Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202014
Einungis um 2% íslenskra fyrir-
tækja eru á listanum yfir Framúr-
skarandi fyrirtæki 2020 og á þess-
um ellefu árum hafa einungis 63
fyrirtæki setið á listanum frá upp-
hafi. Athygli vekur að aðeins eitt
fyrirtæki á Vesturlandi hefur ratað á
listann öll ellefu árin en það er fyr-
irtækið Bjarmar ehf á Akranesi.
Bjarmar er alhliða þjónustu-
fyrirtæki í jarðvinnu en sinnir auk
þess flutningum og kranaþjónustu á
Akranesi og í nágrenni. Fyrirtækið
er í eigu bræðranna Bjarka og In-
gimars Magnússona frá Kjalardal í
Hvalfjarðarsveit. Bræðurnir hófu
rekstur fyrirtækisins árið 1989 sam-
hliða annarri vinnu og á fyrirtækið
því í raun 31 árs starfsafmæli á þessu
ári. Árið 1996 stofnuðu þeir bræður
síðan formlega fyrirtækið Bjarmar
ehf. Segir Ingimar það meðal an-
nars byggjast á traustum og góðum
hópi starfsmanna sem hjá þeim
starfar, en að jafnaði eru 6-8 starfs-
menn og hefur fyrirtækið yfir fjöl-
breyttum tækjakosti að ráða.
Á síðasta ári hófust framkvæm-
dir við nýtt tæplega þúsund m2 at-
vinnuhúsnæði fyrir Bjarmar ehf
við Kalmansvelli 7 á Akranesi.
Húsið er nú risið og í því verður
verður hægt að sinna öllu almen-
nu viðhaldi tækja fyrirtækisins, svo
sem viðgerðum, þrifum og geyms-
lu við bestu mögulegu aðstæður
en fyrirtækið er þekkt fyrir gott
viðhald og góða umhirðu síns tæk-
jakosts. Að sögn Ingimars er húsið
að taka á sig lokamynd og er stef-
nan sett á að flytja starfsemina í
húsnæðið á næsta ári. Þar sem nýja
húsnæðið er ríflegt að stærð fyrir
starfsemina þá verður mögulega
leigður út hluti þess.
Verkið lofar meistarann
Blaðamaður Skessuhorns þurfti að
gera nokkrar tilraunir til þess að
ná tali af bræðrunum enda benti
Ingimar á: „Þú finnur okkur ekki á
neinni skrifstofu!“ Að lokum tókst
að króa þá bræður af í botngötu þar
sem þeir stýrðu hvor sinni gröfunni.
Verkefnið þeirra þennan daginn er
fyrir Veitur sem vinna að endurnýj-
un rafstrengja og veitulagna á Akra-
nesi. Bræðurnir láta vel af verkefna-
stöðu fyrirtækisins og segja að það
sé búið að vera nóg að gera.
Aðspurður segir Ingimar að þeir
eigi ekki einir heiðurinn af þessari
viðurkenningu heldur byggi hún á
frábærum starfsmönnum auk traus-
tra viðskiptavina og því ber að þak-
ka. Þeir hafi jafnan haft metnað til
þess að skila vandaðri og góðri vin-
nu og haft að leiðarljósi veganestið
sem faðir þeirra gaf þeim; „verkið
lofar meistarann.“
frg
Creditinfo hefur undanfarin ell-
efu ár greint rekstur íslenskra fyr-
irtækja. Í síðustu viku var birtur
Creditinfo lista yfir framúrskarandi
fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019.
Framúrskarandi fyrirtæki eru þau
fyrirtæki sem hafa sýnt
fram á framúrskarandi og
stöðugan árangur í rekstri.
Þetta er í ellefta sinn sem
Creditinfo veitir Framúr-
skarandi fyrirtækjum við-
urkenningu en í ár eru 842
fyrirtæki verðlaunuð, en
það er um 2% af öllum fyr-
irtækjum á Íslandi. Fram-
úrskarandi fyrirtækjum
fækkar um 45 á landsvísu á milli ára
en í fyrra voru 887 fyrirtæki á list-
anum. Af þessum 842 fyrirtækjum
eru 37 á Vesturlandi og fjölgar um
eitt. Flest fyrirtæki á listanum eru
meðalstór eða 384 talsins, 237 stór
fyrirtæki og 221 teljast lítil. Með-
al þess sem einkennir listann í ár er
að byggingafyrirtækjum fjölgar en
ferðaþjónustufyrirtækjum fækkar,
eða úr 80 í 64. Má ætla að fækkun
ferðaþjónustufyrirtækja megi m.a.
rekja til falls Wow air.
