Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202018
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að
velja Daða Frey og Gagnamagnið
til að taka þátt í Eurovision-keppn-
inni í Hollandi fyrir Íslands hönd
á næsta ári. Daði sigraði eins og
kunnugt er Söngvakeppnina hér
heima með laginu think About
things síðastliðinn vetur. Lagið
vakti mikla athygli víða um heim
og þótti Daði af mörgum líkleg-
ur til sigurs í Eurovision-keppn-
inni, sem var hins vegar síðar aflýst
vegna Covid-19 faraldursins.
Eftir að það lá fyrir að eng-
in keppni yrði í ár var ákveðið að
löndin mættu senda þann kepp-
anda sem bar sigur úr býtum í for-
keppni í heimalandi sínu, að því
skilyrði uppfylltu að hann mætti til
leiks með nýtt lag. Þátttökulönd-
unum var einnig gefinn kostur á
að halda nýja keppni og velja nýjan
flytjanda og lag, sýndist þeim svo.
Daða var í kjölfarið boðið að taka
þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd
í næstu keppni.
Í tilkynningu frá RÚV er haft eft-
ir Skarphéðni Guðmundssyni dag-
skrárstjóra að hann sé ánægður með
að Daði hafi þegið boðið. „Daði
sigraði Söngvakeppnina 2020 með
yfirburðum og viðtökurnar við ís-
lenska framlaginu hafa aldrei ver-
ið svona góðar. Við erum því afar
ánægð og stolt yfir því að geta sent
þennan frábæra tónlistarmann og
hans fólk út eins og stóð til að gera
síðast,“ segir Skarphéðinn, sem tel-
ur að það hafi verið hið eina rétta
í stöðunni að bjóða Daða að keppa
í Eurovision þar sem engin keppni
hafi verið haldin í ár. „okkur fannst
það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir
hann.
Haft er eftir Daða í tilkynning-
unni að hann sé spenntur að standa
á sviðinu í Eurovision. „Við stefnd-
um alltaf að því að sjá hversu langt
við gætum komist í keppninni og
það verður eins á næsta ári. Allt
Gagnamagnið verður með. Aðalat-
riðið í þessu er að það verði gaman
en ég held að það sé mest gaman
að vinna. Nú vona ég bara að það
verði haldin alvöru keppni,“ seg-
ir Daði. Lagið sem verður fram-
lag Íslands er ekki tilbúið, en Daði
kveðst þó vera með nokkar hug-
myndir í kollinum.
Þar af leiðandi verður engin
undankeppni Söngvakeppninnar
hér heima á næsta ári, en Euro-
vision-aðdáendur þurfa þó ekki
að örvænta. Ríkisútvarpið hyggst
halda úti öflugri tónlistardagskrá í
febrúar og mars, á þeim tíma sem
Söngvakeppnin hefði annars far-
ið fram. „Sú dagskrá mun að ein-
hverju leyti tengjast Söngvakeppn-
inni og Eurovision,“ segir Skarp-
héðinn dagskrárstjóri.
kgk
Starfsmenn Almennu umhverfis-
þjónustunnar voru önnum kafn-
ir við steypuvinnu á bryggjunni í
Grundarfirði í blíðviðrinu síðasta
mánudag. Ágætis gangur er í fram-
kvæmdum við höfnina en Borgar-
verk hefur lokið sínum verkhluta
og eru starfsmenn þess horfnir á
braut í bili. Almenna umhverfis-
þjónustan hefur nú tekið við kefl-
inu og á meðan vel viðrar er góður
gangur í verkinu. tfk
Kvartettinn Brim hefur verið til-
nefndur til dönsku tónlistarverð-
launanna sem nýliði ársins í flokki
djasstónlistar. tilnefninguna hlýt-
ur kvartettinn fyrir plötuna Ant-
hropocene, sem kom út fyrr á
þessu ári.
Grundfirðingurinn Örn Ingi
Unnsteinsson, sem búsettur er í
Danmörku, er forsprakki kvartetts-
ins og samdi átta lög af níu á plöt-
unni. Örn var til viðtals í Skessu-
horni í lok júlí þar sem hann lýsti
plötunni sem djassskotinni, allir
meðlimir hljómsveitarinnar hefðu
bakgrunn í djassi en sæktu jafn-
framt innblástur í aðrar gerðir tón-
listar. Að sögn Arnar voru liðsmenn
Brims að vonum ánægðir með til-
nefninguna. „Við erum mjög glað-
ir með tilnefninguna, þetta kom
skemmtilega á óvart,“ segir Örn í
samtali við Skessuhorn.
Dönsku tónlistarverðlaunin
verða veitt 12. nóvember næst-
komandi í Bremen teater í Kaup-
mannahöfn. Streymt verður beint
frá viðburðinum á tV2 Lorry
ásamt því sem þeim verður útvarp-
að af DR P8. kgk
Steypt á höfninni
Aðalgeir Vignisson snyrtir steypuna við samskeytin.
Starfsmenn Almennu umhverfisþjónustunnar ofan á eldri hluta bryggjunnar sem
verið er að endurnýja.
Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri fylgist með að allt sé gert eftir kúnstarinnar
reglum.
Atli Freyr Friðriksson jafnar út steypuna í blíðviðrinu.
Kvartettinn Brim. Örn Ingi Unnsteinsson er hér annar frá vinstri. Ljósm. úr safni/ tfk.
Tilnefndur til dönsku
tónlistarverðlaunanna
Daði og Gagnamagnið. Ljósm. Eurovision Song Contest/ Mummi Lú.
Daði og Gagnamagnið í
Eurovision á næsta ári