Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 17
 3 Gæða Retro græjur Soundmaster DAB970 Kemur í viðarlit og svörtu DAB útvarp FM CD spilari / USB spilari Bluetooth/spilar frá síma Klukka með vekjara litaskjár 2,4” 2x15 wött RMS Nett en kraftmikil græja Verð kr. 43.900,- Soundmaster NR995 Kemur í viðarlit og hvítu PLötuspilari DAB útvarp FM CD spilari / USB spilari Getur tekið upp stafrænt af hljómplötum. Bluetooth/spilar frá síma 2x20 wött RMS Hljóm-mikil mubla Verð kr. 99.900,- Soundmaster PL905 DAB útvarp FM CD spilari / USB spilari litaskjár 2,4” 33/45/78 snúninga plötuspilari Kassettu-spilari Getur tekið upp stafrænt af hljómplötum Verð kr. 74.900,- sala@taekniborg.is Kæri lesandi! Með þessu tölublaði Skessu-horns fylgir blaðauki helg-aður þeim tímamótum að fimmtugasta starfsár Brákarhlíð- ar er að renna sitt skeið. Árið átti að verða ár viðburða til að minnast þeirra tímamóta að í byrjun næsta árs verða rétt 50 ár frá vígsludegi Dval- arheimilis aldraðra í Borgarnesi. Þótt svo færi að góð áform urðu ófram- kvæmanleg vegna óvæntra aðstæðna þá var útgáfa þessa afmælisblaðs ein af þeim hugmyndum sem fyrirhugað var að hrinda í framkvæmd. Ætlun- in er einnig að halda veglega afmæl- ishátíð á sjálfan afmælisdaginn þann 31. janúar 2021. Vonandi tekst það; að því er stefnt. Vígsludagurinn fyrir fimmtíu árum var mikil sigurhátíð fyrir Borgfirðinga og ekki hvað sízt fyrir frumherjana, félagskonur í Sambandi borgfirzkra kvenna, að þeirra helzta baráttumál var í höfn. Á þeirra vettvangi, sambandsþingi SBK 1957, var fyrst vakin athygli á þörfinni fyrir sérstakt heimili í héraði fyrir aldrað fólk þar sem það gæti átt athvarf og heimili á sínu ævikvöldi. Það gerði Steinunn Benediktsdóttir húsfreyja í Ausu. Kvenfélagskonur svöruðu kalli tímans og létu verkin tala, söfnuðu fé til framkvæmda og töluðu fyrir málinu. Leitað var liðsinnis sýslunefnda og hreppsnefnda og þannig eru sveitarfélögin enn þann dag í dag tryggir bakhjarlar heimilisins ásamt SBK og skipa fulltrúa sína í stjórn þess. Í tvígang var heimilið stækkað til að geta brugðizt við vaxandi eftirspurn. Svo á liðnum áratug, fimmta áratugnum í rekstri heimilisins, var það bæði stækkað og eldri hlutinn innréttaður upp á nýtt. Það var gert til þess að svara breyttum kröfum tímans um rýmri og betri aðbúnað. Nú hefur hver heimilismaður sitt einkarými og heimilið í heild sinni er fullkomlega í stakk búið til að rækja hlutverk sitt sem hjúkrunarheimili. Varla telst ofsagt að vel hafi tekizt til með uppbyggingu og endurbætur svo eftir hefur verið tekið. Þegar nýja álman var vígð árið 2012 fékk heimilið nýtt nafn og heitir Kveðja frá stjórn nú fullu nafni Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, en daglega nefnt Brákarhlíð. Húsakostur heimilisins er góður. Það eitt er gott og blessað út af fyrir sig en ekki er minna virði sá mannauður sem fólginn er í starfsfólki heimilisins er þar gengur til starfa dag hvern. Það hefur sýnt sig undanfarna mánuði þegar hver dagur er áskorun. Þessi tími hefur verið öllum erfiður, heimilisfólki, starfsfólki og aðstandendum. Dapurlegast er að dýrmætur tími til samskipta og samveru fer forgörðum þegar hver dagur sem líður rýrir möguleikana til að bæta sér það upp síðar. Þessi veirufaraldur sem sem nú gengur yfir heimsbyggðina er óþurftargestur. Af honum stafar mikill háski. Fram hjá því verður ekki horft. Öll erum við þolendur með einhverjum hætti og heilu samfélögin eru á varðbergi. Brákarhlíð er eins og önnur hjúkrunarheimili, eðli máls samkvæmt, í viðkvæmri stöðu en jafnframt eru þau skjaldborg um velferð heimilisfólksins. Þar er starfsfólk Brákarhlíðar allt sannarlega í framvarðarsveit. Þar ríkir virðing og umhyggja. Í lok þessa pistils er rétt að minnast á vinnustaðinn Brákarhlíð og mikilvægi hans. Brákarhlíð er stór vinnustaður og stöðugur í okkar tiltölulega litla samfélagi. Yfir 50 ársverk eru innt af hendi í Brákarhlíð. Alls koma þar að verki 80-90 einstaklingar. Þannig eru all margir í hlutastörfum sem er mörgum hentugt. Ónefnd eru afleidd störf við framkvæmdir, viðhald mannvirkja og aðfengin þjónusta af ýmsum toga. Heimilismenn eru á sjötta tug auk nokkurra sem koma til dagdvalar. Já, Brákarhlíð er sannarlega verðmætur staður í öllu tilliti. Stjórn Brákarhlíðar væntir þess að þessi blaðauki Skessuhorns verði ykkur, lesendur góðir, til gagns og ánægju og að þið séuð margs vísari eftir lesturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.