Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 22
8 Til hamingju með 50 árin! Njótum skammdegisins sama Verið velkomin í töfrandi umhverfi Kaffi Kyrrðar, fáið hlýju í hjartað, ljós í hugann og næringu í líkamann Blómasetrið Ka Kyrrð Borgarnesi Þetta var bara svo gaman. Við vorum eins og ein stór fjöl-skylda, bæði starfsfólk og heimilisfólk,“ segir Margrét Sigur- þórsdóttir sem vann í vinnustofunni í Brákarhlíð í nærri 20 ár. „Þetta var svo mikið meira en bara handavinna. Ég var að lakka neglurnar á konun- um, plokka augabrúnirnar og svona aðeins að dútla við þær. Það voru kannski konur þarna um nírætt sem höfðu aldrei fengið naglalakk áður og þær voru svo fínar og sáttar með sig,“ rifjar Margrét upp og brosir. „Þetta var svo gaman.“ Aðal staðurinn Margrét byrjaði að vinna á heimilinu um miðjan tíunda áratuginn og segir að þá hafi íbúarnir verið mjög hressir og því oft mikið líf og fjör á vinnustofunni. „Þetta var aðal staðurinn,“ segir hún og hlær. „Þetta var eins og félagsmiðstöð bara. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Ég sagði þeim alltaf frá því sem var að gerast, eins og þegar maður fór á ball eða eitthvað og konurnar höfðu alveg sérstaklega gaman að öllu svona slúðri,“ segir Margrét. „Við vorum alltaf með ákveðna dagskrá. Við byrjuðum alla morgna á að lesa yfir blöðin og spá í nýjustu fréttum og svona. Svo fórum við í leikfimi og bara gerðum allskonar. Ég las fyrir fólkið og það var stundum svo gaman, sérstaklega þegar ég las bókina hans Þórðar í Haga og Þórður sat bara sjálfur að hlusta, eða þegar ég las bókina um Margréti í Dalsmynni og hún var þarna sjálf. Þá var hún oft að segja; „nei, ég sagði þetta nú aldrei.“ Eða eitthvað svoleiðis, það var alveg æðislegt,“ segir Margrét og bætir við að síðustu árin hennar í Brákarhlíð hafi fólkið verið orðið veikara og færnin minni. „En við gátum alltaf haft gaman og fundum leiðir til að fólkið gæti gert eitthvað skemmtilegt við hæfi,“ segir hún og brosir. Líflegar umræður á vinnustofunni Aðspurð segir hún margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hún hugsar til baka. „Þegar konurnar á heimilinu voru hressari þá fór ég stundum með þær út í búð og svona. Ég man eftir einni ferð þar sem ég fór með þér í apótekið og við vorum að skoða nærföt og ég sýndi þeim svona G-streng. Þær áttu ekki orð yfir þetta, svo var þetta umræðuefnið næsta hálfa mánuð Mitt happ í lífinu er að hafa fengið að vinna þarna -segir Margrét Sigurþórsdóttir Margrét Sigurþórsdóttir vann í vinnustofunni í Brákarhlíð. Ljósm. arg Mikið glens á fjölskylduskemmtun sem Margrét stóð fyrir ásamt öðrum til að safna fyrir stólum í Brákarhlíð. Peysur sem Imba frá Rauðsgili prjónaði fyrir stólasöfnunina. Módelin eru Vignir, Ómar og Bjarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.