Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 20
6
Til hamingju með 50 árin!
Júlli Jóns ehf
Borgarnes – Borgar örður
Vöruafgreiðsla Engjaási 1 - sími 437-2030
Aldís Eiríksdóttir er iðju-þjálfi í Brákarhlíð. Hún hefur umsjón með einstak-
lingsbundinni iðjuþjálfun og ýmis
konar samverustundum og hóp-
astarfi. Aldís var búin að kenna
í grunnskóla í 25 ár þegar hún
ákvað að venda kvæði sínu í kross
og læra iðjuþjálfann og fór að því
loknu að starfa í Brákarhlíð. „Ég
sé sko ekki eftir því. Það var frá-
bært að kenna en allt hefur sinn
tíma, eins og sagt er. Mér fannst
ég búin að skila mínu þar og þetta
starf á mjög vel við mig,“ segir Al-
dís.
„Ég hef fram að þessu haft
umsjón með vinnustofunni með
þremur góðum konum. Nú höfum
við breytt dálítið um áherslur í
iðjuþjálfuninni og ég er búin að
skila vinnustofukeflinu til þeirra
frábæru kvenna sem þar vinna. Í
staðinn fer ég núna upp til fólksins
á hæðunum sem kemur sjaldan eða
aldrei á vinnustofuna. Það er ansi
stór hópur. Það hefur alltaf verið
lögð áhersla á að hafa fjölbreytt
viðfangsefni á vinnustofunni,“
segir Aldís. „Færni og áhugi
fólksins er eðlilega á breiðu bili
en það er reynt að hafa eitthvað
í boði fyrir alla,“ segir hún
brosandi. Auk verkefna til að vinna
í höndunum sér vinnustofan líka
um lestur framhaldssögu, bingó og
bíósýningar.
Áhersla á andlega líðan
Aldís segir að iðjuþjálfun snúi
ekki síður að andlegri heilsu en
líkamlegri og því að sinna þörfum
fólks á því sviði. „Iðja er ekki
bara að vinna í höndunum eða
daglegar grunnathafnir. Það er líka
mikilvægt að örva hugann. Spjalla,
leysa þrautir, syngja, dansa, njóta
tónlistar og bókmennta eða bara
hlæja að góðum bröndurum,“ segir
hún. Aldís segist leggja áherslu
á þessa hlið iðjuþjálfunar. Sem
dæmi um það eru spjallhópar,
samverustundir, fræðslustundir,
spilaklúbbar og fleira. „Það eru
ansi margir á hjúkrunarheimilum
sem eiga í erfiðleikum með minni,“
segir Aldís. „Með þeim byggir
nálgunin á því að vera saman í
núinu en jafnframt að kalla fram
styrkleika og færni sem býr innra
með manneskjunni. Oft er það
þannig að fólk er jafnvel sjálft
búið að gleyma hvers það er
megnugt en þegar réttar aðstæður
eru skapaðar þá er eins og hulu
sé lyft af viðkomandi og hann fer
kannski að fara með ljóð, syngja
eða dansa. Það er svo gefandi og
skemmtilegt að upplifa þetta og þó
að skammtímaminnið sé farið og
viðkomdi muni stundina ekki lengi
þá skapar hún samt vellíðan, eykur
sjálfstraust og gerir lífið betra,“
útskýrir Aldís.
Opnuðu kaffihús
Aldís fór ásamt öðru starfsfólki
Brákarhlíðar til Amsterdam
fyrir rúmu ári í kynnisferð í
svo kallað alzheimersþorp. Þar
kviknaði hugmyndin að því að
opna kaffihús í Brákarhlíð. „Við
fórum þarna í þorp sem er inni í
bæ en í þessu þorpi býr fólk með
heilabilun. Þetta er alveg eins og
smækkuð mynd af venjulegu þorpi
og íbúarnir fara um eins og þá
langar til. Þarna eru götur, garðar,
verslanir, torg og íbúðir og fólkið
á sitt heimili í þorpinu. Þarna voru
myndlistarklúbbar, tónlistarklúbbar
og margt fleira sem fólk gat skráð
sig á sjálft og valið, kannski með
aðstoð ættingja. Þarna sáum við
ýmislegt sem við myndum vilja
taka upp hér og höfum reyndar
gert nú þegar. Við höfum til dæmis
fengið myndlistarkonu til að vera
með myndlistarnámskeið og það
sló algerlega í gegn. Þarna kviknaði
semsagt kaffihúsahugmyndin
okkar. Í þorpinu voru veitingastaðir
sem voru opnir bæði fyrir íbúa
í þorpinu og aðra íbúa í bænum
fyrir utan þorpið. Íbúarnir gátu þá
komið þangað og fengið sér kaffi
eða mat og ættingjar gátu komið
og hitt ástvini sína. Þetta skapar
raunverulegar og kunnuglegar
aðstæður fyrir íbúann og ástvini
hans. Það var þetta andrúmsloft
sem við vildum ná með því að opna
kaffihús en við þurftum vissulega
að útfæra það aðeins öðruvísi hér,“
segir hún.
Notaleg stemning
Kaffihúsið í Brákarhlíð var opið
einu sinni í viku sumarið 2019 en
um veturinn var ákveðið að hafa
það opið einu sinni í mánuði.
Svo kom kórónufaraldurinn og
kaffihúsið hefur því ekki getað
verið opið í nokkurn tíma.
„Þetta fór alveg fram úr okkar
björtustu vonum,“ segir Aldís og
brosir. „Vonandi getum við bara
opnað aftur sem fyrst því þetta
sló sannarlega í gegn.“ Íbúar
og starfsfólk Brákarhlíðar hefur
sjálft komið að öllu skipulagi og
uppsetningu kaffihússins og fyrrum
starfsmenn hafa einnig komið til
að aðstoða. „Markmiðið er að hafa
Vinnur við að skapa aðstæður
fyrir fólk til að njóta lífsins
Aldís Eiríksdóttir er iðjuþjálfi í Brákarhlíð
Aldís ber fram köku á kaffihúsi Brákarhlíðar í febrúar.
Anna S. Þórðardóttir við saumavélina í iðjunni í Brákarhlíð.