Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 33 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR .1 00 % RECYCLAB LE .1 00% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun. þá hugmynd að taka bátinn var í rauninni engin leið fyrir mig að af- þakka, því það eitt að eiga mögu- leika á tekjum á svona tímum eru forréttindi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fer á grásleppu, í stuttu máli sagt, fyrir peningana,“ segir Bragi hreinskilinn, sem fór fyrst á grásleppu 17 ára gamall með föður sínum, Sigurði Páli jónssyni, þing- manni Miðflokksins í norðvestur- kjördæmi. „Sautján ára fór ég fyrst með pabba og jóa frænda okkar á grá- sleppu. Ástæðan þá var sú sama og nú, að mig vantaði aur. Á sumrin, frá því ég var átta ára, hafði ég róið í sívaxandi mæli með pabba, alltaf á skaki eða línu, en þarna ákvað hann að prófa grásleppuna og mér var sjálfboðið með,“ bætir hann við. Mikil fyrirhöfn fyrir stutta vertíð „Pabbi er búinn að vera í allan vetur að gera klárt, fella net, föndra sam- an nýjar baujur, steypa í þær stór- glæsilegar sökkur og gera og græja. Mín rulla hefst núna fyrir nokkrum dögum þegar kom að því að ferja svo allar trossurnar niður í bát, og svo allar græjur, netaspil, borð og niðurleggjara, bolta þetta við bát- inn og tengja og sjá til þess að allt virkaði. Þannig að það er talsverð- ur undirbúningur, sérstaklega í ljósi þess að við megum bara veiða 15 tonn og það á 15 dögum,“ segir Bragi um undirbúninginn. Oftast hafa þeir feðgar verið tveir á Kára SH-78 en stundum hafa aðrir tekið tarnir og fengið að spreyta sig í sjómennskunni. Bragi segir stemninguna á sjónum mis- jafna og að markmiðið sé fyrst og fremst að vinna skilvirkt til að kom- ast í land sem fyrst. „2018 var ég með manni sem heitir Þórður, sem var með bátinn fyrir pabba á þeim tíma, og núna í ár fer ég með æsku- vini mínum Valdimar Albertssyni, en við höfum áður verið á sjó sam- an. Stemningin á bátnum gengur yfirleitt út á að spæna netunum eins hratt í gegnum hann og möguleiki er á, svo menn komist sem fyrst í land aftur. Vissulega er grínast og spjallað, en svoleiðis léttúð er samt alltaf asanum aftari.“ Ekkert sérstaklega gaman á grásleppu Bragi hefur ekkert sérstaklega gam- an af grásleppu en þykir aftur á móti mjög gaman að vera á sjó og segir þetta tvennt afar ólíkt. „Persónulega hef ég ekkert sérstaklega gaman af grásleppu. Ég hef mjög gaman af því að vera á sjó, og ég hef mjög gam- an af því að vera ekki skítblankur, og ef þú leggur þetta tvennt saman þá færðu út hversu gaman mér finnst á grásleppu. Þetta sumar ætlaði ég að vera að sigla með holduga Am- eríkana á milli íslenskra sjávarplássa, segja þeim þjóðlegar lygasögur og fá óhóflega greitt, en þess í stað þarf ég að haga segli eftir vindum, og þá er gott að geta gripið í allt sem er í boði. Ég er samt ekkert að kveinka mér, ég fæ að vinna hressandi líkam- lega vinnu á Breiðafirði, sem er fal- legasti staður á Íslandi, ef ekki víðar, með einum af mínum elstu vinum í vonandi góðu veðri, svo ég get alls ekki kvartað,“ segir Bragi sáttur með sínar aðstæður. Skrifar bækur Þegar Bragi er ekki á sjó er hann alla jafnan að sinna heimilishlutverk- um, skiptir um bleiur, þrífur, eld- ar mat og þvær þvott. Hann er bú- settur í Kópavogi ásamt konu sinni, Beggó, og börnunum þeirra tveim- ur. „Ef dauður tími gefst þá horfi ég á RuPaul’s Drag Race eða Survi- vor með Beggó. Öðru hverju skrifa ég svo bækur og reyni að sannfæra fólk um að það sé tímans virði að lesa þær,“ segir Bragi að lokum. glh Litli Bragi á gamla Kára SH-78. Ljósm. aðsend. 8 ára Bragi Páll nýkominn af haukalóðum. Ljósm. aðsend. Hent í eitursvala uppstillingu á sjónum. Ljósm. aðsend.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.