Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 21 Vísnahorn Haustið er tími aðdrátta og þá væntanlega heppi- legt að halla sér að þeim verslunum sem bjóða best vöruúrval. Ef ég man rétt var það Kristján heitinn Runólfsson sem orti vörulista yfir smábrot af því sem finna má í verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki eða með öðrum orðum hjá Bjarna Har: Raksápa og rikklingar, reykjarpípur vinsælar, sælgæti og sixpensar, sjást í fórum Bjarna Har. Hatta, bindi og hálsklútar, hakar, buxur margfrægar, vítamín og vöðlurnar, verslar enginn nema þar. Bakstursvörur, baunirnar, bollar, skálar, tannburstar, músagildrur, mannbroddar, makkarónur, borðhnífar. Herðatré og tannstönglar, tóbakshorn og kveikjarar, lopi, skro og skóreimar, skjólur, taumar, járnkarlar. og fjölmargt fleira mætti upp telja en þó bragurinn sé alltof langur til að birtast í heild sinni er þar þó aðeins talið brot af raunveru- legu vöruúrvali verslunarinnar og má af því sjá að æðilangt yrði upp að telja. Jón Atli Játvarðarson var að leika sér með fleirtöluorðið föðm og batt það í stöku með þessum afleiðingum: Giftist lúða löng við föðm, leigðu í súðarskápi. Springur húð á maga og mjöðm mest af búðarrápi. Eitt og annað síaðist inn í kollinn á manni á skólaárunum. Sumt tollir enn en reyndar fæst af því sem var á námsskránni. Þessi vísa var til dæmis ekki á námsskrá en þó þykist ég muna hana þó hvorki viti ég hver orti þessa mann- lýsingu né um hvern: Ef að sér hann unga snót allur meiri verður. Spraðurbassi og sportidiót, spámannlega gerður. Árni Bergmann ritaði meðal annars bók- ina „Eitt á ég samt.“ Minningar um samtíma- menn og mismerkilega viðburði á lífsgöng- unni. Þar mun meðal annars að finna þessa limru um ástina: Við lifum sem pamfílar lukkunnar leirinn við hnoðum í krukkurnar og bækur við skrifum og í bókum við lifum og sléttum á hvort öðru hrukkurnar. Heiti bókarinnar tel ég líklegt að Árni sæki í ljóð eftir Jónas Hallgrímsson sem hann nefnir „Á nýársdag 1845“ og ættu vonandi flestir að vera lítið skemmdir af þó það birtist hér: Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svosem ekki neitt í neinu því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á ég samt og annast vil ég þig hugur míns sjálfs í hjarta þoli vörðu er himin sér og unir lágri jörðu og þykir ekki þokan voðalig. Ég man þeir segja: „Hart á móti hörðu“ en heldur vil ég kenna til og lifa og þó að nokkurt andstreymi ég bíði en liggja eins og leggur uppi í vörðu sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei, af níði. Einhvern veginn virðist það stundum að- eins ruglingslegt hvað er níð og hvað er ekki níð. Hvað er niðrandi og hvað er ekki niðr- andi. Að mínu viti er nánast sama hvað orð er notað yfir eitthvað. Ef fólki þykir umtalsefnið neikvætt fær orðið niðrandi merkingu. Einu sinni þótti til dæmis heldur vegsauki að því að vera feitur sem þykir mörgum neikvætt nú á dögum en líklega árið 1953 orti Óskar í Með- alheimi um einhvern ágætan sálusorgara: Afl og fjörið óðum þver af því smjörið brestur. Þegar mörinn minnka fer mæddur gjörist prestur. Elís Kjaran sótti eitt sinn um starf í lögregl- unni og gaf sjálfum sér eftirfarandi sakavott- orð: Aldrei hef ég afbrot framið, aldrei níðst á flökkuhundum. Aldrei neina lyddu lamið (en langaði þó til þess stundum). Sigmundur Jónsson á Vestara Hóli í Fljót- um orti líka þegar hann var farinn að finna fyrir afturförinni: Ónýtur ég er til puðs, annað líf má dreyma. Krafturinn er kominn til Guðs en kroppurinn ennþá heima. Sjálfsgagnrýni er hverjum manni nauð- synleg en auðvitað jafnþarft að hún sé ekki of ströng og gera sér jafnt grein fyrir kostum sem göllum. Óskar Sigurfinnsson í Meðal- heimi gerði þessa úttekt á sjálfum sér: Klám og níð ég kyrja mest, kenni víða trega, en um síðir sést þó best sálin prýðilega. Limrur hafa orðið æ vinsælli með tímanum og ýmsar útgáfur til af þeim enda margir sem spreyta sig á því forminu. Þessi er eftir Sig- rúnu Haraldsdóttur en þar sem hún er ekki alveg hefðbundin að forminu kallar Sigrún hana glömru: Þjóðhildur þambaði vín þruglaði og skammaði Hlín óð út á stétt ældi og datt sú var ei sérlega fín. oftast vonumst við eftir að breytingar verði til batnaðar en ekki er það þó alveg öruggt. Allavega eru stundum deildar skoðanir um það sem og fleira. Menningin er að sjálfsögðu líka merkilegt fyrirbrigði þó stundum geti verið svolítið snúið að skilgreina hvað felst í orðinu svona nákvæmlega. Bjarni frá Gröf orðaði þetta þannig: Það er að verða meiri og meiri menning hérna alstaðar. Því núna eru flónin fleiri og fullkomnari en áður var. Svo virðist sem margir telji að menning- in eigi sitt frumupphaf í skólunum en Bjarni hafði þetta um það að segja: Að skólanum er skömm og tjón og skást að flýj´ann ef þaðan koma fleiri flón en fóru í´ann. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ef þaðan koma fleiri flón - en fóru í´ann Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur mælt á Alþingi fyrir breyt- ingu á lögum um skráningu einstak- linga. Í frumvarpinu er veitt heim- ild til að gefa út kennitölur til and- vana fædda barna sem fæðast eftir 22. viku meðgöngu. Með breyting- unni öðlast foreldrar þessara barna tiltekin mikilvæg réttindi, svo sem til fæðingarorlofs. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að halda skrá um þessa einstaklinga en einnig í þágu heil- brigðisvísinda. Þær kennitölur sem úthlutað verður í þessum tilvikum eru svo- kallaðar kerfiskennitölur en þær verða aðgreindar frá hefðbundnum kennitölum í kerfum þjóðskrár og notaðar af opinberum stofnunum til að veita tiltekna þjónustu. Fjallað er um kerfiskennitölur í lögum um skráningu einstaklinga, sem tóku gildi um síðustu áramót, en ákvæði um kerfiskennitölur áttu að taka gildi um næstu áramót. Í frumvarp- inu er lagt til að gildistöku ákvæðis um kerfiskennitölur verði frestað til 1. maí 2021 til að veita stofnunum ríkisins og atvinnulífinu tækifæri til að aðlagast þessum breytingum. Samkvæmt ákvæði um kerfisk- ennitölur geta erlendir ríkisborg- arar, sem uppfylla ekki skilyrði til að fá hefðbundna kennitölu, fengið útgefna kerfiskennitölu vegna sér- stakra hagsmuna hér á landi. Þess- ar kerfiskennitölur eru notaðar af opinberum stofnunum t.d. ef þessir einstaklingar þurfa að greiða skatt, nýta læknisþjónustu o.fl., án þess að einstaklingarnir öðlist réttindi hér á landi. Loks er í frumvarpinu lagt til að fresta gildistöku ákvæðis um að bannað verði að miðla þjóðskránni í heild sinni nema í undantekning- artilvikum til 1. júní 2022. Ákvæðið átti að taka gildi næstu áramót en þar sem fyrirséð er að þjóðskrár- kerfið verði ekki tilbúið tæknilega fyrir þetta bann um næstu ára- mót er lagt til að fresta gildistöku ákvæðisins. mm Nýverið var Steinunn Stefáns- dóttir ráðin í hlutastarf sem upp- lýsingafulltrúi og vefstjóri Háskól- ans á Bifröst. Á vef skólans segir að Steinunn sé með BA-próf í al- mennum málvísindum og íslensku og kennsluréttindi frá Háskóla Ís- lands og leggur hún nú stund á meistaranám í þýðingafræði við sama skóla. Steinunn hefur starf- að við framhaldsskólakennslu, ver- ið upplýsingafulltrúi Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur (nú Skóla- og frístundasviðs), blaðamaður og að- stoðarritstjóri Fréttablaðsins. Und- anfarin ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi þýðandi, blaðamaður, rit- stjóri og prófarkalesari. Steinunn hefur meðal annars setið í stjórn Samtaka um kvennaathvarf og Kvenréttindafélags Íslands og ver- ið formaður beggja félaga. Þá situr hún í stjórn Íslenskrar málnefndar. Vefstjóri og upplýsingafulltrúi við Háskólann á Bifröst hefur með- al annars með höndum ritstjórn á vef skólans og skrifar fréttir úr starfi hans og kemur þeim á fram- færi við fjölmiðla. mm Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til kynningar drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggða- stofnunar. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar um frum- varpið til og með 4. nóvember nk. Með tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggða- stofnunar hyggjast stjórnvöld tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu Íslandspósts, sem lýst er í lögum um póstþjónustu. „Ýmis rök mæla með því að Byggðastofn- un taki að sér verkefni póstmála, m.a. við að samhæfa betur byggða- sjónarmið og póstmál,“ segir í til- kynningu frá samgönguráðuneyt- inu. Frumvarpið er hluti af heildaryf- irferð á lagaumhverfi Póst- og fjar- skiptastofnunar. tilgangur frum- varpsins, sem samið var í samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórn- sýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Mark- miðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreið- anleg póstþjónusta um land allt og til og frá landinu. mm/ Ljósm. úr safni. Vilja flytja eftirlit póst- mála til Byggðastofnunar Ráðin vefstjóri og upplýsingafulltrúi á Bifröst Andvana fædd börn eftir 22. viku fái kennitölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.