Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Page 33

Skessuhorn - 03.06.2020, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 33 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR .1 00 % RECYCLAB LE .1 00% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun. þá hugmynd að taka bátinn var í rauninni engin leið fyrir mig að af- þakka, því það eitt að eiga mögu- leika á tekjum á svona tímum eru forréttindi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fer á grásleppu, í stuttu máli sagt, fyrir peningana,“ segir Bragi hreinskilinn, sem fór fyrst á grásleppu 17 ára gamall með föður sínum, Sigurði Páli jónssyni, þing- manni Miðflokksins í norðvestur- kjördæmi. „Sautján ára fór ég fyrst með pabba og jóa frænda okkar á grá- sleppu. Ástæðan þá var sú sama og nú, að mig vantaði aur. Á sumrin, frá því ég var átta ára, hafði ég róið í sívaxandi mæli með pabba, alltaf á skaki eða línu, en þarna ákvað hann að prófa grásleppuna og mér var sjálfboðið með,“ bætir hann við. Mikil fyrirhöfn fyrir stutta vertíð „Pabbi er búinn að vera í allan vetur að gera klárt, fella net, föndra sam- an nýjar baujur, steypa í þær stór- glæsilegar sökkur og gera og græja. Mín rulla hefst núna fyrir nokkrum dögum þegar kom að því að ferja svo allar trossurnar niður í bát, og svo allar græjur, netaspil, borð og niðurleggjara, bolta þetta við bát- inn og tengja og sjá til þess að allt virkaði. Þannig að það er talsverð- ur undirbúningur, sérstaklega í ljósi þess að við megum bara veiða 15 tonn og það á 15 dögum,“ segir Bragi um undirbúninginn. Oftast hafa þeir feðgar verið tveir á Kára SH-78 en stundum hafa aðrir tekið tarnir og fengið að spreyta sig í sjómennskunni. Bragi segir stemninguna á sjónum mis- jafna og að markmiðið sé fyrst og fremst að vinna skilvirkt til að kom- ast í land sem fyrst. „2018 var ég með manni sem heitir Þórður, sem var með bátinn fyrir pabba á þeim tíma, og núna í ár fer ég með æsku- vini mínum Valdimar Albertssyni, en við höfum áður verið á sjó sam- an. Stemningin á bátnum gengur yfirleitt út á að spæna netunum eins hratt í gegnum hann og möguleiki er á, svo menn komist sem fyrst í land aftur. Vissulega er grínast og spjallað, en svoleiðis léttúð er samt alltaf asanum aftari.“ Ekkert sérstaklega gaman á grásleppu Bragi hefur ekkert sérstaklega gam- an af grásleppu en þykir aftur á móti mjög gaman að vera á sjó og segir þetta tvennt afar ólíkt. „Persónulega hef ég ekkert sérstaklega gaman af grásleppu. Ég hef mjög gaman af því að vera á sjó, og ég hef mjög gam- an af því að vera ekki skítblankur, og ef þú leggur þetta tvennt saman þá færðu út hversu gaman mér finnst á grásleppu. Þetta sumar ætlaði ég að vera að sigla með holduga Am- eríkana á milli íslenskra sjávarplássa, segja þeim þjóðlegar lygasögur og fá óhóflega greitt, en þess í stað þarf ég að haga segli eftir vindum, og þá er gott að geta gripið í allt sem er í boði. Ég er samt ekkert að kveinka mér, ég fæ að vinna hressandi líkam- lega vinnu á Breiðafirði, sem er fal- legasti staður á Íslandi, ef ekki víðar, með einum af mínum elstu vinum í vonandi góðu veðri, svo ég get alls ekki kvartað,“ segir Bragi sáttur með sínar aðstæður. Skrifar bækur Þegar Bragi er ekki á sjó er hann alla jafnan að sinna heimilishlutverk- um, skiptir um bleiur, þrífur, eld- ar mat og þvær þvott. Hann er bú- settur í Kópavogi ásamt konu sinni, Beggó, og börnunum þeirra tveim- ur. „Ef dauður tími gefst þá horfi ég á RuPaul’s Drag Race eða Survi- vor með Beggó. Öðru hverju skrifa ég svo bækur og reyni að sannfæra fólk um að það sé tímans virði að lesa þær,“ segir Bragi að lokum. glh Litli Bragi á gamla Kára SH-78. Ljósm. aðsend. 8 ára Bragi Páll nýkominn af haukalóðum. Ljósm. aðsend. Hent í eitursvala uppstillingu á sjónum. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.