Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201940
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
johannes Simonsen er hálfsextug-
ur Færeyingur sem í áratugi hefur
verið búsettur á Akranesi. Hann er
fæddur í Þórshöfn í Færeyjum 1965
og ólst þar upp. johannes segir að
uppeldið hafi einkennst af frjáls-
ræði og sterkri tengingu við náttúru
eyjanna, ekki ósvipað og hjá strák-
um á hans aldri sem á sama tíma
voru að alast upp í sjávarútvegs-
bænum Akranesi. „Við krakkarn-
ir vorum að leika okkur í fjörunni
og á bryggjunni og svo var laumast
í fuglabjörgin. Í rauninni vorum við
að læra að verða sjálfstæðir, þetta
frjálsræði mótaði okkur og efldi
frumkvæði einstaklingsins, eitthvað
sem í mínum huga er nauðsyn-
legt öllum sem vilja spjara sig í líf-
inu. nú þegar ég hætti launavinnu
hjá öðrum atvinnurekanda var
fyrsta vers hjá mér að kaupa stærri
trillu og hefja útgerð. Það var allt-
af draumur minn, allt frá því ég var
polli,“ segir hann í upphafi samtals
við blaðamann.
Strax og tognaði úr stráknum úti
í Færeyjum var johannes farinn að
vinna fyrir sér. Byrjaði ungur á sjó,
eins og raunin er með marga Fær-
eyinga, en kláraði menntaskóla-
nám í Þórshöfn. Eftir það lá leiðin
hingað til Íslands þar sem johann-
es kynntist verðandi eiginkonu
sinni Þórdísi Skúladóttur frá Akra-
nesi. Þau eiga þrjú börn en Þórdís
átti einn son fyrir. Eftir flutning á
Akranes vann johannes fyrst við
smíðar með tengdaföður sínum og
mági. Eftir það lá leiðin aftur á sjó-
inn, fyrst á togurum frá Akranesi en
síðan á frystitogara frá Skagaströnd
og þar bjó fjölskyldan um tíma.
Þegar johannes var kominn yfir
þrítugt söðlaði hann svo algjörlega
um. Hélt í verkfræðinám til Dan-
merkur. Eftir fjögurra ára nám fékk
hann vinnu hjá Skaganum sem þá
var hratt að vaxa upp sem lausna-
miðað framleiðslufyrirtæki á fisk-
vinnslutækjum. Reynslan johann-
esar af sjónum og verkfræðinámið
nýttust honum og ekki síður Skag-
anum vel við þróun hátækni fisk-
vinnslubúnaðar. Allir þekkja ævin-
týralegan vöxt og velgengni fyrir-
tækisins. Hjá Skaganum 3X starfaði
johannes samfleytt fram til 2019.
„Þegar ég missti vinnuna stóð ég
á tímamótum. nærtækast var að
sækja aftur á sjóinn, til þess lífs sem
ég þekkti kannski einna best til og
líkar auk þess best við. Ég hafði alla
tíð haft gaman að fiskveiðum, átti
opinn bát hér á Akranesi og hef haft
unun af því að róa til fiskjar, nú eða
stunda silungsveiðar upp til lands-
ins. nú hef ég ásamt Marinó Frey
syni mínum keypt stærri bát, Guð-
mund Þór AK-99, og gerum við út
ýmist héðan frá Akranesi eða frá
öðrum höfnum á suðvesturhorninu
þar sem besta fiskinn er að fá hverju
sinni.“ johannes er formaður Smá-
bátafélagsins Sæljóns og brennur
fyrir að útgerð smábáta við Íslands-
strendur geti eflst og dafnað. Rætt
er við hann um stöðu smábátaút-
gerðar, hugsanlega kvótasetningu
í grásleppu og framtíð fiskveiða á
smærri bátum.
Mæst á miðri leið
Þegar johannes missti vinnuna á
síðasta ári ákvað hann að fara á sjó.
