Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 18
4 Til hamingju með 50 árin! Eiríkur J. Ingólfsson Þjónusta í 25 ár Halla Magnúsdóttir og Sig-ríður Skúladóttir hafa báðar unnið í Brákarhlíð frá því á níunda áratug síðustu ald- ar. Halla byrjaði að vinna þar sum- arið 1981, þá 16 ára gömul og vann þar næstu þrjú sumur. Hún fór þá til Akureyrar í þrjú ár þar sem hún starfaði sem sjúkraliði á sjúkra- húsinu. Þegar hún flutti svo aftur í Borgarfjörðinn fór hún að vinna í Brákarhlíð að nýju og hefur ver- ið þar síðan með barnseignarívafi. Sigga tók fyrst til starfa í Brákar- hlíð vorið 1987 og hefur verið þar samfleytt síðan, fyrir utan tvö barn- eignarleyfi. Önnur fjölskylda Aðspurðar segja þær allar líkur á að þær verði áfram í Brákarhlíð út starfsaldurinn. „Mér líður vel hér og hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera svo ég sé ekki fyrir mér að hætta,“ svarar Halla og Sigga tekur undir það. Hvorug þeirra hafði þó gert ráð fyrir að vera svo lengi í Brákarhlíð þegar þær tóku fyrst til starfa. „Þegar ég byrjaði að vinna hér vissi ég ekkert út í hvað ég væri að fara en svo kynntist ég bara svo dásamlegum konum hér sem kenndu mér margt, ekki bara í vinnunni heldur kenndu þær mér á lífið almennt,“ segir Sigga og brosir. „Það var ekkert meðvituð ákvörðun í upphafi að vera hér svona lengi. En það er bara svo gott að vinna með gamla fólkinu og samstarfsfólkið hér er alveg einstakt. Þessi hlýja og notalegheit sem gamla fólkið sýnir manni er eitthvað sem ég sé ekki að maður fái í öðru starfi. Þegar við vorum að byrja voru íbúarnir hér með meiri færni og þá voru sérstaklega konurnar orðnar stór partur af lífi manns. Þær voru að fylgjast með börnunum okkar og svo barnabörnum, fá fréttir af þeim og jafnvel kom fyrir að þær prjónuðu vettlinga eða eitthvað annað fyrir börnin okkar,“ segir Halla. „Maður á bara aðra fjölskyldu hér,“ bætir Sigga við. Miklar breytingar Miklar breytingar hafa orðið í Brákarhlíð þann tíma sem þær Sigga og Halla hafa unnið þar og segja þær himinn og haf vera á milli starfseminnar þar í dag og fyrir þrjátíu árum. „Bara það hversu margir mæta hingað í vinnu á morgnana. Við vorum svo mikið færri þegar ég var að byrja,“ segir Sigga. „Á þeim tíma var þetta líka meira dvalarheimili og fólk fór á spítala ef það veiktist. Núna er þetta meira hjúkrunarheimili þar sem við hjúkrum heimilismönnum fram til hinstu stundar. Húsnæðið hefur líka tekið algjörum stakkaskiptum og svo er auðvitað búið að byggja við og breyta öllu skipulagi innanhúss,“ heldur Sigga áfram. „Fermetrum hefur náttúrulega fjölgað um næstum helming svo þetta er orðið meira flæmi,“ segir Halla og bætir við að þegar hún byrjaði að vinna hafi allt verið mun stofnanalegra en það er í dag „Það var bara föst dagskrá alla daga, fólk fór bara í bað á ákveðnum tímum, borðaði á ákveðnum tímum og allt var bara eftir klukkunni. Núna hafa heimilismenn meira frelsi og ráða hvernig þeir verja deginum,“ segir Halla. Vilja ekki gera neitt annað Sigga og Halla eru sammála um að starfið sé gefandi en erfitt. Það taki sérstaklega á hversu marga þær hafa þurft að kveðja á þessum árum. „Maður venst því aldrei en þetta verður samt hversdagsleikinn fyrir manni og maður þjálfast í að takast á við að kveðja,“ segir Sigga. „Við erum líka í litlu