Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 23. árg. 28. október 2020 - kr. 950 í lausasölu Fyrirmyndar- fyrirtæki Á hverju ári tekur Creditinfo saman lista yfir rekstur íslenskra fyrirtækja. Framúrskarandi fyrirtæki eru þau sem hafa sýnt fram á góðan og stöðugan árangur í rekstri. Í ár eru 842 fyrirtæki verðlaunuð á landsvísu, en það er um 2% af fyrirtækjum landsins. Á Vesturlandi voru þessi fyrirtæki 37 að þessu sinni. Efst á Vestur- landi raðast Vignir G. Jónsson ehf. á Akranesi en eitt fyrirtæki í landshlutanum hefur komist á listann öll þau ellefu ár sem úttekt Creditinfo hefur farið fram. Það er Bjarmar ehf. Með- fylgjandi mynd er af bræðrunum Bjarka og Ingimar Magnússonum, sem eiga og reka Bjarmar. Nánar er fjallað um fyrirmyndarfyrir- tækin í Skessuhorni í dag. Faxabraut mulin niður Framkvæmdir við nýjan grjótvarnargarð og uppbyggingu Faxabrautar á Akranesi eru nú hafnar af krafti. Borgarverk ehf. er verktaki við framkvæmdirnar. Umferð er nú beint um nýjan bráðabirgðaveg en gangandi og hjólandi verða að nýta aðrar hjáleiðir. Um liðna helgi var byrj- að að taka upp steypuna í götunni og efnið mal- að í hæfilega grjótstærð. Það verður svo notað í uppfyllingu í nýjum og öflugri sjóvarnargarð sem byrjað er að hlaða upp. Þegar framkvæmd- um lýkur verður gatan um tveimur metrum hærri en hún er nú. Að sögn Óskars Sigvalda- sonar framkvæmdastjóra Borgarverks eru áætl- uð verklok síðla næsta sumar. Brákarhlíð í fimmtíu ár Með Skessuhorni í dag fylgir 28 síðna sérblað um Brákarhlíð, hjúkr- unar- og dvalarheimili í Borgarnesi. Í byrjun næsta árs verða fimmtíu ár liðin frá vígslu heim- ilisins. Sagan er rifjuð upp, rætt við starfsfólk fyrr og nú, íbúa og að- standendur. Auk hefð- bundinnar dreifingar á Skessuhorni er blaðið sent inn á öll heimili á starfssvæði Brákarhlíðar. Tilboð gildir út október 2020 Family special 4.495 kr. Vökudagar á Akranesi 29. október - 8. nóvember Upplýsingar um dagskrána á www.skagalif.is Með því að bóka tíma losnar þú við biðina í útibúinu, hvort sem erindið snýst um ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þú byrjar á að fara á arionbanki.is/bokafund og panta símtal. Við hringjum svo í þig og �innum tíma sem hentar. Markmiðið er alltaf að bankaþjónustan sé eins þægileg og hægt er. arionbanki.is Bókaðu þægilegri bankaþjónustu Nú hefur veturinn tekið við af haustinu og umhverfið farið að sýna þess merki. Laufin eru að mestu fallin af trjánum og annar gróður að sölna. Margar fjölskyldur nýta kyrra haustdaga til myndatöku þegar náttúran skartar fjölbreyttum litum. Þar á meðal fór Írena Líf Atladóttir í myndatöku í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á dögunum. Skemmti hún sér konunglega eins og sjá má. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.