til að teljast til Framúrskarandi
fyrirtækja þurfa fyrirtæki að upp-
fylla ströng skilyrði um stöðugan
rekstur þrjú ár aftur í tímann. Skil-
yrðin hafa fram að þessu öll verið
fjárhagsleg en frá og með næsta ári
verður sú nýbreytni á að sjálfbærni
verður kynnt inn sem skilyrði þess
að fyrirtæki komist á lista Framúr-
skarandi fyrirtækja. Á vefsíðu Cre-
ditinfo segir m.a.: “Framúrskarandi
fyrirtæki eiga það sameiginlegt að
vera stöðug fyrirtæki sem byggja
rekstur sinn á sterkum stoðum og
efla hag allra. til þess að teljast
framúrskarandi þurfa fyrirtækin
m.a. að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Vera í lánshæfisflokki 1-3, ársreikn-
ingi skilað lögum samkvæmt eigi
síðar en átta mánuðum eftir upp-
gjörsdag, vera virkt í rekstri,, fram-
kvæmdarstjóri skráður í fyrirtækja-
skrá RSK, rekstrartekjur að lág-
marki 50 milljónir króna síðustu
þrjú ár, rekstrarhagnaður (EBIt >
0) síðustu þrjú ár, jákvæð ársniður-
staða síðustu þrjú ár, eiginfjárhlut-
fall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár og
eignir að minnsta kosti 100 millj-
ónir króna síðustu þrjú ár.
37 á Vesturlandi
Á meðfylgjandi lista eru þau fyrir-
tæki á Vesturlandi sem rata á lista
Creditinfo að þessu sinni. Vignir
G. Jónsson ehf. er efst vestlensku
fyrirtækjanna og síðan eru fyrirtæk-
in hvert af öðru miðað við röðun á
landsvísu:
Vignir G. Jónsson ehf. - Akranes
Borgarverk ehf. - Borgarnes
Hraðfrystihús Hellissands hf -
Hellissandur
Sementsverksmiðjan ehf. - Akranes
Runólfur Hallfreðsson ehf - Akra-
nes
Sæfell hf. - Stykkishólmur
Þorgeir & Ellert ehf. - Akranes
Ragnar og Ásgeir ehf. - Grundar-
fjörður
Skarðsvík ehf. - Hellissandur
Útnes ehf. - Hellissandur
trésmiðja Guðmundar
Friðrikssonar ehf - Akra-
nes
Sorpurðun Vesturlands hf.
- Borgarnes
Akraberg ehf. - Akranes
Hidda ehf. - Hellissandur
Þróttur ehf. - Akranes
BB & synir ehf. - Stykkis-
hólmur
Litlalón ehf - Ólafsvík
Nesver ehf. - Hellissandur
Breiðavík ehf - Hellissandur
Fasteignafélagið Hús ehf. - Akra-
nes
Sandbrún ehf - Hellissandur
Útgerðarfélagið Guðmundur ehf -
Ólafsvík
Verslunin Kassinn ehf - Ólafsvík
Meitill - Gt tækni ehf. - Akranes
Skagaverk ehf. - Akranes
Vélaverkstæði Kristjáns ehf - Borg-
arnes
Djúpiklettur ehf. - Grundarfjörður
trésmiðjan Akur ehf. - Akranes
Bjarmar ehf - Akranes
Blikksmiðja Guðmundar ehf -
Akranes
Kaupfélag Borgfirðinga ( svf ) -
Borgarnes
Bjartsýnn ehf - Ólafsvík
GS Import ehf - Akranes
Múlavirkjun hf. - Stykkishólmur
Búvangur ehf. - Borgarnes
Hótel Borgarnes hf. - Borgarnes
Gísli Stefán Jónsson ehf. - Akranes
frg
Ísland hefur verið fjarlægt af hin-
um svokallaða gráa lista FAFt, al-
þjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja
um aðgerðir gegn peningaþvætti
og fjármögnun hryðjuverka. Þetta
var ákveðið á aðalfundi hópsins á
föstudag.
Frá þessu er greint í tilkynn-
ingu frá Stjórnarráðinu, en Ísland
var sett á listann í október í fyrra
en hefur verið fjarlægt af listanum
í kjölfar vettvangsathugunar hér
á landi í lok september, að því er
fram kemur í tilkynningunni. Þar
hafi sérfræðingar FAFt staðfest að
lokið hefði verið með fullnægjandi
hætti við þær aðgerðir sem Íslandi
var gert að grípa til í því skyni að
komast af listanum. „Við sama til-
efni var jafnframt staðreynt af hálfu
umræddra sérfræðinga að til stað-
ar væri ríkur pólitískur vilji hjá ís-
lenskum stjórnvöldum til að halda
áfram vinnu við að styrkja varnir
Íslands gegn peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka,“ segir í til-
kynningunni. Þar er jafnframt haft
eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörns-
dóttur dómsmálaráðherra að grett-
istaki hafi verið lyft í þessum efnum
undanfarin tvö ár.
kgk
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.
Ísland fjarlægt af
gráa listanum
Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð
Bjarmar ehf Framúrskarandi fyrirtæki í ellefu ár
Eigendur Bjarmars ehf; bræðurnir Ingimar Magnússon og Bjarki B Magnússon.
Ljósm. frg
Nýtt hús Bjarmars ehf.
Ljósm. Ingimar Magnússon.