Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 20206 Endurnýja búningsklefa AKRANES: tilboð voru opnuð í endurnýjun bún- ingsklefa íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi 13. nóvember síðastliðinn. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á rúmar 22,9 milljónir króna. tvö tilboð bárust og voru þau kynnt á fundi skipulags- og um- hverfisnefndar mánudag- inn 19. október. Lægra boð- ið átti Skagaver ehf., upp á rétt tæplega 21,5 milljón- ir króna en GS Import bauð 24,5 milljónir rúmar. Sviðs- stjóra var falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Skagaver ehf., að uppfylltum útboðskröfum. -kgk Þriðjungur hef- ur nýtt ferða- gjöf LANDIÐ: Síðastliðinn miðvikudag höfðu 170 þús- und manns sótt ferðagjöf stjórnvalda, fimm þúsund króna styrk til kaupa á ein- hvers konar ferðaþjónustu. Af þeim höfðu 119 þúsund nýtt ferðagjöfina fyrir alls um 848 milljónir króna. Það samsvarar því að þriðji hver Íslendingu hafi nýtt hana. Flestir hafa nýtt ferðagjöf- ina til kaupa á gistingu, eða 32%. Í veitingageirann fóru 28%, til kaupa á afþreyingu 27% og til samgangna 12%. -mm Spólað við Miðgarð HVALFJ.SV: Neyðarlínu barst tilkynning þriðjudag- inn 20. október kl. 20:00 um bifreiðar sem spóluðu í hringi á bílastæði við félags- heimilið Miðgarð í Hval- fjarðarsveit. Hafði hring- spólið staðið í nokkurn tíma þegar lögregla skarst í leik- inn, stöðvaði hringspólið og veitti ökumönnum bif- reiðanna tiltal. Að sögn lög- reglu er algengt að tilkynn- ingar berist um hringspól á opnum svæðum, svo sem við verslanir og víðar. -frg Ekið of hratt við Ketilsflöt AKRANES: Síðastliðin miðvikudag var myndavéla- bifreið lögreglunnar lagt á móts við leikskólann Garða- sel við Ketilsflöt á Akranesi. Bifreiðin stóð við leikskólann í eina klukkustund, á milli kl. 15:00 og 16:00. Alls óku 288 bifreiðar fram hjá myndavél- inni á þessari klukkustund. teknar voru alls 59 myndir af bílum sem óku of hratt. Af þeim fá sex ökumenn senda mynd af sér og bílnum og geta búist við vænni sekt fyr- ir hraðaksturinn. -frg Ekki vitað til að fólk smitist af riðu í sauðfé LANDIÐ: Af gefnu tilefni hefur Matvælastofnun vakið athygli á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upp- lýsingar um eðli smitefnis riðu, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þeg- ar smit greinist. Þar kemur fram að engar vísbendingar eru um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. „Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbú- um eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé,“ segir í tilkynningu frá MASt. -mm Varaforsetum ASÍ fjölgað í þrjá LANDIÐ: Síðastliðinn miðviku- dag fór 44. þing Alþýðusambands Íslands fram. Fyrirkomulagið var óhefðbundið en 300 manns komu saman á fjarfundi. Lögum var breytt í þá veru að varafor- mönnum sambandsins var fjölg- að úr tveimur í þrjá. Í kosningu um þetta nýja embætti var aðeins Ragnar Þór Ingólfsson í fram- boði og var hann því sjálfkjör- inn. Ekki bárust nein mótfram- boð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórð- ur Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Þá voru ellefu ein- staklingar, sem kjörnefnd gerði tillögu um, sjálfkjörnir sem aðal- menn í miðstjórn þar sem engin mótframboð bárust. -mm Undir kvöld sunnudaginn 18. októ- ber kom upp eldur í íbúðarhúsinu á bænum Augastöðum í Hálsa- sveit í Borgarfirði. Húsið varð fljótt alelda. Húsmóðirin, Jóhanna Guð- rún Björnsdóttir, var ein í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Jóhanna var sjötug að aldri, fædd 5. desember 1949. Hún lætur eftir sig eiginmann, Snorra Jóhannesson, fjögur uppkomin börn og fjölskyldur þeirra. Í brun- anum missti Snorri ekki einungis ástvin og lífsförunaut, heldur auk þess íbúðarhús sitt og allt innbú. Að frumkvæði vina og ættingja Snorra á Augastöðum var í síðustu viku hrundið af stað fjársöfnun til að gera eftirleikinn bærilegri. Árdís Kjartansdóttir mágkona hans fylgir söfnuninni úr hlaði og ritar: „Það má með sanni segja að árið 2020 sé „Annus horribilis“ í lífi fjölskyldunnar frá Augastöðum. Eins og margir hafa frétt, varð sá hræðilegi atburður síðasta sunnu- dag að íbúðarhús Snorra mágs míns og Hönnu svilkonu að Augastöð- um í Borgarfirði, brann til grunna og elsku Hanna fórst í brunanum. Snorri hefur því ekki einungis misst lífsförunaut sinn, heldur heimili og allar eigur. Allmargir hafa haft samband, bæði við okkur og aðra í ættingja- og vinahópi Snorra og Hönnu. Þetta góða fólk vill leggja sitt af mörkum til að gera eftirleikinn bærilegri fyrir Snorra. Þau heiðurs- hjón voru enda vinamörg, sem ekki er að undra; elskuleg, hjálpsöm, röggsöm, dugleg, brosmild, hlát- urgjörn og hörkuduglegt eðalfólk. Frábærlega gestrisin og skemmti- leg heim að sækja á Augastaði. (Það fyrsta sem mér kemur einmitt í hug þegar ég minnist Hönnu er dill- andi hlátur hennar),“ skrifar Árdís. til að svara þessu kalli hefur verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Snorra. Reikningsnúmerið er: 0322-13-400032 og kennitalan: 211247-3049. mm Starfsmenn Norðuráls samþykktu nýjan kjarasamning við fyrirtæk- ið með afgerandi meirihluta, eða 89,2% greiddra atkvæða. Alls voru 8% andvíg en 2,8% tóku ekki af- stöðu til samningsins, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þátttaka í kosningunni um kjarasamningin var afar góð. Alls greiddu 399 manns atkvæði, eða 88,% þeirra sem voru á kjör- skrá. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, lýsir ánægju sinni með niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar á vef félagsins og þakkar starfsfólki Norðuráls fyr- ir samstöðuna og veittan stuðning í erfiðum kjaraviðræðum, en þær stóðu yfir í tíu mánuði. Eins og greint var frá í Skessu- horni í síðustu viku kveður kjara- samningurinn á um sams konar launahækkanir og tilgreindar eru í lífskjarasamningnum svokallaða. Heildarlaun vaktmanns á byrjun- artaxta munu til að mynda nema um 686 þúsund krónum á mánuði, sem er 43 þúsunda króna hækkun, og heildarlaun vaktmanna á tíu ára taxta munu nema um 825 þúsund krónum, sem samsvarar um 52 þús- unda króna hækkun á mánuði. Þá er einnig kveðið á um það í nýjum kjarasamingi að komið verði á átta stunda vaktakerfi í álverinu eigi síð- ar en 1. janúar 2022, eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni. kgk Níutíu prósent fylgjandi nýjum samningi Glaðbeittir starfsmenn Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. úr safni. Fjallasýn frá bæjarhlaðinu á Augastöðum. Ljósm. mm. Í gangi er söfnun til stuðnings Snorra á Augastöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.