Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 17 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur boðað að innlausn- armarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verði haldinn fyrstu vik- una í nóvember. Innlausnarverð- ið er andvirði beingreiðslna næstu tveggja ára á núvirði, eða kr. 12.764 á ærgildi. Það greiðslumark sem er innleyst verður jafnframt boðið til sölu á innlausnarverði. Bændur sem eiga hundrað kind- ur eða fleiri og hafa ásetningshlut- fallið 1,0 eða hærra eiga forgang að öllu greiðslumarki sem í boði er á markaðnum, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 fjár eða fleira og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra. Skiptist það hlutfallslega milli þeirra sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óska þess að kaupa. Hver fram- leiðandi getur ekki óskað eftir ær- gildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjölda fjár og ásetn- ingshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til þeirra sem eiga forgang verður boðið öðrum umsækjendum. Með beiðni um innlausn skal fylgja veðbókarvottorð, staðfest- ing á eignarhaldi lögbýlis og sam- þykki ábúanda, sameigenda og veðhafa lögbýlisins. Kaupandi greiðslumarksins nýtir það frá og með 1. janúar 2021. opnað hefur verið fyrir kaup og sölu greiðslumarks í Af- urð, greiðslukerfi landbúnaðar- ins á www.afurd.is. tilboðsfrest- ur rennur út á miðnætti sunnu- daginn 1. nóvember næstkom- andi og tilkynnt verður um niður- stöðu markaðarins eigi síðar en 8. nóvember. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Guðrún Sigurjónsdóttir, bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal, er ósátt við þá stöðu sem komin er upp um viðskipti með greiðslumark mjólkur. telur hún að forsvarsmenn bænda hafi hvorki haft umboð til að semja um það verð sem nú er búið að binda í greinina né heldur þann tíma sem um var samið í viðræðum við rík- ið. Hefur hún sent stjórnum Lands- samtaka kúabænda og Bændasam- taka Íslands fyrirspurn vegna þessa. Guðrún byrjar á að rifja upp að aðalfundur Landssamtaka kúabænda 22.-23. mars 2019 hafi samþykkt að beina því til samninganefndar bænda við endurskoðun búvörusamninga að viðskipti með greiðslumark skuli eiga sér stað í gegnum miðlægan markað í umsjón opinbers aðila. Markaðurinn skyldi byggjast upp á jafnvægisverði en þó að hámarki því sem næmi tvöföldu lágmarksafurða- stöðvaverði innan greiðslumarks. Enn fremur að hver aðili gæti aðeins boðið í 150 þús. lítra á ári og að ný- liðar fengju forgang á 25% viðskipti með greiðslumark. Skrif forsvarsmanna bænda Næst rifjar Guðrún upp skrif Her- dísar Mögnu Gunnarsdóttur, vara- formanns LK og Arnars Árnason- ar formanns. Herdís skrifaði leiðara á vef LK 7. ágúst þar sem segir að við síðustu endurskoðun hafi full- trúar LK barist fyrir hámarksverði á kvótamarkaði og að það myndi miðast við tvöfalt afurðastöðva- verð hverju sinni. Fulltrúar bænda í framkvæmdanefnd búvörusamninga hefðu einnig lagt til tvöfalt afurða- stöðvaverð og að sú ákvörðun skyldi gilda út samningstímann til ársins 2026, en að það hafi ekki náðst. Í grein eftir formann og varafor- mann LK, sem birtist í á vef Bænda- blaðsins 1. september síðastliðinn, segir svo meðal annars að bændur hafi gert kröfu um hámarksverð á kvótamarkaði sem næmi tvöföldu afurðastöðvaverði og vísa til álykt- unar LK frá 2019. Síðar í sömu grein segja þau hins vegar að ef lit- ið sé til verðþróunar á greiðslumarki frá upphafi markaðsfyrirkomulags- ins, lækkunar á verði fyrir umfram- mjólk og þess þrýstings sem kom- inn væri á viðskiptin, teldu þau að ásættanlegt hámarksverð yrði sett sem þrefalt afurðastöðvaverð hvers tíma, enda um hámarksverð að ræða en ekki fast verð. Fundargerð segir aðra sögu „Eftir þessar útlistanir forsvars- manna LK var vægast sagt mjög sérkennilegt að lesa fundargerð 442. fundar framkvæmdanefndar búvörusamninga sem haldinn var 22. júlí 2020, þar sem hámarks- verð á greiðslumarki mjólkur var til umræðu,“ segir Guðrún í fyrir- spurn sinni og vísar til fundargerð- arinnar. Þar kemur fram að tekin hafi verið fyrir sameiginleg tillaga Bændasamtaka Íslands og Lands- sambands kúabænda um hámarks- verð greiðslumarks. Þar er lagt til að sett verði hámarksverð á mark- aði sem nemur þreföldu lágmarks- verði mjólkur til bænda, eða 294 kr./ltr. Í rökstuðningi með tillög- unni segir að ljóst sé að bændur vilji hafa hámarksverð á markaði og skipti stöðugleikinn þar mestu máli svo hægt sé að vinna rekstrar- áætlanir. Með vísan til þess rökust- uðnings var samþykkt að leggja til við ráðherra að sett verði 294 kr./ ltr. lágmark á jafnvægisverð mark- aðar með greiðslumark mjólkur frá og með markaðnum 1. september og til 2023. Gegn vilja aðalfundar Guðrún spyr hvernig forsvarsmenn kúabænda hafi getað talið ásættan- legt að að hámarksverð yrði sett sem þrefalt afurðastöðvaverð hvers tíma og gert tillögu um það á fundi fram- kvæmdanefndar búvörusamninga, þegar aðalfundur LK hafði álykt- að að hámarksverðið yrði tvöfalt af- urðastöðvaverð. „Hvaðan fenguð þið umboð til þessarar hækkunar?