samfélagi svo marga heimilismeðlimina þekkir maður vel og sumir eru jafnvel nánir ættingjar. Það er á vissan hátt gott að geta fengið að annast þá síðasta spottann en það er líka erfitt. Þessi langi tími sem við höfum unnið hér þýðir væntanlega að við höfum einhverja löngun og þörf fyrir það að hjálpa og hugsa um fólk,“ heldur Sigga áfram og Halla tekur heilsuhugar undir það. En hvernig ná þær sér niður eftir erfiða daga í vinnunni? „Stundum er maður einfaldlega búinn á því á sál og líkama og þá reyni ég að fara bara í göngutúr eða bara vera ein heima í friði með slökkt á öllu. Ég held það sé engin ein leið sem er best. Það mikilvægasta er að hver og einn finni sína leið til að hlaða batteríin að nýju,“ svarar Sigga. „Mér hefur gengið vel að klippa á milli vinnu og einkalífs og þegar ég er heima er ég bara þar, tek ekki vinnuna með mér þangað til að velta mér upp úr henni. Kannski hefur það hjálpað hversu mörg áhugamál ég á til að snúa mér að. Ég hef samt oft hugsað með mér að þó þessi vinna geti verið erfið þá myndi ég ekki vilja vinna við annað. Hér fær maður ekkert nema þakklæti og væntumþykju og það er ómetanlegt,“ segir Halla. Misjafnar aðstæður íbúa Aðspurðar segja þær félagslegar aðstæður heimilismanna mjög mismunandi og stundum sé erfitt að horfa upp á fólk eiga fáa að. „Það fer eftir fólkinu sjálfu hvernig það tekur því að fá ekki heimsóknir,“ segir Halla. „Sumir hafa kannski bara vanist því að vera einir og vilja það jafnvel. Að vera einn og vera einmana er ekki það sama. Margir eru einfarar í eðli sínu og vilja ekki hafa fólk í kringum sig,“ segir Sigga. „Það fólk sem var í miklum og góðum samskiptum við sitt fólk áður en það kom í Brákarhlíð heldur því oftast áfram. Vissulega er misjafnt hversu duglegt fólk er að koma og aðstæður ólíkar. Mér finnst þó hafa aukist að fólk komi í heimsókn,“ segir Sigga og bætir við að heimsóknirnar hafi líka breyst. „Þegar við komum hingað fyrst bjó hér nægjusöm kynslóð og fólk var bara ánægt að hafa stól að sitja á og að fá mat að borða. Núna er hér kynslóð sem er vön meira umstangi og allskonar afþreyingu sem var bara ekki í boði hér áður fyrr. Almennt þykir mér aðstandendur í dag duglegir að sinna þessari afþreyingu með sínu fólki. Þetta er fólk sem fór kannski reglulega á viðburði og margir hafa aðstandendur sem sjá um að fara með sitt fólk á slíka viðburði áfram,“ segir Sigga. Margar góðar minningar „Það góða við þetta starf er að eftir standa svo margar góðar minningar af allskonar skemmtilegu fólki,“ segir Sigga og rifjar upp sögu af íbúa sem bjó á heimilinu fyrir nokkru síðan. „Þetta var kona í hjólastól sem þurfti töluverða hjálp. Ég man þegar maður keyrði hana úr matsalnum og spurði hvert hún vildi fara næst svaraði hún; „ég ætla að fara að þjóna letinni.“ Þá vildi hún fara að leggja sig. Þetta er kannski smávægilegt en það eru samt svona hlutir sem sitja eftir hjá manni,“ segir Sigga. „Það hafa komið mörg gullkornin hér í gegnum tíðina. Heimilismenn hér eru oft svo opnir og segja hvað sem er, alveg án filters. Það getur oft verði fyndið og skemmtilegt og ég kann að meta þennan eiginleika,“ bætir Halla við og hlær. arg Sigríður Skúladóttir. Halla og Sigga hafa unnið í Brákarhlíð í rúmlega þrjátíu ár Halla Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.