Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 33
19
Sigríður Anna Þorgrímsdóttir hafði í nokkurn tíma komið í dagdvöl í Brákarhlíð tvisvar
í viku, þar til loka þurfti fyrir utan-
aðkomandi á heimilið vegna kórón-
uveirufaraldursins. Sigríður Anna
hefur barist við parkinson sjúk-
dóminn og segir dagdvölina í Brák-
arhlíð hafa hjálpað sér mikið. „Ég
fékk að koma í tvo daga í viku þar
sem ég fékk góða aðstoð. Ég fór til
dæmis í föndrið þar sem ég heklaði
barnateppi og fleira. Svo var boð-
ið upp á leikfimi og jóga sem mér
þótti rosalega gott að komast í,“
segir Sigríður Anna.
Aðspurð segir hún þá þjónustu
sem hún fékk í Brákarhlíð fyrir
kórónufaraldurinn hafa skipt
miklu máli og vonast hún til að
komast þangað aftur fljótlega.
„Þetta skiptir mig máli bæði fyrir
heilsuna og félagsskapinn,“ segir
hún. „Það var yndislegt að fá að
koma þarna inn og það er leitun að
eins mörgu góðu fólki og er saman
komið þarna í Brákarhlíð. Ég hef
ekki reynslu af öðrum heimilum
svo ég get ekki borið þetta saman,
en í Brákarhlíð er ekkert nema
gott hjálpsamt fólk,“ segir Sigríður
Anna.
arg
Anna Sesselja Þórðardótt-ir hefur búið á Brákar-hlíð frá árinu 2014. Bryn-
dís Hulda Guðmundsdóttir, dótt-
ir Önnu, segir einstaklega vel hugs-
að um heimilismeðlimi Brákarhlíð-
ar. „Mamma kom fyrst inn í hvíld-
arinnlögn og fór í varanlega dvöl
nokkrum mánuðum seinna. Það er
margt gott gert fyrir íbúa heimilis-
ins og ég held að mamma sé mjög
ánægð,“ segir Bryndís. „Hún fær
alveg stundum heimþrá en ég held
það sé bara eðlilegt,“ segir hún og
bætir við að mamma hennar hafi
farið á heimilið aðeins fyrr en hún
kannski þurfti. „Hún vildi fylgja
pabba þegar hann fór í Brákarhlíð.
Þau voru þar saman fyrstu árin, þar
til hann lést,“ segir Bryndís.
Eldhúsið hjarta heimilisins
Sjálf vann Bryndís eitt sumar
á heimilinu þegar hún var 17
ára gömul, en hún segir miklar
breytingar hafa orðið á heimilinu
síðan. „Þetta var gott heimili þegar
ég vann þarna en aðstæður í dag
eru bara allt aðrar. Núna hefur
hver og einn íbúi mikið meira pláss
og það er hægt að bjóða upp á líf
eins og eldri borgarar eiga að geta
lifað. Það er boðið upp á að fara í
jóga, leikfimi, sögustundir og svo
margt fleira,“ segir Bryndís og
bætir við að henni þyki sameiginleg
rými á heimilinu líka mjög góð.
„Mér þykir sérstaklega jákvætt að
á heimilinu sem mamma er á er
stutt í eldhúsið en það er svona
hjarta heimilisins sem skapar
hlýlegt andrúmsloft og gerir þetta
heimilislegt,“ segir Bryndís.
Aðstaðan til fyrirmyndar
Aðspurð segir hún aðstöðuna fyrir
aðstandendur mjög góða. Gestir
geti bæði farið inn á herbergin, þar
sem nóg pláss er fyrir nokkra gesti,
eða í setustofur þar sem hún segir
aðstöðuna alveg til fyrirmyndar.
„Mér þykir líka svo gaman að sjá
myndir eftir Einar Ingimundarson
og fleiri listamenn á heimilinu
og líka alla gömlu hlutina sem
gefnir hafa verið þangað. Þetta
gerir heimilið hlýlegt og notalegt
og manni líður ekki eins og þetta
sé stofnun. Það er líka vel hugsað
um að þrífa og það er aldrei þessi
þunga lykt eins og maður finnur
oft á dvalarheimilium,“ segir
hún og bætir við að starfsfólk
Brákarhlíðar sé einstaklega gott.
„Það hugsa allir svo vel um íbúana.
Það er líka kostur að það er
eiginlega alltaf sama starfsfólkið
og mér þykir líka jákvætt að hafa
kokk á staðnum sem eldar góðan
mat. Mamma er allavega ánægð
með matinn. Heilt yfir held ég
því að Brákarhlíð sé fyrirmyndar
heimili,“ segir Bryndís dóttir
Önnu Sesselju Þórðardóttur íbúa á
Brákarhlíð.
arg
Þórhildur Kristín Bachmann, Bessý, veitti Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi stærst-
an skerf af sinni starfsævi og það
gerði hún af heilum hug sem for-
stöðukona heimilisins í áratugi.
Hún hélt vel um stjórnartaumana,
gerði það bæði af festu og mildi.
Samstarfsfólk hennar ber henni
afar vel söguna, hún var sanngjarn
og skipulagður stjórnandi, það bar
stjórnunarstíl hennar besta vitn-
ið að fólk ílengdist í starfi og hefur
það verið eitt stærsta lán hjúkrun-
ar- og dvalarheimilisins í Borgar-
nesi hve margt gott starfsfólk hef-
ur ráðist til heimilisins og ílengst í
starfi, þar gætir m.a. áhrifa Bessýj-
ar, ritaði framkvæmdastjóri Brák-
arhlíðar m.a. í minningargrein við
fráfall hennar árið 2014.
arg
Anna S. Þórðardóttir og Guðmundur Þórðarson með börnin sín átta, öll í lopapeysum sem Anna prjónaði.
„Heilt yfir held ég að Brákarhlíð
sé fyrirmyndar heimili“
Þórhildur Kristín Bachmann, þarna orðinn heimilismaður, en var áður um árabil for-
stöðukona heimilisins.
Í minningu Bessýjar
Sigríður Anna í Brákarhlíð.
Dagdvölin hefur hjálpað
Til hamingju með 50 árin!
Eyja- og
Miklaholtshreppur
Skorradalshreppur