Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Konur lifa ekki á þakklætinu! Undanfarnar vikur höfum við á ritstjórninni unnið að litlu sérblaði í prýðilegu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheim- ilis í Borgarnesi. Fylgir afrakstur þeirrar vinnu með Skessuhorni í dag. Stofn- að er til þessarar útgáfu í tilefni fimmtíu ára starfsafmælis heimilisins. Þar tekur m.a. Jón G Guðbjörnsson formaður stjórnar Brákarhlíðar saman aðdraganda að stofnun heimilisins. Sá aðdragandi var langur og segja má að hann hafi byrj- að þrettán árum áður en loks kom að vígslu hússins. Eins og svo margt jákvætt voru það konur sem ruddu brautina. Þær höfðu vissulega ástæðu til. Á vettvangi kvenfélaga hófu þær umræðuna um nauðsyn þess að byggja dvalarheimili. Ég gríp hér niður í frásögn Jóns um tilurðina: „Framan af tuttugustu öldinni var fólk flest sem á annað borð komst á efri ár, orðið útslitið af erfiðisvinnu og þrældómi sem ekki sá fyrir enda á. Þannig hafði það verið um aldir. Fátt var sem létti fólki stritið og hver stund nýtt til lífsbjargar. Þegar starfsþrekið þraut þá kom það í hlut heimilanna að veita þá þjónustu sem hinir öldruðu þörfnuðust. til þess voru aðstæður yfirleitt ekki góðar, voru óhentugar og þröngbýlt, jafn- vel fleiri fjölskyldur en ein í sama húsnæðinu. oftar en ekki var gamalt fólk orð- ið rúmfast, hætt að fylgja fötum, komið í kör, orðið karlægt. orðgnóttina skorti ekki. Konurnar, húsmæðurnar, báru hitann og þungann af þessari þjónustu sem jafnframt tók tíma frá öðrum nauðsynlegum verkum. Þannig var það ekki hvað sízt til sveita og þar bjó stór hluti þjóðarinnar.“ Þannig var nú það. Auðvitað kom umönnun eldra fólks á bæjunum að lang- mestu leyti í hlut húsmæðranna, sem oftar en ekki sáu alfarið um störfin inni á heimilinu meðan karlarnir voru meira í útiverkunum. Engin tilviljun var því að á vettvangi Sambands borgfirskra kvenna hafi fyrst verið vakin athygli á brýnni þörf fyrir dvalarheimili aldraðs fólks. Það gerði húsfreyjan í Ausu í Andakíl fyrst árið 1957. Konur tóku áeggjan hennar fagnandi og hófu baráttuna fyrir byggingu dvalarheimilis sem síðar var fundinn staður í Borgarnesi. Í þrettán ár börðust konurnar af einurð og söfnuðu með ýmsum hætti í sjóð sem ekki yrði hreyft við fyrr en kæmi að hönnun og byggingu húss. Æ síðan hefur dvalar- heimili aldraðra, sem síðar fékk nafnið Brákarhlíð, verið burðarás í mannlífinu. Hygg ég að slíkt megi segja um öll önnur dvalarheimili á landinu, sem síðari ár eru að stærstum hluta rekin sem hjúkrunarheimili. Nú býr fólk heima hjá sér eins lengi og unnt er en þiggur hins vegar ýmsa þjónustu til að gera slíkt mögu- legt. Þannig má segja að hjúkrunarheimilin í dag þjóni nákvæmlega því hlut- verki sem húsmæður sinntu áður, inni á heimilunum. Nú er hins vegar betra að tryggja fagmennsku í umhyggju og aðbúnaði og enginn efast um ágæti þessa fyrirkomulags. Sjálfur er ég nógu gamall að muna lykilhlutverkið sem kvenfélagið í minni heimasveit gegndi. Gæti varla hugsað til enda ef þess hefði ekki notið við. Ekki var slegið upp veislu nema kvenfélagið ætti í hlut að ógleymdum öllum öðrum verkefnum í mannúðar- og mannræktarskyni. Síðastliðinn laugardag var haldið upp á kvennafrídaginn, þótt hátíðarhöld hafi verið lágstemmd sökum Kóvid. Þessum baráttudegi hefur verið fagnað nokkrum sinnum síðan 1975, en 24. október það ár lögðu 90% kvenna á Íslandi niður jafnt launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Þrátt fyrir það er ennþá, 45 árum síðar, 25% óútskýrður launamunur milli kynja! Framlag kvenna til samfélagsins er ein- faldlega ekki ennþá metið að verðleikum. Ef eitthvað væri ætti launamunurinn að vera á hinn veginn og vísa ég þá til þess að nú, þegar ein versta heilsufar- splága heimsbyggðarinnar gengur yfir, eru það konur sem sinna að stærstum hluta störfum sem skilgreind eru sem nauðsynleg grunnþjónusta, eða framlínu- störf. Konur eru þannig 75% af starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, 73% starfsfólks í fræðslustarfsemi og 57% þeirra sem starfa við þjónustu og verslun. Konur sem áður börðust fyrir því að losna úr umönnunarstörfum á heim- ilum sínum standa því nú, hálfri öld síðar, enn og aftur í framlínunni til að koma öðrum til bjargar. Í raun hefur því fátt breyst. Karlar fleyta enn rjómann af launakökunni. Það er eitthvað mikið brogað við þetta. Engin tilviljun er að slagorð kvennafrídagsins á laugardaginn var: „Konur lifa ekki á þakklætinu!