Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 26

Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201926 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Ágúst jónsson á bátinn jón Beck SH-289 og gerir út á strandveiðum frá Grundarfirði. Gústi jóns, eins og hann er iðulega kallaður, er raf- virki að mennt og er það hans aðal- starf. Hann byrjaði ungur á sjó, var aðeins 18 ára þegar hann hóf sjó- mannsferilinn. „Ég fór fyrst á sjóinn árið 1978 er ég réði mig á Fanneyju SH-24 sem var á netum frá Grundarfirði. Þar fékk maður smjörþefinn af þessu og líkaði vel,“ segir Gústi. Síðan lá leiðin á Haffara SH-275 þar sem örlögin gripu í taumana. „Ég lenti í slysi þarna um borð en það var í eitt skiptið þegar við vorum að láta trossuna fara að ég kipptist með henni og út í sjó,“ rifj- ar Gústi upp. „Þeir náðu að snúa bátnum og kippa mér upp en ég var í nokkrar mínútur í sjónum og var sannast sagna hætt kominn,“ bæt- ir hann við. Þetta var árið 1980 og þarna breyttist viðhorfið til sjó- mennskunnar. „Eftir þetta hét ég því að fara aldrei á sjó aftur og taldi mínum sjómannsferli lokið,“ segir hann. Gústi fór því í nám og lærði rafvirkjun og fór að vinna í landi við iðn sína. Eitthvað virtist sjórinn þó heilla því níu árum eftir slysið, eða árið 1989, var rólegt að gera í rafmagn- inu og því leitaði Gústi á sjóinn aft- ur. „Ég réði mig í hálft ár á Runólf SH-135 hjá Runólfi Guðmunds- syni skipstjóra,“ rifjar Gústi upp. „Þó að ég hafi ráðið mig í hálft ár þá varð þetta hálfa ár að fimmtán árum en þá hafði ég verið á Runólfi þangað til hann var seldur, var að- eins á Helga SH og svo á Hring SH þegar ég fór í land aftur árið 2004,“ bætir hann við. Á milli þess að vera á sjó og grípa í rafvirkjun þegar færi gafst fór Gústi líka á skak á sumrin. „Ég fór á skak fyrir hina og þessa ef þá vantaði einhvern til að róa fyrir sig. Það er veiðiskapur sem mér líkaði afskaplega vel. Maður varð hálf þunglyndur á vorin að komast ekki á skak eftir að ég fór í land.“ Þeg- ar strandveiðarnar hófust fór hug- urinn að leita aftur út á sjó enda skemmtileg stemning sem myndað- ist. „Ég keypti mér bát í desember 2012 og fór svo á strandveiðarnar sumarið 2013. Ég skýrði bátinn jón Beck SH í höfuðið á föður mínum heitnum og hef fiskað ágætlega.“ útgerðin hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Það hefur allt bilað í bátnum sem getur bilað,“ segir Gústi. „Ég hef verið í allskyns brasi og bilanaveseni í gegnum árin en núna virðist þetta vera farið að ganga betur. Í fyrrasumar þurfti ég að láta hífa bátinn fimm sinnum upp á bryggju til viðgerða. Ég fisk- aði samt vel og var það besta sum- arið mitt síðan ég byrjaði á strand- veiðunum. Þetta sumar byrjar ágætlega og ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið,“ segir Gústi á kajan- um við bát sinn. Hann vill fara að komast heim í bað eftir langan dag á veiðum. tfk nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýver- ið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Ein- ar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. kross- fiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans sem meðafli. Flestum þótti þetta afar áhugavert og stóðust ekki freist- inguna að pota í slímugt yfirborðið á sumum furðufiskunum. Aðrir létu sér nægja að skoða úr fjarlægð og sumir tóku fyrir nefið svo að örugglega engin fiskifýla kæmist þar í gegn. glh Körin þrifin og báturinn græjaður fyrir næsta túr. Þrátt fyrir óhapp á sjó leitaði hugurinn sífellt þangað Ágúst Jónsson við bátinn sinn Jón Beck SH-289. Verið að landa upp úr bátnum. Rottufiskur. Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska Einar sýnir hér nemendum rækju. Einar heldur hér á lúsífer, djúpsjávarfiski með lítið vasaljós fast við sig. Sumum nemendunum þótti lyktin um of. Undur undirdjúpanna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.