Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202016
Haraldur Haraldsson hefur verið
ráðinn skólastjóri Auðarskóla í Búð-
ardal og tekur hann við af Hlöð-
veri Inga Gunnarssyni um næstu
mánaðamót. Haraldur hefur starf-
að sem skólastjóri í um 30 ár, fyrst
við Ásgarðsskóla í Kjós. „Ég byrjaði
þar beint eftir háskólanámið, bara
af tilviljun,“ segir Haraldur í sam-
tali við Skessuhorn. „Ég ætlaði að
fara að kenna smíðar í nýrri smíða-
stofu í Grundaskóla á Akranesi.
Konan mín er líka kennari og hún
hugðist einnig ráða sig til kennslu
í Grundaskóla. Á leið okkar það-
an eftir að hafa hitt skólastjórann,
Guðbjart Hannesson heitinn, sem
vildi ráða okkur bæði, keyrðum
við Hvalfjörðinn í fallegu veðri að
vori til. Við sáum á leið okkar hvar
flaggað var við hvítt, stórt og mik-
ið hús og ákváðum að stoppa. Þar
hittum við tvo menn við rimlahlið,
annar þeirra var oddviti og hinn
skólanefndarformaður, og spurð-
um við af hverju fáni væri þar dreg-
inn að húni. Þeir sögðu okkur að
verið væri að kveðja skólastjóra og
spurðu okkur svo hver við værum
og hvernig stæði á ferðum okkar.
Þeir hvöttu okkur til þess að sækja
um, sem við og gerðum, og Kjós-
verjar höfðu þá djörfung að ráða
nýútskrifaða nemann sem skóla-
stjóra,“ segir Haraldur. „Réttindi
til kennslu hafði ég ekki í höndum
fyrr en einhverjum vikum seinna,“
bætir hann við og hlær. „Þar með
hófst skólastjóraferill minn og síð-
an hef ég verið stjórnandi, en auk
þess kennt á öllum skólastigum;
á grunn-, framhalds- og háskóla-
stigi,“ segir Haraldur.
Skólastjóri í
Hafnarfirði í 16 ár
Haraldur var skólastjóri, auk þess
að kenna við Ásgarðsskóla, í níu
ár en færði sig þá yfir í starf fram-
kvæmdastjóra hestamannafélags-
ins Fáks, þar sem hann var í fimm
ár. „Ég ákvað svo að snúa aftur í
fræðin og gerðist skólastjóri við
lítinn skóla í Hrútafirði, það var
alveg dásamlegur tími,“ segir Har-
aldur. „Svo fór ég í Heiðarskóla í
Borgarfirði og var þar í fimm ár,
þar var einnig yndislegt að vera.
Þar kynntist ég öðrum skólum á
Vesturlandi í gegnum samstarf
þeirra á milli,“ segir hann.
Það var svo þegar börnin voru
að fara í framhaldsnám að loknu
grunnskólanámi sem Haraldur
ákvað að færa sig í Hafnarfjörðinn.
„Unga fólkið vildi fá mig með
suður á bóginn og ég sagðist koma
með ef ég fengi stöðu í Lækjarskó-
la, annars ætlaði ég að vera áfram
í sveitinni. Það eru sterkar sveit-
atengingarnar í mér,“ segir Har-
aldur. Það fór svo að hann fékk
starf skólastjóra við Lækjarskóla
þar sem hann var í 16 ár. Í min-
ni tíð varð Lækjarskóli að marg-
breytilegum grunnskóla, þar sem
starfrækt voru marskonar sértæk
úrræði fyrir nemendur og einstak-
lingsmiðað nám auk þess sem um
sex ára skeið var starfrækt fram-
haldsdeild við skólann. Lækjar-
skóli er magnað lærdómssamfé-
lag og fallegt og gott flaggskip,
sem hlotið hefur margvíslegar
viðurkenningar. Þar var gott að
vera og mikil sköpun og þróun í
góðu hafnfirsku samfélagi. Í öllum
þeim skólum sem ég hef starfað í
og þeim samfélögum sem ég hef
búið í hefur gott fólk og yndisle-
gir nemendur varðað minn veg,“
segir Haraldur.
