Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 35 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn L a n d s f é l a g í v é l - o g m á l m t æ k n i S J Ó M A N N A D A G U R I N N 2 0 2 0 SJÓMENN, TIL HAMINGJU! V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a ó s k a r s j ó m ö n n u m o g f j ö l s k y l d u m þ e i r r a t i l h a m i n g j u m e ð d a g i n n w w w . v m . i s 20 ár,“ segir hann. Hafnarvörður var Hafsteinn til ársins 2010, en tók við starfi hafnarstjóra í ársbyrjun 2011. Sjórinn er þannig áfram hans ær og kýr, þó hann sé kominn í land og hann unir hag sínum vel á höfn- inni. „Þetta er skemmtilegt starf finnst mér, þó ég hafi í gegnum tíð- ina verið mikið einn hérna og þetta sé töluverð vinna, mikil yfirlega og viðvera. Síminn þagnar aldrei,“ segir hann, en hafði svo sem van- ist mikilli viðverðu frá tíma sínum á sjónum. „Heldur betur,“ segir hann og hlær við. „Ég var yfirleitt bara á togurum í lengri túrum. Oft al- veg mánaðartúrar og jafnvel aðeins lengur, þegar við vorum að veiða í Smugunni. Þeir gátu farið alveg upp í 40 daga. Það er helvíti langt,“ segir Hafsteinn, „og svo fór mað- ur kannski tvo í röð. Ég lenti í því eitt sumarið. Það sumar bara hvarf, ég missti alveg af því,“ segir hann og brosir. Mikil uppbygging hafnarinnar Á þeim tíma sem Hafsteinn hef- ur starfað við Grundarfjarðarhöfn hefur margt gerst. „Hún hefur eig- inlega gjörbreyst. Við byrjuðum á því 2002 að lengja stóru bryggj- una, norðurgarðinn, um hundr- að metra. Árið 2006 var farið í að búa til landið sem er undir öllum húsunum hérna á hafnarsvæðinu og árið eftir er farið í alla uppfyll- inguna hérna fyrir framan, til að bæta alla móttöku. Áður var fjaran bara hérna þar sem vigtin er núna,“ segir hann. „Síðan árið 2008 var gerð þessi litla bryggja, Miðgarð- ur. Hún leysti af hólmi pínulitla bryggju sem var þar sem flotbryggj- an er núna. Sú var bara barn síns tíma, lítil og mjó smábátabryggja sem var orðin ónýt,“ segir hann. „Síðan var auðvitað byggð upp al- veg ný aðstaða fyrir smábáta,“ bæt- ir Hafsteinn við. Og framkvæmd- um við höfnina er hvergi nærri lok- ið. „núna erum við í þessari feyki- lega miklu framkvæmd, að lengja norðurgarðinn um 130 metra með tíu metra dýpi. núna eiga svo til öll skip að geta lagst hér að bryggju. Í og með er þetta gert með skemmti- ferðaskip í huga, en auðvitað hugs- um við fyrst og fremst um að þjón- usta fiskiskipaflotann allan sem óskar eftir þjónustu hér. Það er al- gert frumskilyrði í svona löguðu að þjónustan sé góð,“ segir Hafsteinn. Þar telur hann að reynsla hans af skipstjórn hafi komið að góðum notum. „Ég held það sé nánast for- senda þess að taka að sér svona starf, að hafa verið til sjós. Maður þarf að vera með þetta aðeins í puttunum og þekkja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég ákvað allavega strax þegar ég byrjaði að þjónustan yrði byggð upp eins og ég vildi hafa hana sem skipstjóri,“ segir hann. „Hér eru til dæmis nokkuð marg- ir þjónustuaðilar sem sinna þess- um skipum sem landa hér. Við höf- um haft það þannig að skipstjór- inn þarf bara að hringja í eitt núm- er. Það er alveg sama hver af þess- um þjónustuaðilum það er, en hann þarf ekki að vera að eltast við alla. Sá sem fær símtalið sér bara um að láta hina vita. Það er mikill kostur,“ segir hann. Mokveiði en fá skemmtiferðaskip Hafsteinn segir ánægjulegt hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu Grundarfjarðarhafnar undanfarna áratugi og fylgst með höfninni vaxa og dafna. Vel hefur gengið í gegn- um tíðina og undanfarið hefur mikl- um afla verið landað, en hins vegar eru blikur á lofti varðandi komur skemmtiferðaskipta í sumar. „Það hefur verið mikil veiði upp á síð- kastið og þetta er orðinn langstærsti maímánuður sem ég man eftir. Við erum að verða komnir í 2.400 tonn í mánuðinum af botnfiski, það er það mesta sem ég man eftir í einum mánuði,“ segir Hafsteinn og bæt- ir því við að þegar vel veiðist gangi vel hjá höfninni. „Það náttúrulega gefur dálítið í kassann og auðveldar okkur reksturinn. núna horfum við fram á að skemmtiferðaskipin sem áttu að koma í sumar eru að hrynja af okkur. Til dæmis eru farin 60% af þeim tekjum sem gert hafði ver- ið ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna skemmtiferðaskipa á árinu 2020 og ekki útséð enn hvernig fer með hin 40 prósentin. Stærsta skipið sem átti að koma í ár er 102 þúsund tonn, 280 metra langt og með fjögur þús- und farþega,“ segir hafnarstjórinn, en telur þó að líklega sé aðeins um tímabundið ástand að ræða. „næsta ár lítur orðið verulega vel út. Búið er að bóka 52 komur og mikið til verða það stór skip,“ segir hann. Grundarfjarðarhöfn hefur ver- ið helsta skemmtiferðaskipahöfn landshlutans undanfarin ár, er sú höfn landshlutans sem tekur við flestum skipum og stærstum. „Mest höfum við tekið á móti 4300 far- þegum á einum degi, úr þremur skipum. Það er held ég það mesta sem við getum tekið á móti. Auð- vitað dreifast gestirnir um allt Snæ- fellsnesið en ég myndi segja að þegar við erum komin yfir fjög- ur þúsund manns þá sé það orðið í það mesta,“ segir hann, enda er það rúmlega fjórfaldur íbúafjöldi Grundarfjarðarbæjar. „Og þá á eftir að telja áhöfnina,“ bætir hann við. „Við megum ekki hugsa bara um magnið. Við verðum að gæta þess að sprengja ekki allt svo að fólkið sem ferðast með skipunum njóti þess örugglega að koma hingað til okkar,“ segir Hafsteinn Garðarsson að endingu. kgk Útlit er fyrir mun færri komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar nú í sumar en verið hefur undanfarin ár. Hins vegar er líklega aðeins um tímabundið ástand að ræða, þar sem næsta sumar lítur vel út og 52 komur hafa þegar verið bókaðar, að sögn hafnarstjórans. Ljósm. úr safni/ tfk. Hafsteinn hafnarstjóri tekur hér á móti Áskeli ÞH koma til hafnar á mánudaginn. Ljósm. tfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.