Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 32
18
Ingigerður Benediktsdóttir hefur búið á Brákarhlíð lengst allra sem þar búa í dag. En
hún er ein þeirra sem hefur búið
á heimilinu frá því áður en nýja
byggingin var tekin í notkun. „Þá
voru herbergin töluvert minni og
ekkert sérstakleg góð. En starfs-
fólkið bætti það upp,“ segir Jakob
Guðmundsson, sonur Ingigerð-
ar. „Í dag er aðstaðan mun betri
en starfsfólkið er samt í raun það
sem gerir heimilið svona gott,“
bætir hann við. Jakob segir heim-
ilið í hans augum, sem aðstand-
anda, vera til fyrirmyndar. „Her-
bergin eru glæsileg og sameigin-
lega rýmið er líka mjög fínt og ég
get rétt ímyndað mér að munur
sé mikill fyrir íbúana síðan heim-
ilið var stækkað, það er svo mik-
ið meira pláss og næði fyrir hvern
og einn.“
Alltaf góðar móttökur
Aðspurður segir Jakob íbúa
hafa góða aðstöðu til að taka
á móti gestum á heimilinu í
dag, bæði inni á herbergjum og
í sameiginlegum setustofum.
„Það er líka alltaf tekið vel á
móti öllum gestum á heimilinu,
boðið upp á kaffi og svona,“
segir Jakob. „Þetta er svona eins
nálægt því og hægt er að vera
eins og hvert annað heimili. Þetta
er bara eins og heimili sem er
fullt af fólki, sem heimilið hennar
mömmu í sveitinni var reyndar
alltaf,“ segir Jakob og hlær. „Það
leynir sér ekki að andinn er alltaf
góður og jákvæður á Brákarhlíð,“
bætir hann við. Þá segir hann
það stóran kost að inni á hverju
heimili sé nánast alltaf sama
starfsfólkið. „Ég man að þegar
starfsfólkið fór að klæðast sínum
venjulega fatnaði í staðinn fyrir
sloppum var fyrst smá ruglingur
og maður mundi ekki alltaf
nöfnin og svona en þetta hefur
vanist. Svo hjálpar líka að það er
alltaf sama fólkið sem maður á í
samskiptum við,“ segir Jakob.
Erfiðar aðstæður í dag
„Mamma er bara alsæl á
Brákarhlíð. Hún er orðin mjög
fullorðin núna en hún nýtur
þess að vera þarna og það er vel
hugsað um hana. Henni þykir
maturinn góður en kvartar þó
mikið yfir því að það sé naumt
skammtað af kökum,“ segir Jakob
og hlær. „Ætli það sé ekki eitthvað
varðandi sykurinn en henni þykir
þetta helsti gallinn á heimilinu,
að það vantar meira sætabrauð.“
En hvernig líður henni þessar
vikurnar í ljósi aðstæðna vegna
Covid-19? „Þetta er erfitt og
alveg hundleiðinlegt. Síðustu
vikur hefur bara einn mátt koma
í heimsókn og ég eini gesturinn
sem hún hefur mátt fá. Hún er
því löngu orðin hundleið á mér
þó vissulega sé ég uppáhalds
drengurinn hennar,“ svarar hann
og hlær. „Svo á hún afmæli í dag
og það er alveg búið að loka og
hún má ekki fá neinn gest. Þetta
er líka sérstaklega erfitt fyrir hana
þar sem hún á orðið erfitt með
að tala í síma. En svo held ég að
þetta reyni rosalega á starfsfólkið.
Þetta eru ekki öfundsverðar
aðstæður að vinna við og í raun
aðdáunarvert allt sem þau hafa
gert til að gera ástandið bærilegra
fyrir íbúa,“ segir Jakob og bætir
því við að hann hlakki mikið til
að geta aftur heimsótt mömmu
sína aftur. „En mamma tekur
þessu eins og flestir, af æðruleysi
og bíður bara þar til þetta gangi
yfir,“ segir Jakob sonur Ingigerðar
Benediktsdóttur.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Andinn er alltaf góður og
jákvæður í Brákarhlíð
Jakob með bróður sínum Sigurði á æskuslóðum móður þeirra, Brúará á Ströndum.
Heimilisfólk gerir
sér glaðan dag
Meðfylgjandi eru svipmyndir frá því þegar
íbúar í Brákarhlíð gera sér glaðan dag
utan heimilisins. Myndirnar eru allar úr
ljósmyndaalbúmum Brákarhlíðar.
Allir glaðir í sumarferð heimilisins. Frá sumarferð á fyrstu árum DAB. Frá sumarferð í kringum 1980.
Kaffi í sumarferð starfsmanna og heimilisfólks.
Heimilismenn hressir á ísdegi.
Haldið í kaffiboð í Hyrnunni. Kaffiboð í Hyrnunni.
Allir samferða í kaffiboð í Hyrnunni.