Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 20202 Nú er innan við tveir mánuðir til jóla. Við hvetjum fólk til að skipu- leggja undirbúning hátíðarinn- ar tímanlega. Sérstaklega hvað varðar innkaup til að forðast fjöl- menni í verslunum þegar líða fer á aðventu. Á morgun, fimmtudag, má bú- ast við rigningu með köflum og austanátt 15-23 m/s en snýst í hægari suðaustanátt seinnipart- inn. Hiti 3 til 10 stig. Á föstudag verður áfram rigning með köfl- um en snýst í sunnan 8-15 m/s síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á laugar- dag verður suðlæg átt og dálítil væta sunnan- og vestantil. Geng- ur í ákveðna norðaustanátt síð- degis með rigningu eða slyddu. Á sunnudag er spáð breytilegri átt og rigningu eða slyddu með köflum. Hiti 1 til 7 stig. Á mánu- dag er útlit fyrir vestlæga átt og skúri eða él. Undanfarna viku hafa lesendur vefs Skessuhorns verið spurðir hvort þeir hafi eignast ný áhuga- mál á árinu. „Nei, engin“ svaraði meirihlutinn, eða 72%. 18% hef- ur eignast eitt nýtt áhugamál á árinu og 11% segjast hafa eign- ast nokkur eða mörg áhugamál. Í næstu viku er spurt: Hvenær má byrja að spila jólalög? Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimilið í Borgarnesi, fagnar 50 ára afmæli á árinu. Af því tilefni er sérstakt afmælisblað sem fylgir Skessuhorni þessa vikuna. Íbúar, starfsfólk og velunnarar Brákar- hlíðar nær og fjær eru Vestlend- ingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Tuttugu í einangrun VESTURLAND: Í gær, þriðjudaginn 27. október, voru 20 manns í einangrun vegna Covid-19 í landshlutan- um, skv. tölum Lögreglunnar á Vesturlandi. Flestir voru þá í einangrun á Akranesi, eða 15 manns en fjórir í Borgarnesi og einn í Ólafsvík. Alls voru 72 í sóttkví á Vesturlandi í gær; 41 á Akranesi, 20 í Borg- arnesi, fimm í Búðardal, þrír í Stykkishólmi, tveir í Ólafsvík og einn í Grundarfirði. -kgk Nemendur á heimavist FVA í sóttkví AKRANES: Covid19-smit kom upp á heimavist Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi síðastliðið föstudags- kvöld. Heimavistinni var lok- að og nemendur sem þar búa og starfsmenn eru í sóttkví. Þetta kom fram í tölvupósti sem Steinunn Inga Óttars- dóttir skólameistari sendi nemendum skólans. „Ekki er ástæða til ótta og ekki er talin þörf á frekari aðgerðum, sam- kvæmt samráði við heilbrigð- isyfirvöld á Akranesi. Starf- semi skólans heldur áfram óbreytt, þ.e. stjórnendur og annað starfsfólk vinna í teym- um, bóknám í fjarkennslu og staðkennsla verður áfram í verknámi í næstu viku í til- greindum sóttvarnarhólfum og að öllum sóttvarnarreglum viðhöfðum,“ skrifaði Steinunn Inga til nemenda. -mm Innbrot á veitingastað DALIR: Aðfararnótt föstu- dagsins 23. október var brot- ist inn í veitingastaðinn Veiði- staðinn í Búðardal. Skemmdir eru á útihurð þar sem tilraun hefur verið gerð til að spenna upp hurðina ásamt því að ná gleri úr hurð. Það bar ekki ár- angur og ljóst að sá eða þeir sem þarna voru á ferð hafa náð að brjóta sér leið í gegn- um hlera sem settur hafði ver- ið fyrir glugga á húsinu. Sam- kvæmt heimildum Skessu- horns var peningum stolið. Lögreglan á Vesturlandi rann- sakar málið. -sm Stofna menningarsjóð DALABYGGÐ: Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt tillögu menningarmálanefnd- ar þess efnis að koma á fót sjóði til styrktar menningar- málaverkefnum í Dalabyggð. Menningarmálanefnd sveit- arfélagsins mun taka við um- sóknum og úthluta úr sjóðn- um, sem verður tryggður pen- ingur í fjárhagsáætlun hvers árs, frá og með árinu 2021. Fyrir liggur að semja þarf regl- ur um hlutverk sjóðsins og út- hlutun úr honum og var verk- efnastjóra falið að vinna áfram að málinu. -kgk Veðurhorfur Uppsetningu kantljósa í Hvalfjarð- argöngum er lokið og verður gerð lokaúttekt á þeim í næstu viku. Um er að ræða LED-ljós sem sett voru upp með 25 metra millibili ofan á Norðurál hefur óskað íhlutunar Samkeppniseftirlitsins vegna verð- lagningar Landsvirkjunar á skamm- tímamarkaði með raforku. telur Norðurál að þar misnoti Lands- virkjun markaðsráðandi stöðu sína. Í tilkynningu frá Norðuráli seg- ir að fyrirtækið hafi í allnokkur ár ekki haft nægilega orku í gegnum langtímasamninga til að halda uppi fullri framleiðsu í álverinu á Grund- artanga. Auk þess hafi Norðurál tímabundið þurft að kaupa raforku á skammtímamarkaði til að fylla upp í skerðingar vegna viðhalds hjá öðrum orkuframleiðendum sem fyrirtækið kaupir orku af. Í sumarbyrjun kom einmitt sú staða upp, þ.e. að Norðurál þurfti að kaupa raforku á skammtíma- markaði til að forðast tjón í ker- skála vegna skerðinga og til að geta haldið uppi fullum rekstri. Nær öll raforka á íslenska skammtíma- markaðnum er framleidd af Lands- virkjun, að því er fram kemur í til- kynningu Norðuráls. „Eftirspurn eftir raforku hafði dregist saman á Íslandi og staða í lónum Lands- virkjunar var yfir meðallagi. Við slíkar aðstæður ætti verð að vera lægra en ella.