“ Ef Kvennalistinn verður endurvakinn fyrir næstu kosningar heiti ég stuðningi mínum, verkið er nefnilega varla hálfnað. Magnús Magnússon Síðastliðinn sunnudag voru Dýra- fjarðargöng á Vestfjörðum form- lega opnuð. Með tilkomu gang- anna styttist Vestfjarðavegur um 27,4 km þar sem leiðin yfir Hrafns- eyrarheiði, sem lengi hefur verið einn helsti farartálminn yfir vetr- armánuðina, leggst af. Nú er því hægt að tryggja mun öruggari sam- göngur milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Um leið er stigið skref í að tryggja vegasamband milli vest- firskra byggða. Vegagerðin hefur hafist handa við næsta áfanga sem er nýr og endurbættur vegur yfir Dynjandisheiði. Vegna kórónaveirunnar var vígsla ganganna með óhefðbundnum hætti, en Sigurður Ingi Jóhanns- son samgönguráðherra og Berg- þóra Þorkelsdóttir forstjóri Vega- gerðarinnar voru stödd í húsakynn- um Vegagerðarinnar í Reykjavík og báðu þau vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gang- amunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. Vestfirðingum er boðið að safn- ast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fengu þannig tækifæri til að aka í gegnum göng- in um leið og þau voru opnuð. Á þriðja hundruð bíla var við göng- in hvorum megin þegar kallið að sunnan kom. Nemendur Grunn- skólans á Þingeyri óku fyrstir í gegnum Dýrafjarðarmegin ásamt Gunnari Gísla Sigurðssyni sem hefur mokað Hrafnseyrarheiði síð- an árið 1974. mm Mikill meirihluti grunnskólakenn- ara samþykkti nýjan kjarasamn- ing Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Var samningurinn samþykktur með 73,23% greiddra atkvæða en 25,07% voru á móti og 1,7% skil- uðu auðu. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst föstudaginn 16. október síðastliðinn og lauk kl. 11:00 síðas- ta föstudag. Á kjörskrá voru 5.305 manns og atkvæði greiddu 3.642 eða 68,65%. Nýr samningur gil- dir frá 1. september 2020 til ársloka 2021. kgk Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða og hefur auglýsing þess efnis verið send til birtingar í Stjórnartíðindum. Frestunin tók gildi frá og með gærdeginum á höf- uðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðis- ins voru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að fram- kvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vak- andi sjúklingi, verða áfram heimil- ar og einnig speglanir í greiningar- skyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: „Á meðan faraldur Covid-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heil- brigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigð- isþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með Covid-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er kom- in á Landspítalanum er forgangs- röðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að tak- marka eins og kostur er mögulegar sjúkrahússinnlagnir á næstu vik- um. Landlæknir hefur því ákveð- ið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýð- heilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öll- um svokölluðum valkvæðum skurð- aðgerðum og öðrum ífarandi að- gerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spít- ala, af opinberum aðila eða einka- aðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuð- borgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slík- ar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahús- innlögn sem getur valdið enn frek- ara álagi á sjúkrahús en nú þeg- ar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfð- ar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrir- mælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstaf- anir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðað- gerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vik- ur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfir- vegað mat hlutaðeigandi sérfræði- læknis í hverju tilviki fyrir sig. til- kynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starf- semi á ný.“ mm/ Ljósm. Landlæknisembættið/ Haraldur Jónasson. Einn af fyrstu bílunum sem óku í gegn á sunnudaginn. Ljósm. Guðlaugur J. Albertsson. Dýrafjarðargöng voru opnuð á sunnudaginn Grunnskólakennarar samþykktu samning Frá undirritun samningsins fyrr í þessum mánuði. F.v. Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir, formaður FG, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarnasviðs SÍS, við undirritun samningsins. Ljósm. Kennarasamband Íslands. Valkvæðum aðgerðum frestað tímabundið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.