Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 27
 13 Til hamingju með 50 árin! ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON FÉLAGS- OG BARNAMÁLARÁÐHERRA Í Brákarhlíð er búið að stúka af herbergi á þriðju hæð sem hefur fengið nafnið Guðnýjarstofa, til minningar um Guðnýju Baldvinsdóttur frá Grenjum. Þar eru falleg húsgögn og aðrir munir frá Guðnýju en hún var mikill velgjörðarmaður heimilisins. Guðný ræktaði tengsl við íbúa Brákarhlíðar meðan hún bjó í íbúð sinni í Borgarnesi fast að tíræðu. Eftir að hún flutti sjálf þangað undi hún hag sínum vel. Var hún prjónakona góð og lagði mikið handverk til basara á heimilinu. Meðal annars tvíþumla vettlinga sem seldust eins og heitar lummur. Í Guðnýjarstofu geta aðstandendur og heimilismenn komið saman í ró og næði. arg Í ágúst síðastliðinn urðu þær breytingar í eldhúsi Brákarhlíðar að Sylvía Björk Aðalsteinsdóttir og Ella Stankiewicz tóku við keflinu af Ómari Bjarka Haukssyni, kjötiðnaðarmeistara og matráði. Ómar þurfti af heilsufarsástæðum að stíga til hliðar hjá Brákarhlíð eftir að hafa starfað þar í næstum sjö ár og hafa þær stöllur staðið eldhússvaktina síðan. „Ég byrjaði að vinna hjá Brákarhlíð sem aðstoðarkona í eldhúsi. Þá var ég að vaska upp, ganga frá og þrífa eftir matinn, ásamt því að taka til pantanir fyrir heimilin,“ segir Sylvía Björk í samtali við Skessuhorn. „Ella var þá búin að starfa hjá Brákarhlíð í rúm þrjú ár. Hún byrjaði fyrst sem aðstoðarkona í eldhúsi hjá Ómari og var svo aukalega í þrifum áður en hún byrjaði svo að elda fyrir tveimur árum. Núna stýrum við þessu tvær saman,“ bætir Sylvía við. Þaulskipulagður matseðill Það er margt sem þarf að huga að þegar matseðill er skipulagður fram í tímann. Sylvía segir að matseðill Brákarhlíðar sé áætlaður sex vikur fram í tímann hverju sinni, og ákveða þær Ella hann í sameiningu með Höllu Magnúsdóttur, forstöðumanni þjónustusviðs, ásamt næringarfræðingunum og systrunum Ólöfu Helgu og Margréti Þóru hjá 100g ehf. á Akranesi. „Við þurfum að gæta þess sérstaklega að maturinn sé næringarlega vel samsettur, orkuríkur og próteinríkur fyrir íbúa. Þess vegna erum við í samstarfi við næringarfræðinga sem hjálpa okkur með það. Við pössum að bjóða upp á fjölbreytt mataræði og orkubætum máltíðirnar sé þess þörf. Þá erum við til dæmis að passa að hafa nóg af rjóma eða smjöri í réttunum,“ útskýrir Sylvía. Blaðamaður spyr í kjölfarið hvernig viðtökurnar við matseldinni hafa verið frá íbúum og starfsfólki eftir að þær tóku við eldhússkeflinu? „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Stundum þegar ég hef prófað eitthvað nýtt þá fer það reyndar misvel í íbúana,“ segir Sylvía og hlær. „Ég prufaði einu sinni að elda grænmetisrétt með baunum og sá réttur fékk mjög blendnar viðtökur enda var sá réttur töluvert öðruvísi en fólk var vant. Oj, þetta er vont hefur mögulega heyrst þó enginn hafi sagt það beint við mig,“ bætir hún kímin við. „Þetta er kurteist fólk en það situr ekki á skoðunum sínum og kemur þeim frekar vandlega frá sér sem er bara gott og gaman,“ bætir hún við og brosir. „Ég held líka að ef maður kynnir nýja rétti hægt og rólega þá er þetta í fínu lagi. Núna þykir flestum til dæmis gott að fá grænmetisrétt í matinn.“ Vinnudagurinn Hefðbundinn dagur hefst klukkan 8:00 hvern morgun í eldhúsinu í Brákarhlíð. Þá er mætt til vinnu, farið yfir matseðil dagsins og hráefni tekið til. Klukkan 9:40 er kaffihlé sem er til kl. 10:00. Að honum loknum er maturinn fyrir matarbakkana eldaður og hafður tilbúinn kl. 11:00 fyrir starfsfólk búsetunnar í Borgarbyggð sem keyra þá út til eldri borgara í Borgarnesi. Því næst er hádegismatur íbúa Brákarhlíðar settur í hitakassana og keyrður á sína staði. Þá gefst tími til að undirbúa næsta dag, athuga hráefni og farið yfir bókhald. Hádegismatur starfsfólks er því næst framreiddur og svo gengið frá í eldhúsinu. Að lokum er kvöldmaturinn græjaður áður en vinnudagurinn klárast svo kl. 15:30. „Við verðum sex sem munum starfa í eldhúsinu. Við erum þrjár í dag, ég, Ella og Inga Berta Bergsdóttir sem erum starfandi. Svo bætist ein ný í teymið okkar í byrjun nóvember. Hún kemur þá í gömlu stöðuna mína og verður að aðstoða í eldhúsinu. Ekki má gleyma henni Ástu Hjaltadóttur og Helgu Björgu Hannesdóttur. Hún kemur og bakar ýmiss konar bakkelsi einu sinni í viku auk þess sem hún aðstoðar okkur í eldhúsinu sé þess þörf.“ Eldamennska er hugleiðsla Sylvía segist alla tíð haft mikla unun af því að elda og ver mörgum stundum í eldhúsinu, hvort sem það er eldhúsið í vinnunni eða heima hjá sér. „Það er mikil slökun í því að elda og hálfgerð núvitund að dunda sér í eldhúsinu við eldamennsku. Þetta er nánast eins og hugleiðsla hverju sinni,“ segir Sylvía sem bætir jafnframt við að henni þykir afar erfitt að fylgja uppskriftum. „Ég fer helst mínar eigin leiðir í eldhúsinu. Ég nota uppskriftir kannski sem viðmið, en ég þarf alltaf aðeins að laga og bæta. Aðalatriðið er bara að bragðið sé gott. Það er til dæmis mjög gaman og skemmtileg tilbreyting þegar ég prófa nýja rétti í vinnunni og ég fæ góð viðbrögð, það er æði,“ segir hún að endingu. glh Sylvía og Ella hafa tekið við keflinu í eldhúsinu í Brákarhlíð Ella, Ásta og Sylvía tóku sér pásu úr eldhúsinu til að taka mynd fyrir utan Brákarhlíð. Ljósm. glh. Guðnýjar frá Grenjum minnst í Brákarhlíð Guðný Baldvinsdóttir var mikill velgjörðarmaður heimilisins. Handverk eftir Guðnýju Baldvinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.