Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201916 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Heillaóskir, sjómenn ! Snæfellsbær óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Mynd: Ólafur Bjarnason SH-137 landar við Ólafsvíkurhöfn í kvöldsólinni 2. september með átta tonna afla. Hafsteinn Viðarsson og unnusta hans Katrín Eva Hafsteinsdótt- ir, eru ungt par sem er að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Haf- steinn útskrifaðist sem vélfræð- ingur í vetur og er einnig með 24 metra skipstjórnarréttindi. Katrín Eva er lærður rafeindafræðingur. Hafsteinn hefur nýlega keypt sér handfærabát sem ber nafnið Guð- rún jakobs SH 88, en hann er vél- stjóri á línubátnum Kristni SH og ætlar að nota sumarfríð sitt til þess að róa á strandveiðum. „Ég er sjálf- ur búinn að fara fjóra róðra og frúin hefur verið með í þeim öllum. Við höfum aflað ágætlega í þessum túr- um. Afi minn Hafsteinn Björnsson hefur róið þess á milli fyrir mig,“ segir Hafsteinn og kveðst hlakka mikið til þess að stunda strandveið- ar í sumar, þegar hann fær loks sitt langþráða sumarfrí. Hafsteinn segir að hann hafi allt- af langað til að eignast bát sjálfur og fór svo að skoða sig um þegar hann var búinn með skólann í vetur. „Ég fann þennan bát. Pabbi minn og afi eiga einnig bát sem ég hef stundum farið með í róðra á svo það er stutt að sækja áhugann á sjómennsku.“ Hann segir að það hafi verið sjokk þegar fiskverðið hrundi. „Ég hafði reiknað allt samviskusamlega út og svo kom þessi lækkun á fiskverði svo ég varð að endurreikna dæm- ið frá grunni. En ég vona að sjálf- sögðu eins og aðrir sjómenn að fiskverð hækki að nýju. Ég er sáttur við þetta kerfi en það væri betra að fá að róa á sunnudögum líka.“ Katrín Eva er frá Stykkishólmi en nýflutt á Hellisand. Hún hefur komið sér upp aðstöðu í Bátahöll- inni á Hellissandi. „Ég er svo til ný- byrjuð í þessu starfi,“ segir Katrín Eva en hún gerir við DnG hand- færarúllur og einnig rauðu sænsku handfærarúllunar. „Það hefur ekki verið viðgerðaþjónusta fyrir þær rúllur allavega hér í Snæfellsæ og sjómenn þurft að senda sænsku rúllurnar í viðgerð til Reykjavíkur. Annars tek ég að mér viðgerðir á öllu sem viðkemur rafmagnstækj- um, geri t.d. við ryksugur og önnur heimilistæki,“ segir hún. af Hér eru svo Hafsteinar tveir sextán árum síðar. Ungt fólk á uppleið í Snæfellsbæ Á strandveiðum og gera við handfærarúllur Hafsteinn og Katrín Eva við bát þeirra Guðrúnu Jakobs SH. Hafsteinn Viðarsson og afi hans Hafsteinn Björnsson. Myndin var tekin 10. ágúst 2004 þegar Hafsteinn yngri var 6 ára á sjó með afa sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.