
fjölda umsókna má reikna með að
130 – 150 nýir nemendur komi inn
á haustönn,“ segir í tilkynningu frá
skólanum.
„Það er virkilega ánægjulegt að
sjá áhuga fólks á náminu okkar.
Sumarskólinn hefur slegið í gegn
og umsóknir í meistaranám hafa
aldrei verið fleiri. nýnemum hef-
ur fjölgað undanfarin ár svo það
kemur okkur ekki á óvart að þróun-
in haldi áfram en ástandið í samfé-
laginu hefur væntanlega haft áhrif á
hversu mikil aukningin er að þessu
sinni,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
rektor Háskólans á Bifröst. „Fjölg-
un umsókna endurspeglar áhuga
fólks á því námsframboði sem við
höfum uppá að bjóða og sömuleið-
is kennslufyrirkomulagi skólans en
allt meistaranám er kennt í fjar-
námi þannig að við mætum þörfum
einstaklinga og þeir geta lært þegar
og þar sem þeim hentar,“ segir Vil-
hjálmur.
Enn eru þrjár vikur eftir af um-
sóknarfresti fyrir grunnnám við
Bifröst og hafa fleiri sótt um nám
í ár en á sama tíma í fyrra þannig
að það stefnir einnig í metaðsókn í
grunnnám við skólann á komandi
skólaári. mm
Markaðsdagur í Sólbyrgi
Metaðsókn í meistaranám
við Háskólann á Bifröst