Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 19 Endurskin og ljós VESTURLAND: Að sögn lögreglu er of algengt að börn og unglingar séu án endur- skinsmerkja og að hjól vanti of oft ljós. Vill lögregla koma því á framfæri að allir þurfi að spýta í lófana varðandi þessi atriði enda hafa þau allt að segja með sýni- leika í umferðinni. -frg Aflatölur fyrir Vesturland 17.-23. október. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 17.931 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 10.150 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 238.781 kg. Mestur afli: Runólfur SH-135: 64.678 kg í einni löndun. Ólafsvík: 10 bátar. Heildarlöndun: 110.881 kg. Mestur afli: Egill SH-195: 24.130 kg í þremur róðrum. Rif: 7 bátar. Heildarlöndun: 62.130 kg. Mestur afli: Magnús SH-205: 33.893 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 4.528 Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.502 kg í fjórum róðrum. Allar hafnir samtals: 434.251 kg í 57 löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Runólfur SH-135 - GRU: 64.678 kg. 19. okt. 2. Hringur SH-153 - GRU: 62.023 kg. 21. okt. 3. Farsæll SH-30 - GRU: 55.670 kg. 20. okt. 4. Sigurborg SH-12 - GRU: 54.512 kg. 19. okt. 5. Hafdís SK-4 - ÓLA: 15.316 kg. 21. okt. -kgk orkustofnum hefur fært Landmæl- ingum Íslands gamlar loftmynda- filmur að gjöf. Stofnunin hefur um árabil lagt áherslu á skráningu og varðveislu eldri gagna sem orð- ið hafa til við starfsemi stofnunar- innar. Samhliða því hafa stjórn- endur hennar leitast við að koma slíku efni fullfrágengnu og afrituðu til framtíðarvarðveislu hjá söfnum landsins, um leið og stofnunin hef- ur opnað aðgengi að þessum gögn- um á vefnum og í kortasjá stofnun- arinnar. Meðal efnis sem orkustofn- un hefur lengi haft í vörslu sinni eru loftmyndafilmur með 23x23 sentímetra loftmyndum af völdum svæðum á Íslandi. Eru þær annars vegar frá apríl 1968 og hins vegar frá ágústmánuði sama árs. Loft- myndirnar eru nálægt 550 talsins og voru teknar í tveimur mynda- tökuverkefnum bandarískra aðila hér á landi. Er um að ræða afrit af frumfilmum. Samkvæmt könn- un var myndefni annars mynda- flokksins ekki til í filmusafni Land- mælinga Íslands, en hluti af hinum flokknum var til á sams konar afrit- uðum filmum sem voru sendar er- lendis frá til Landmælinga eins og orkustofnunar á sínum tíma. „orkustofnun telur eðlilegt að loftmyndafilmur sem geyma eldri loftmyndir af Íslandi eins og þær sem hér um ræðir eigi að vera geymdar í góðum filmugeymslum og varðveittar með öðrum sams konar myndaflokkum af Íslandi frá fyrri tíð. Loftmyndasafn Landmæl- inga Íslands hefur haft hlutverki að gegna á þessu sviði um langan tíma hér á landi. Þegar loftmynda- filmurnar hafa verið skannaðar hjá stofnuninni er gert ráð fyrir að þær verði vistaðar í langtímavarðveislu hjá Þjóðskjalasafni Íslands,“ segir í tilkynningu frá orkustofnun. Myndirnar verða skannaðar og settar á vef Landmælinga Íslands til niðurhals, eins og aðrar loftmyndir sem til eru á stafrænu formi. Und- anfarin ár hafa um 70 þúsund loft- myndir verið skannaðar og búist er við að það taki nokkur ár til viðbót- ar að skanna þær myndir sem enn eru eftir á filmum, að því er fram kemur á vef Landmælinga. kgk/ Kort: Landmælingar Íslands. Lögreglan á Vesturlandi hefur haf- ið rannsókn á bjórsölu í netverslun frá brugghúsi Steðja í Borgarfirði. Eins og fram kom í viðtali við Dag- bjart Arilíusson, eiganda Steðja, í Skessuhorni í síðustu viku átti hann allt eins von á að hann myndi sæta rannsókn fyrir söluna. Hann hafi hins vegar ákveðið að láta reyna á lögmæti þess að opna eigin vef- verslun og dreifingu á bjór. „Við tókum þá ákvörðun að láta reyna á EES samninginn og það jafnfræði sem honum er gert að tryggja milli þegna þessa lands og annarra Evr- ópuríkja. Í krafti EES geta Íslend- ingar nú pantað og keypt áfengi frá útlöndum og fengið sent heim með pósti. Ríkið, einkasöluaðilinn á íslenskum áfengissölumarkaði, er bókstaflega að traðka á okkur og vísa ég þá til þess hversu varan okkar fer í dreifingu í fáum versl- unum ÁtVR. Jólabjórinn frá okk- ur á til að mynda einungis að fara í tvær verslanir í Reykjavík fyr- ir þessi jól; Heiðrúnu og Skútu- vog,“ sagði Dagbjartur í samtali við Skessuhorn. Fjallað er um málið í ýmsum fjölmiðlum í dag. Úlfar Lúðvíks- son lögreglustjóri staðfestir í sam- tali við Morgunblaðið að málið sé komið til kasta lögreglu. Í Morg- unblaðinu var einnig rætt við Sig- rúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðar- forstjóra ÁtVR sem segir að þar á bæ líti menn svo á að um skýrt lög- brot sé að ræða af hálfu Brugghúss Steðja. Einkaleyfið sem ríkið hafi til smásölu áfengis sé skýrt. mm Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókna á banaslysi sem varð á móts við bæinn Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi í októ- ber á síðasta ári. Fimm manna am- erísk fjölskylda var í bíl sem hafn- aði utan vegar og valt. Í niðurstöðu rannsóknar segir að rekja megi slys- ið til þreytu ökumanns eftir langt flug hingað til lands frá Ameríku. 17 ára sonur hjónanna lést eftir að hann og systir hans köstuðust út úr bílnum sem valt rúma 40 metra. Stúlkan var föst undir bílnum þegar vegfarendur komu að slysinu. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að vegfarendur sem komu að slysinu hafi sennilega bjargað lífi stúlkunn- ar með því að velta bílnum ofan af henni og hefja endurlífgun á staðn- um. Þá telur nefndin að ungmenn- in sem köstuðust út úr bílnum hafi sennilega ekki verið í bílbelti. Rannsóknarnefndin segir að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að margir farþegar séu þreyttir við komuna til lands- ins. Mikilvægt sé að fræða flugfar- þega sem komi úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur öku- maður skapi sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir ökumönnum og farþegum að nota alltaf bílbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leiðir. „Van- höld á bílbeltanotkun eru ein af helstu orsökum banaslysa í umferð- inni.“ mm/ Ljósm. úr safni/ tfk. Gamlar loftmyndafilmur færðar Landmælingum Sætir rannsókn eins og hann bjóst við Dagbjartur Arilíusson. Síðastliðinn fimmtudag hóf Dagbjartur dreifingu mjaðar sem pantaður hafði verið í vefversluninni. Fyrsti viðkomustaður var Snæfellsnes, hér staddur í Grundarfirði. Vansvefta ökumaður og bílbelti ekki notuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.