Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 35
 21 Á tólf ára tímabili frá 2006 til 2018 var Magnús B Jóns-son, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, formaður stjórnar Brákarhlíðar. Hann var því í for- svari fyrir starfsemina á einu mesta uppbyggingartímabili í sögu heim- ilisins. Ný stjórn tók við sum- arið 2006, skipti með sér verk- um; stjórn sem að meirihluta var óbreytt næstu tólf árin og skilaði af sér góðu verki. „Þegar við tókum við voru það mörg og stór verkefni sem biðu nýrrar stjórnar, bæði gömul og ný. Haldið var áfram vinnu fráfarandi stjórnar sem fólst í að þoka áfram húsnæðismálum dvalarheimilisins, fjölga hjúkrunarrýmum og endurbótum á þáverandi húsnæði. Lítið þokaðist í því máli í fyrstu og engar fjárveitingar voru til okkar í sjónmáli,“ rifjar Magnús upp. „Þrátt fyrir þetta var ákveðið að berjast áfram enda þörfin brýn, leita annarra leiða, ýtt var á ríkisvaldið og beðið þess að það rumskaði. Sparisjóður Mýrasýslu var tilbúinn að koma að stækkun heimilsins og sömuleiðis sveitarfélögin sem standa að því. Ákveðið var að hefja hönnunarvinnu við byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og endurbóta á eldra húsnæði síðsumars 2007. Gert var samkomulag við Einar Ingimarsson arkitekt og VSÓ - verkfræðistofu um alla hönnun. Nú kom byggingasjóður heimilisins í góðar þarfir en enga utaðkomandi fyrirgreiðslu þurfti til þess að fjármagna hönnunarvinnuna í upphafi,“ rifjar Magnús upp. Áformin metnaðarfull Magnús segir að á þessum tíma hafi mikið verið rætt um samþættingu öldrunarþjónustu og hafði dvalarheimilið frumkvæði af að koma af stað stefnumótunarvinnu um málefni aldraðra á starfssvæðinu. „Í þeirri vinnu kom skýrt fram að skortur var á þjónustuíbúðum fyrir aldraða og í því skyni létum við hanna nokkrar tillögur að íbúðablokk á lóðinni við Borgarbraut 63 og leita samstarfsaðila til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Ekkert varð af þessum áformum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Á árinu 2007 var Björn Bjarki Þorsteinsson svo ráðinn nýr framkvæmdastjóri og kom til starfa í vikunni fyrir bankahrun, 1. október. Nýbygging við dvalarheimilið og endurbætur hins eldra húsnæði var nú megin viðfangsefni stjórnar. Hönnunarvinnu miðaði vel og byggingarnefndarteikningar tilbúnar á fyrri hluta árs 2008. Áformin voru metnaðarfull og í anda stefnumótunar um framtíðar hlutverk Brákarhlíðar í öldrunarþjónustu héraðins. Auk hjúkrunarálmu var gert ráð fyrir samkomusal og tómstundaðstöðu fyrir utanaðkomandi auk heimilsmanna. En þá kom hrunið og öll áformin urðu strax í uppnámi. Nú þurfti nýja nálgun. Þar kom sér vel að ráðherra málaflokksins sagði engan bilbug á þeirri ætlan sinni að fjölga hjúkrunarrýmum þrátt fyrir stöðuna,“ rifjar Magnús upp, en ráðherrann sem um ræðir var Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Reistum burst Magnús rifjar upp að á þessum tímapunkti hafi skotið upp kollinum svokölluð leiguleið og enn kom því upp ný staða. „Þegar nánari útfærsla hinnar svokölluðu leiguleiðar lá fyrir skyldi einungis samið við sveitarfélög, en ekki sjálfseignarstofnanir. Varð því að gera sérstakt samkomulag við aðildarsveitarfélög að dvalarheimilinu um hvernig aðkoma okkar í stjórn heimilisins yrði að framkvæmdunum. Þann 25. maí 2010 voru svo undirritaðir samningar á milli félagsmálaráðuneytis og Borgarbyggðar um verkefnið og jafnframt samningur milli heimilisins og aðildarsveitarfélaganna þriggja um að framkvæmdirnar yrðu á forræði dvalarheimilisins. Stjórnin ákvað í kjölfarið að efna til lokaðrar verðkönnunar á heimamarkaði og tveir aðilar skiluðu verðtilboðum. Við fengum athugasemdir og „vinsamlegar“ ábendingar að þetta væri ekki samkvæmt reglum. Við reistum burst og sögðumst í fullum rétti enda sambærileg dæmi tiltæk. Varð ekki af frekara skaki,“ rifjar Magnús upp. Farið af stað eftir hrun Í framhaldi af verðkönnun á heimamarkaði var samið við Byggingafélagið Borgfirðing ehf. um stækkun Brákarhlíðar. Fyrirtækið var stofnað sérstaklega um verkefnið af verktökum í héraði. Samningar við verktakana voru undirritaðir 26. ágúst 2010 og fyrsta skóflustunga tekin sama dag. Það voru þau Herdís Guðmundsdóttir frá Hóli í Norðurárdal og Þórður Kristjánsson frá Hreðavatni sem sáu um það verk. Verklok voru áætluð á miðju sumri 2012. Nú voru tímamót og mikill léttir að komast af stað með framkvæmdir. Þær gengu áfallalaust, að undanskildum nokkrum töfum í upphafi, en verkinu miðaði samkvæmt áætlun bæði hvað varðaði tíma og kostnað. Samskipti við verktaka gengu vel í alla staði. Það var svo 14. júlí árið 2012 sem við fengum hjúkrunarálmuna formlega afhenta, fullbúna og fyrir það verð sem í upphafi var ætlað.