“ spyr Guðrún í fyrirspurn sinni. Hún segir að þarna hafi verið samið um verulega hækkun á útgjöldum kúa- bænda sem þurfa eða vilja bæta við sig greiðslumarki og gegn þeirra vilja. Enn fremur segir hún að í ljósi þess hafi verið í hæsta máta einkennilegt að festa verðið til þriggja ára. „Stöð- ugleiki skiptir jú miklu máli en 50% hækkun á verði greiðslumarks getur seint kallast stöðugleiki, sem til við- bótar heftir greinina í að takast á við það rekstrarumhverfi sem henni er ætlað að mæta og forsvarsmönnum samtaka bænda er ætlað að verja,“ segir Guðrún og spyr hvernig þetta geti verið til þess fallið að auka sam- keppnishæfni greinarinnar og hvaða hagsmuni sé verið að verja. Enn fremur telur Guðrún vara- formann samtakanna ekki hafa sagt satt og rétt frá í grein sinni um há- marksverð á vef LK og vill fá að vita hverju það sætir. kgk „Ég er búinn að kaupa þrjá sendi- bíla í viðbót, kominn á fjóra bíla samtals og við erum tveir að keyra sem stendur,“ segir Eiður Smári Björnsson í samtali við Skessuhorn. Eiður er ungur maður, búsettur á Akranesi og hefur starfað við flutn- inga undanfarin ár. Í ársbyrjun lét hann langþráðan draum sinn um að hefja eigin rekstur rætast þeg- ar hann stofnaði flutningafyrirtæk- ið EB flutninga. Skessuhorn ræddi við hann í febrúar og þá lét hann vel af fyrstu tveimur mánuðunum og sagði upphafið lofa góðu. Það hefur heldur betur komið á dag- inn, því nú er hann kominn með þrjá sendibíla og einn vörubíl og mann í vinnu hjá sér. „Í september keypti ég auka sendibíl og við byrj- uðum að keyra tveir allan daginn,“ segir hann. „Það var nú bara ákveð- ið á fimm mínútum að kaupa þriðja sendibílinn,“ bætir hann við og heldur áfram: „Við vorum búnir að láta vita af því að við gætum komið með tvo bíla í dreifingu ef það yrði beðið um það. Svo einn morguninn var hringt í okkur klukkan hálfell- efu og spurt hvort við gætum kom- ið með tvo bíla. Við sögðum bara já og fórum og keyptum einn bíl til viðbótar. Sá bíll er þegar búinn að borga sig upp,“ segir Eiður. „Þetta er ekki leiðinlegt“ Aðspurður kveðst hann sannarlega ekki hafa átt von á svona örum vexti fyrirtækisins en er vitaskuld ánægð- ur með hversu vel gengur. „Þetta er ekki leiðinlegt,“ segir hann og hlær við. Spurður um ástæður fyrir örum vexti segir Eiður að mikið hafi ver- ið að gera í heimsendingum á hvers kyns vörum. Sú vinna er meira og minna öll á höfuðborgarsvæðinu, en þess utan flytur hann vörur milli Reykjavíkur og Akraness. „Ég held ég sé búinn að fara með milli tíu og tuttugu sófa upp á Skaga á þessu ári og allavega fimm búslóðir,“ nefnir hann sem dæmi. „Við erum alltaf á ferðinni og alltaf sýnilegir og svo bjóðum við bara upp á góða þjón- ustu. Við gerum allt sem við erum beðnir um að gera,“ segir Eiður og bætir því við að næsta markmið sé að byggja upp ferðirnar til Akra- ness. Hann er nú þegar að flytja ýmsar vörur milli höfuðborgarinn- ar og Akraness fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga, svo sem verkstæð- isvörur, húsgögn og matvöru, en vonast til að ná inn fleiri viðskipta- vinum til að ferðirnar nýtist betur. „Í framtíðinni langar mig að þjón- usta Skagann meira,“ segir Eiður. og hann er þegar farinn að leggja drög að því. Í desember byrja EB flutningar að taka við vörum í gegnum vörumóttöku Fraktlausna í Reykjavík og flytja þaðan upp á Akranes. „Það þýðir að fólk getur komið með vörurnar niður á stöð- ina og þaðan förum við skipulagðar ferðir og komum vörunum til skila á Skaganum,“ segir hann. „Þetta felur í sér minni vinnu hjá okkur við að sækja vörur og þar með ættu þær að skila sér hraðar upp á Skaga til viðskiptavinanna þar,“ segir Eið- ur hjá EB flutningum að endingu. kgk/ Ljósm. kgk. Eiður Smári undir stýri á einum af fjórum bílum EB flutninga. Ör vöxtur hjá EB flutningum Ósátt með stöðuna í viðskiptum með greiðslumark Telur forsvarsmenn ekki hafa farið að vilja aðalfundar Hvanneyrarkýr á beit. Ljósm. úr safni/ mm. Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.