Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 21
7
Í Netapóteki Lyavers á lyaver.is
getur þú séð þína lyfseðla, valið
samheitalyf og séð lyaverðið þitt.
Nýttu þér lágt vöruverð
og heimsendingar um land allt.
Átt þú lyfseðil
í gáttinni?
Apótekið
heim til þín
Samtök fyrirtækja í velferðar-þjónustu voru stofnuð í apríl
2002 og fagna því bráðlega tuttugu
ára afmæli sínu. Aðild að samtök-
unum geta átt fyrirtæki sem starfa
við velferðarþjónustu og eru sjálfs-
eignarstofnanir, í eigu félagasam-
taka, einkaaðila eða opinberra aðila.
Í dag eiga 47 aðild að SFV, þar af
eru 39 sem sinna öldrunarþjónustu.
Hinir sinna ýmiskonar heilbrigð-
is- og velferðarþjónustu og má þar
á meðal nefna SÁÁ, Heilsustofnun
og Krabbameinsfélagið.
Samtökin hafa frá upphafi
lagt áherslu á það að koma
sameiginlega fram við opinbera
aðila, verkalýðsfélög og aðra þá
aðila sem aðildarfélögin komu
áður fram við hvert fyrir sig.
Þar hefur mesta áherslan verið
lögð á gerð kjarasamninga við
stéttarfélög og samskipti og
samningagerð við ríkið og þar þá
helst Sjúkratryggingar Íslands.
Í samskiptum sem þessum
hafa skiptst á skin og skúrir.
Sólarglennurnar þó heldur fleiri
en úrkoman. Eðli máls samkvæmt
eru verkefnin þó talsvert fleiri en
þetta og má meðal annars nefna
persónuverndarmál, umsagnir um
lagabreytingar á Alþingi, ýmiskonar
aðstoð við aðildarfélögin og margt
fleira.
Samtökin voru þeirrar gæfu
aðnjótandi fyrir allnokkrum
árum þegar við réðum okkur
framkvæmdastjóra, lögfræðinginn
Eybjörgu Helgu Hauksdóttir.
Hún sinnir sínu starfi af mikilli
kostgæfni og er vakin og sofin
yfir daglegum rekstri SFV. Auk
hennar eru nú starfandi hjá SFV
Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir
sem sinnir persónuverndarmálum
aðildarfélaganna og Tryggvi
Friðjónsson sem stýrir kjaramálum
SFV. Hvoru tveggja feikn góðir
starfsmenn á sínu sviði.
Brákarhlíð hefur verið aðili að
SFV í rúman áratug og höfum
við notið þess að hafa Bjarka
framkvæmdastjóra Brákarhlíðar í
stjórn samtakanna. Með þessum
fáu orðum óska ég Brákarhlíð
innilega til hamingju með hálfrar
aldar afmælið með von um
áframhaldandi gott gengi um
ókomna tíð.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri
Grundarheimilanna og
formanður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu.
þetta alvöru og kósý stemningu
og öllu því besta er tjaldað til.
Við drögum fram bollasafnið
okkar, sem telur um 150 gamla,
skrautlega bolla, dúkum borðin
með fínum útsaumuðum dúkum
sem heimilið átti eða okkur hafa
verið gefnir og við þjónum til
borðs. Fólk getur fengið sér gott
heimabakað bakkelsi með kaffinu.
Framlög eru frjáls og hefur fólk
verið einstaklega örlátt. Svo kemur
Vignir oft með gítarinn og spilar
og syngur og það vekur mikla
lukku. Hingað hafa verið að koma
gestir allsstaðar að úr samfélaginu
okkar, bæði þeir sem eru að koma
til að hitta ástvini og aðrir gestir
sem gerir það það að verkum að
íbúarnir hitta fólk sem það hittir
alla jafna ekki eða hefur ekki hitt í
áraraðir,“ segir Aldís.
Allir velkomnir
Aldís segist leggja mikla áherslu á
að íbúar heimilisins fái tækifæri til
að hjálpa til við kaffihúsið. „Þeir
sem hafa áhuga á að hjálpa geta
alltaf fengið verkefni. Sumir eru
reyndar búnir með þennan pakka
í sínu lífi og nenna alls ekki að
fara að baka eða stússast í svona
og þá er það líka allt í lagi. En
aðrir brenna í skinninu að vera
með í þessu og ég hef tekið eftir
því að þegar veisla eins og þessi
er í uppsiglingu er eins og það
vakni upp gamlir taktar, jafnvel
hjá fólki sem á erfitt með minni.
Það er eins og gestgjafinn lifni
við og handtökin verða sjálfsögð
og eðlileg,“ segir hún. „Hlutverk
iðjuþjálfa er alltaf að aðstoða
fólk við daglega iðju. Mikilvægt
er að reyna að komast að því
hvað hverjum og einum þykir
mikilvægt og ánægjulegt að geta
gert og aðstoða fólk við að láta
það verða að veruleika. Það er
líka mikilvægt að efla tengsl á
milli samfélagsins í Borgarbyggð
og íbúanna í Brákarhlíð og
Kaffihúsið er frábær vettvangur
til þess,“ segir Aldís iðjuþjálfi í
Brákarhlíð.
arg/ Ljósm. mm & glh
Aldís á spjalli við gesti á kaffihúsinu í febrúar síðastliðnum.
Aldís við veglegt kökuborð á kaffihúsinu í Brákarhlíð.
Kveðja frá formanni Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu