Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 38
24 Brynhildur Eyjólfsdóttir ljósmóðir á Arnbjargarlæk flutti eftirfarandi kveðju í ljóði: Næstu skref Hér hefur verið greint frá aðdraganda og byggingu 1. áfanga dvalarheimilisins. Fyrirliggjandi teikningar gáfu þó sýn á framhaldið, álmu til vesturs frá nýbyggingunni. En þegar hér er komið sögu var búið að gefa frá sér þann hluta lóðarinnar undir heilsugæzluna. Þá var blaðinu snúið við nánast í bókstaflegri merkingu. Teikningum var breytt og gert ráð fyrir viðbyggingu við norðurgafl og álmu til austurs. Byggingarnefndin hafði verið lögð niður en í hennar stað kjörin stjórn fyrir dvalarheimilið á fulltrúafundi í marz 1971. Hana skipuðu Ásgeir Pétursson formaður, Halldór E. Sigurðsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Þórður Kristjánsson og Jakob Jónsson. Á fundi stjórnarinnar 24. júlí 1971 lágu fyrir frumteikningar að hinni nýju álmu við nýtt horn. Jafnframt var ákveðið að fara að tillögu Aðalheiðar að í nýju álmunni yrði gert ráð fyrir eins manns herbergjum. Einnig var samþykkt að steypa grunnplötu fyrir haustið. Hvort af því varð er óljóst en í bréfi stjórnarformanns til heilbrigðisráðuneytisins í ársbyrjun 1973 eru kynnt byggingaráform vegna 2. áfanga dvalarheimilisins og leitað framlags af fjárlögum. Þess er þá getið að raunar séu framkvæmdir hafnar við grunn byggingarinnar. Nýja álman átti að vera þriggja hæða, jarðhæð og tvær hæðir ofan á. Áætlað var að gera alla bygginguna fokhelda í einum áfanga en fresta innréttingu efstu hæðarinnar sem yrði íbúðarhæð eins og miðhæðin en á jarðhæð geymslur og salir fyrir tómstundastarf heimilismanna. Byggingameistari var Þorsteinn Theódórsson og var framkvæmdum lokið 1975. Þó fór svo að uppsteypu efstu hæðarinnar var slegið á frest og framkvæmdum lokið í bili með bráðabirgðaþaki yfir miðhæðina. Nokkur ár liðu þar til síðari hluta annars áfanga lauk með byggingu þriðju hæðarinnar sem var reist úr forsteyptum einingum frá Loftorku. Hún var tekin í notkun 1983. Upphaflega var gert ráð fyrir aðstöðu fyrir 22 íbúa á hvorri hæð. Það mun hafa breytzt á undirbúningsstigi með því að gera ráð fyrir einstaklingsherbergjum að hluta til. Nokkur herbergi á jarðhæð voru hins vegar um tíma nýtt sem íbúðarherbergi. Pattstaða Sá sem ábyrgur er fyrir þessari samantekt var kjörinn í stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum árið 2002. Fyrir í stjórninni voru Sigrún Símonardóttir formaður, sr. Geir Waage, Haukur Sveinbjörnsson og Sæunn Oddsdóttir. Eins og lýst er hér annars staðar í blaðinu þá voru framkvæmdavæntingar fráfarandi stjórnar fastar í læstri biðstöðu vegna óvissu um framtíð heilsugæslunnar, sambýlisstofnunar dvalarheimilisins nánast frá upphafi. Þessi staðreynd var mjög farin að að hamla starfsemi dvalarheimilisins og reyndi mikið bæði á fólk og hús. Í raun var húsnæðið ótækt til notkunar sem hjúkrunarheimili þótt starfsemin hafi með árunum þróast til þeirrar áttar. Fyrir utan það að vera þröngt og óhentugt á ýmsan hátt, enda byggt sem dvalarheimili fyrir aldrað fólk en rólfært. Nefna má sem dæmi, að sjúkrarúm komust ekki með góðu móti inn á herbergin nema sundurtekin og ansi fyrirferðarmikil þegar inn var komið í lítið herbergi. Því var í lengstu lög reynt að sinna þeim í venjulegum rúmum sem voru hjúkrunarþurfi. Það gefur augaleið að þannig er mun örðugra að annast þann sem rúmliggjandi er. Annað má nefna sem var stjórnendum íþyngjandi. Brunavarnir hússins voru ófullnægjandi og uppfylltu ekki lengur gildandi kröfur. Að uppfylla þær hefði reynzt mjög kostnaðarsamt og fyrirsjáanlegt að myndu ekki nýtast að neinu leyti þótt í væri ráðizt, þegar til endurbóta húsnæðisins kæmi síðar. Undanþága fékkst frá því að leggja í þessa framkvæmd en þeir sem hana veittu minntu reglulega á sig af og til. Heilsugæzlan kjur Þar kom að heilbrigðisráðuneytið tók þá heilbrigðu ákvörðun að gera ekki neitt. Stundun er það bezt. Heilsugæzlan í Borgarnesi skyldi vera á sínum stað. Þar með var húsnæði