Hann hafði átt lítinn bát, Glódísi
AK, en ákvað að fá sér meira sjó-
skip og byrja að gera út án þess að
eiga kvóta. „Ég kom mér í sam-
band við útgerðarmann á Breið-
dalsvík sem vildi selja bát sinn
Guðmund Þór, 12 brúttótonna
bát. Þessi bátur hafði upphaflega
verið á snurvoð en var lengdur og
breytt mikið árið 2015. „Þetta er
mjög góður sjóbátur. Við feðgar
höfum verið að leigja kvóta í vet-
ur en verðum svo á strandveið-
um í sumar. Það er útgerðarfélag-
ið Arnarholt sem við feðgar höf-
um um reksturinn. Seljandi Guð-
mundar Þórs vildi taka Glódísina
uppí. Þegar við vorum búnir að
koma okkur saman um verð fyrir
báða bátana sigldum við af stað og
ákváðum að mætast á miðri leið í
stað þess að keyra með þá landleið-
ina. Þetta voru þannig lagað mjög
óvenjuleg viðskipti sem byggðust á
trausti sem sjaldgæft er í viðskipt-
um nú til taks. Bátaskiptin áttu sér
einfaldlega stað úti á rúmsjó utan
við Höfn í Hornafirði. Við bund-
um bátana saman og hann kenndi
mér á helstu siglingatækin og svo
hélt hvor í sína áttina. Við vor-
um ekki búnir að ganga frá kaup-
samningi en í kjölfarið fylgdi mikil
vinna við afléttingu veða og papp-
írsþátturinn allur sem er ótrúlega
seinlegur. Þremur mánuðum síð-
ar var sú vinna afstaðin og skrifað
undir afsal.“
75% í leiguverð
fyrir kvótann
Frá því um áramót hafa þeir jo-
hannes og Marinó Freyr verið
á veiðum, ýmist frá Akranesi en
gerðu um tíma út frá Vestmanna-
eyjum og héldu þá til í bátnum. Við
gerðum rétt í því að fara til Eyja,
þar var botnlaust fiskerí um tíma
í vor.“ Svo snéru þeir feðgar til
strandveiða þegar leið á maí. „Við
eigum ekki kvóta og höfum því ver-
ið að leigja kvóta á markaði í vetur.
En umsvif okkar sem stundum slík-
ar veiðar eru ekki eðlileg, geta ekki
orðið það ef mið er tekið af leigu-
verði fyrir kvóta.“ jóhannes sýnir
blaðamanni útprentun af uppgjöri
frá Reiknistofu fiskmarkaða frá
því 19. mars síðastliðinn um veið-
ar Guðmundar Þórs AK og uppgjör
vikuna áður. Brúttó afli þorsks var
þá vikuna 11,2 tonn á bátnum og
meðalverðið 280 krónur. Veltan var
því 3.151 þúsund krónur. Kostnað-
urinn var svo þessi: Leiguverð fyr-
ir kvótann var 2.370 þúsund krón-
ur, aflagjöld í Akraneshöfn tæpar
50 þúsund krónur, fiskmarkaður-
inn fékk 124 þúsund krónur fyr-
ir að selja fiskinn, auðlindagjald
var 112 þúsund krónur auk annars
kostnaðar. Brúttó höfðu þeir feðg-
ar 404 þúsund krónur eftir til að
greiða sér laun og greiða af bátnum
sínum. nákvæmlega 75% af heild-
ar aflaverðmæti þessarar viku rann
því beint til handhafa kvótans sem
veitt var út á.
„Staðreyndin er sú að hvert tonn
í veiðiheimildum kostar á þriðju
milljón króna ef þú kaupir. Til að
geta til dæmis átt tíu tonna kvóta
þarftu að fjárfesta fyrir 25-30 millj-
ónir. Ríkið er því ekki að innheimta
nema einn tuttugasta í auðlindagjald
af því sem við erum að borga fyrir að
fá að veiða fiskinn. Auðlindagjaldið
er því smáaurar í samanburði við
það sem handhafar kvótans eru að
fá. Þarna liggur vandi okkar smá-
bátakarlanna í hnotskurn. nýlið-
un er því nánast útilokuð og sam-
þjöppun hefur aukist.“ johannes
segir að veiðar út á leigukvóta hafi
verið nær vonlausar um tíma í vet-
ur þar sem fiskverð hríðféll í kjölfar
þess að markaðir ytra lokuðust út af
Covid-19. „Ráðherra ákvað nýlega
að leyfa mönnum að geyma 25%
af afla þessa fiskveiðiárs í sjónum.
Því hættu margir veiðum og ákváðu
að geyma fjórðung kvótans fram á
næsta fiskveiðiár. Við það hækkaði
verðið á markaði og fékk ég til að
mynda 420 krónur fyrir kílóið af
stórum þorski sem ég landaði síð-
astliðinn fimmtudag.“
Þrjár stoðir
smábátaútgerðar
En við færum nú talið að stöðu
smábátaútgerðar, enda er johann-
es formaður Sæljóns, smábátafélags
Akraness. Hann brennur fyrir hags-
munum síns félags. „Í dag byggir
kerfið í kringum smábátaútgerð og
nýliðun í greininni á þremur meg-
instoðum. Það er byggðakvóti, grá-
sleppuveiðar og strandveiðar. Aðra
möguleika eiga menn ekki til að
hefja útgerð, eigi þeir ekki sjálfir
kvóta. Í raun má því segja að smá-
bátaútgerð sé blómlegust á þeim
Johannes Simonsen er formaður smábátafélagsins Sæljóns á Akranesi:
„Framtíð smábátaútgerðar byggir á
þremur megin stoðum“
Johannes Simonsen.
Johannes Simonsen undir stýri á báti sínum Guðmundi Þór AK-99.
Í sjóstangaveiðiferð utan við Akranes á litla opna bátnum sem hann átti áður. Ljósm HB