“ Eldra húsnæði lagfært Þegar nýbygging við Brákarhlíð var fullbúin og tekin í notkun hófust endurbætur á eldra húsnæði strax á árinu 2012. „Samið var að nýju við Byggingafélagið Borgfirðing um þá framkvæmd einnig og var fyrri áfanga verksins skilað í júní 2013. Verktakinn afhenti okkur húsnæðið til notkunar 17. júní 2014. Þá voru eftir nokkrar innansleikjur innanhúss og verkþættir utanhúss. Lokaskýrsla vegna endurbótanna var svo gefin út í júní 2015. Þar með lauk nærri fimm ára samfelldu uppbyggingartímabili í Brákarhlíð sem skapað hefur heimilisfólki og starfsfólki heimilisins gjörbreytt umhverfi í alla staði. Endurbætur eldra húsnæðisins reyndust mjög flókið og erfitt verkefni og oft var um að litast eins og á vígvelli á framkvæmdasvæðinu. Í þessum aðstæðum var starfsfólki ætlað að starfa, heimilisfólki að una og verktökunum að sinna sínum verkum. Aldrei heyrðust þó úrtölu- eða óánægjuraddir. Í mestri eldlínu stóðu þó framkvæmdastjóri okkar sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni frá fyrstu stundu og byggingastjórinn Aðalsteinn Kristjánsson sem unnið hafði það vandasama verk að stýra erfiðu og flóknu verki og leitt það með sinni styrku hendi allan ferilinn að því lokamarki sem nú er raunin.“ Magnús segir að framkvæmdir við endurbætur heimilisins hafi verið fjármagnaðar með eigin fé úr byggingarsjóði heimilisins, framlagi frá Framkvæmdasjóði aldraðra, lánsfé og sölu eigna. „Þegar ákveðið var að hefjast handa um endurbætur á húsnæði dvalarheimilisins var ljóst að flytja þyrfti heimilisfólk og til þess að tryggja húsrými voru keyptar þrjár eignir við Ánahlíð. Þær eignir voru svo seldar þegar framkvæmdum var lokið. Stækkað um 60% á starfstímanum Fyrrum formaður stjórnar rifjar það upp að rekstur Brákarhlíðar hafi allt hans tímabil í stjórn verið frekar þungur og hafi þar margt komið til. „Framkvæmdaárin sköpuðu ekki skilyrði til hagræðingar og voru í mörgu útlátasöm. Eftir að framkvæmdunum lauk og nýtt húsnæði var komið í fulla notkun voru gerðar margvíslegar breytingar til að efla og styrkja reksturinn. Allar greiningar sýna að vandi okkar er fyrst og fremst tekjuvandi sem skýrist af því að ríkið sinnir ekki þeirri grunnskyldu sinni að veita nægjanlegu fjármagni til málaflokksins til samræmis við þær kröfur sem það leggur á rekstaraðilana. Brákarhlíð er mjög vel í stakk búin til þess að auka umsvifin í starfsemi sinni sem myndi bæta þjónustu við þurfandi hóp fólks. Við getum með litlum tilkostnaði fjölgað hjúkrunarrýmum. Þessir möguleikar hafa ítrekað verið tíundaðir fyrir ráðamönnum en, enn sem komið er, lítil sem engin viðbrögð fengið. Nokkuð hefur þó áunnist því nú eru hér 35 hjúkrunarrými, 17 dvalarrými og fimm dagdvalarrými. Þá hefur Landsspítalinn nýtt þjónustu okkar hins vegna svokallaðs „fráflæðivanda“ og eru heimildir fyrir að taka á móti tveimur einstaklingum. Þegar uppbyggingin á nýju hjúkrunarálmunni hófst voru hér aðeins 22 hjúkrunarrými og hefur þeim því fjölgað á uppbyggingartímanum um tæp 60 prósent,“ rifjar Magnús B Jónsson upp að endingu. mm Fimm ára samfellt uppbyggingartímabil Magnús B Jónsson var formaður stjórnar Brákarhlíðar í tólf ár Í maí 2010 var í Borgarnesi skrifað undir samninga vegna fyrirhugaðrar bygging- ar 32 hjúkrunarrýma. Á myndinni eru ráðherra, stjórn DAB, sveitarstjóri og fram- kvæmdastjóri DAB. F.v. Páll S. Brynjarsson, Guðsteinn Einarsson, Sæunn Oddsdótt- ir, Jón G Guðbjörnsson, Þór Þorsteinsson, Magnús B Jónsson, Árni Páll Árnason og Björn Bjarki Þorsteinsson. Fyrstu skóflustungu að stækkun heimilisins tóku þau Herdís Guðmundsdóttir frá Hóli í Norðurárdal og Þórður Kristjánsson frá Hreðavatni í ágúst 2010. Herdís var rétt tæplega tíræð að aldri og Þórður tæplega níræður. Þeim til aðstoðar við stunguna var svo Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Íbúar í Brákarhlíð, starfsfólk og gestir njóta góða veðursins og bíða hér eftir að fyrsta skóflustungan væri tekin að stækkun heimilisins síðsumars 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.