“ Verðið sem Lands- virkjun vildi fá hafi hins vegar verið hærra en verð á orku sem Norðurál keypti frá minni orkuframleiðanda, yfir meðalverði Landsvirkjunar árin á undan og yfir verði á nor- ræna skammtímamarkaðnum Nord Pool. „Norðurál telur að Lands- virkjun hafi sem markaðsráðandi aðili á markaði með skammtíma- orku misnotað stöðu sína gagn- vart Norðuráli með því að krefjast ósanngjarns og óhóflegs endur- gjalds fyrir umframorku,“ segir í tilkynningunni. Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir það eðlilegan hluta af viðskiptum fyrirtækja á Ís- landi að þurfa öðru hverju að leita til opinberra aðila eins og Sam- keppniseftirlitsins til að greiða úr deilumálum. „Ég legg hins vegar áherslu á að samstarfið við Lands- virkjun hefur almennt verið mjög gott hingað til og ég vænti þess að svo verði áfram,“ segir forstjórinn í tilkynningunni. kgk Matvælastofnun óskaði eftir rann- sókn lögreglu á markaðssetningu á kjöti af heimaslátruðum lömbum á bændamarkaði á Hofsósi haust- ið 2018. Rannsókn lögreglunn- ar leiddi til að lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gaf út ákæru í málinu. Ákærði hefur nú verið sýknaður af Héraðsdómi Norður- lands vestra vegna þess að sú hátt- semi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem ekki var slátrað í lög- giltu sláturhúsi sé ekki lýst sem refsiverðri í lögunum. Af skoðun Matvælastofnunar haustið 2018 þótti ljóst að afurðir sem ekki höfðu verið heilbrigðis- skoðaðar, né komið úr samþykkt- um sláturhúsum, hafði verið dreift á markaðnum. Í kjölfarið fór fram opinber innköllun á afurðum sem seldar voru á bændamarkaðnum. Þar sem Matvælastofnun var ekki kunnugt um hvernig staðið var að slátrun og vinnslu og hver hafði forgöngu um slátrunina, vinnsluna sem og dreifingu og markaðssetn- ingu, þá óskaði stofnunin eftir því að lögreglan á Norðurlandi vestra tæki málið til rannsóknar og lyki málinu ef tilefni væri til. Eftir rannsókn lögreglunnar tók lögreglustjóri Norðurlands vestra ákvörðun um að ákæra væri gefin út og hefur ákærði nú verið sýkn- aður af Héraðsdómi Norðurlands vestra. Samkvæmt dómnum liggur fyrir að sláturdýrum, sem slátra á í því skyni að dreifa afurðum á markaði, skuli slátra í löggiltu sláturhúsi og óumdeilt er að aðstaðan þar sem tíu lömbum var slátrað var ekki löggilt sláturhús. Í niðurstöðum dóms- ins segir að þau ákvæði sem ákært var fyrir taki eingöngu til slátrunar gripa en ekki til sölu og dreifingar sláturafurða. Þá segir að; „sú hátt- semi að selja og dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða sam- kvæmt núgildandi lögum, slátur- húsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsi- verð.“ taldi dómurinn því að skort hafi skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og hann því sýknaður. „Matvæla- stofnun mun taka málið upp við atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið varðandi viðbrögð við nið- urstöðu dómsins,“ segir í tilkynn- ingu frá MASt. mm Norðurál telur Landsvirkjun hafa misnotað stöðu sína Óskað eftir íhlutun Samkeppniseftirlitsins Frá álveri Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk. Kantljósin komin upp í göngunum steyptri vegöxl, rétt fyrir ofan kant- stein ganganna, samtals 506 ljós. Það var fyrirtækið orkuvirki ehf. sem annaðist framkvæmdina ásamt undirverktakanum Sagtækni ehf., eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. „Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgön- gum,“ segir í frétt á vef Vegagerða- rinnar, en þau munu leysa göm- lu góðu vegstikurnar af hólmi. „LED-ljósin hafa gefið góða raun og koma í stað vegstika. Þetta spa- rar bæði tíma og fyrirhöfn því þrí- fa þarf vegstikur mánaðarlega með sérstökum vélum í göngunum. Ljó- sin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin,“ segir á vef Vega- gerðarinnar. Hreinsun ganganna eftir þessa aðgerð er nú hafin. Athygli vegfa- renda er vakin á því að mikið ryk hefur safnast í göngin eftir að sagað var fyrir lögnum að nýju ljósunum í vegöxlum beggja vegna. Svifryk er því mikið þessa dagana í Hvalf- jarðargöngum. kgk Nýju LED-ljósin í Hvalfjarðargöngum. Ljósm. Vegagerðin. Sýknað fyrir sölu á lambakjöti af heimaslátruðu Lambakjöt á diski. Ljósm. úr safni/ mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.