Sveitin togaði
Haraldur segir sveitina þó allt-
af hafa togað í sig og því var ekki
spurning að sækja um þegar hann
sá auglýsta stöðuna í Auðarskóla.
„Þó ég hafi nú alist upp fyrst á möl-
inni og svo malbikinu í Reykjavík
hefur náttúran alltaf kallað á kall-
inn. En ég ólst líka upp að hluta til
í Borgarfirði auk þess sem ég var
í sveit á Vestfjörðum sem barn,“
segir hann.
Haraldur tekur við Auðarskó-
la um næstu mánaðamót og segist
fullur tilhlökkunar. „Ég hef verið
svo lánssamur gegnum árin að hafa
alltaf unnið á dásamlegum stöðum
og hlakka mikið til að koma í
Dalina. Ég á vini úr Dölunum og
það hefur kennt hjá mér afbragðs
Dalafólk og ég get ekki annað
sagt en það sé allt gott og skem-
mtilegt fólk. Þess má til gamans
geta að ungur og nýútskrifaður
járningamaður frá Landbúnaðar-
háskólanum í Kaupmannahöfn,
kom ég um 1980 í Dalina og ken-
ndi hestamönnum þar járningar
og hófhirðu. Svo segja má að ég sé
ekki alveg óreyndur í kennslustör-
fum í Dölum,“ segir Haraldur, nýr
skólastjóri Auðarskóla að endingu.
arg
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill
styðja við bakið á björgunarsveit-
unum með öðrum hætti en flug-
eldasýningu, að því er fram kem-
ur í fundargerð byggðarráðs frá
því á fimmtudag. Formaður Björg-
unarsveitarinnar Brákar í Borgar-
nesi hafði sent sveitarfélaginu fyr-
irspurn um leyfi til að halda flug-
eldasýningu á þrettándanum, að
því gefnu að styrktaraðili fyndist.
Sveitarstjórn samþykkti í desember
í fyrra að flugeldasýningin á þrett-
ándagleðinni 2020 yrði sú síðasta.
Þess í stað yrði hátíðin haldin með
umhverfisvænum hætti í framtíð-
inni og áfram stutt við starf björg-
unasveitanna í sveitarfélaginu.
Í kjölfar þeirrar ákvörðunar
barst sveitarfélaginu bréf frá Brák,
sem byggðarráð fjallaði um seint í
janúar síðastliðnum. Þar var ítrek-
að markmið sveitarstjórnar með
ákvörðun sinni, en því lýst að sveit-
arfélagið gerði ekki athugasemdir
við að aðrir aðilar tækju að sér að
halda flugeldasýningar að fengn-
um tilskyldum leyfum. Var það svar
rifjað upp í svari við fyrirspurn for-
manns Brákar nú seint í október.
„Þrettándagleðin er hátíð á vegum
Borgarbyggðar og hefur sveitar-
félagið áhuga á aðstyrkja björg-
unarsveitirnar til þátttöku í þrett-
ándagleðinni með öðrum hætti
en með flugeldasýningu,“ segir í
fundargerð byggðarráðs frá því
á fimmtudaginn síðasta. Var at-
vinnu-, markaðs- og menningar-
málanefnd falið að boða formann
Brákar til fundar með nefndinni
til að fara yfir mögulegar leiðir til
þátttöku. kgk
Vilja styrkja björgunarsveitir með öðru en flugeldum
Skotið upp á þrettándagleði í Borgarnesi í janúar síðastliðnum. Ljósm. úr safni.
Auðarskóli. Ljósm. úr safni/sm.
Haraldur Haraldsson er nýr skólastjóri Auðarskóla
Haraldur Haraldsson kemur til starfa
sem nýr skólastjóri Auðarskóla um
næstu mánaðamót. Ljósm. Aðsend