hennar ekki falt sem betur fer og hefði enda verið óhentugt dvalarheimilinu. Stjórn DAB beið ekki boðanna því nokkuð var liðið á skipunartíma hennar. Á fundi stjórnar DAB 14.12 2005 var kosin undirbúningsnefnd vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Í henni sátu Finnbogi Rögnvaldsson formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, Jónína Heiðardóttir fyrir Borgarfjarðarsveit, Guðsteinn Einarsson fyrir Skorradalshrepp og hreppana vestan Hítarár, Margrét Guðmundsdóttir frkvstj. DAB og Jón G. Guðbjörnsson úr stjórn DAB. JGG var kosinn formaður nefndarinnar. Á fundinum lágu fyrir tvö minnisblöð sem segja má að hafi lagt línurnar um verkefni nefndarinnar. Nefndin hófst þegar handa og með fyrstu verkum hennar var að fá Einar Ingimarsson arkitekt til ráðgjafar m.a. til mats á byggingarkostum. Hans niðurstaða var að hagkvæmast væri að nýta lóðina meðfram Ánahlíðinni. Var honum þá falið að gera tillögu um það hvernig lóðin gæti bezt nýtzt fyrir nýja viðbyggingu. Stefnan tekin Undirbúningsnefndin hélt nokkra fundi m.a. með Einari arkitekt. Tillaga hans sýndi að vel mætti koma fyrir byggingu við Ánahlíðina með kjallara/ jarðhæð og tveimur hæðum ofan á með 15 íbúðarrýmum á hvorri hæð en miðlægu þjónusturými á jarðhæð auk salar til hliðar vestan við. Að vísu yrði að ganga aðeins á klettinn austast á lóðinni. Nefndin fól formanni að fara ásamt Einari á fund umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar og kynna þar framkvæmdatillögurnar. Þetta var 7. marz 2006 og þremur dögum seinna er svar skipulagsnefndarinnar dagsett bréflega með svohljóðandi bókun: „Nefndin tekur jákvætt í framsettar hugmyndir arkitekts um stækkun.“ Punktur og basta. Engar málalengingar. Þetta svar hafa fulltrúar í undirbúningsnefndinni í vegarnesti á stjórnarfundi 15. sama mánaðar. Einnig var lagt fram minnisblað um störf nefndarinnar. Lagði hún til að stjórn DAB sendi formlegt erindi til byggðarráðs að mega nýta baklóðina með þeim hætti sem lýst var. Lögð var fram tillaga að ýtarlegu bréfi til yfirvalda í Borgarbyggð. Var það undirritað af allri stjórninni á fundinum. Á stjórnarfundi 2. maí er svo með sama hætti gengið frá formlegu hliðstæðu bréfi til Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og jafnframt beiðni um fund með ráðherranum. Þrennt hafði áunnist þennan veturinn. Staðsetning nýbyggingarinnar var ákveðin, fyrstu teikningar lágu fyrir og málið var komið í farveg gagnvart hlutaðeigandi stjórnvöldum. Vilji stjórnar DAB var skýr en fjarri því var að björninn væri unninn. Stjórnarskipti sumarið 2006 Vorið 2006 voru sveitarstjórnarkosningar. Magnús B. Jónsson var kjörinn formaður í nýrri stjórn DAB eftir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Myndin er tekin seinni hluta níunda áratugarins. Stjórn DAB á fyrri hluta níunda áratugarins. Efri röð f.v. Óli Jón Gunnarsson, Þórður Kristjánsson, Haukur Sveinbjörnsson og Geir Waage. Í neðri röð f.v. Þórhildur Bach- mann, Aðalheiður Jónsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Hér er búið að byggja kjallara og fyrstu hæð viðbyggingar í austur frá upphaflegri byggingu. Í greininni kallað fyrri hluti annars áfanga. Árið er 1975. Hér er nýlega lokið við byggingu heilsugæslustöðvarinnar á áttunda áratugnum, vestur úr upphaflegri byggingu dvalarheimilisins sem það heimilaði heilsugæslunni afnot af. Bústaður þessi er byggður, - Borgfirðingum til dvalar, - sem aldnir eru að árum – og eytt hafa löngum degi - til blessunar byggð sinni og landi. Hér koma þreyttir – frá þrotlasu striti. - Þeirra var starfið - að brjóta þeim braut - sem enn eru yngri. Ævin gefur - gleði sorgir - genginn veg. - Því skulu allir - að öldruðum hlúa. Vér þökkum hvern eyri - hvert unnið starf - svo áfanga - þessum var náð. Ekkert vinnst - nema verið sé - í verki af - lífi og sál. Ókomin ár - oss munu sanna – gildi framkvæmda - góðra málefna. Ef - ástúð - og umhyggja - vefur - æ þennan stað - þá er vel. BE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.