Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 26
12 Ég flyt í Borgar-nes haustið 1970, rétt áður en dvalar- heimilið var opnað og ég var ráðin þangað í vinnu,“ segir Þorgerður Þorgils- dóttir, fyrrum starfsmaður í Brákarhlíð. Þorgerður er sjúkraliði og var ein þeirra fyrstu til að starfa á heim- ilinu. „Það var mjög gam- an að fá að vera svona al- veg frá upphafi. Heimilis- fólkið kom þarna inn eitt af öðru og maður náði að kynnast öllum mjög vel al- veg strax. Anna Gestsdótt- ir var forstöðukona á þess- um tíma og hún var svo indæl og góð kona. Svo kom Bessý á eftir henni og það var náttúrulega algjör skörungur. Hún var bara stórkostleg manneskja og sinnti öllum svo vel. Hún gerði allt af líf og sál og var einstök manneskja á allan hátt,“ segir Þorgerð- ur og rifjar upp hversu hjálpsöm Bessý var. „Ég man, þegar ég var að láta ferma eitt af mínum börnum, kom hún með þrjá dunka með smákök- um og sagði að þetta væri svo gott svona með kaffinu,“ segir hún og hlær. „Þetta var bara Bessý í hnot- skurn,“ bætir hún við. Einvalalið starfsfólks Þorgerður vann á dvalarheimilinu í 16 ár með þremur barneignarfríum, áður en hún flutti til Akureyrar þar sem hún býr í dag. „Ég fór með miklum trega og ég hef alltaf saknað dvalarheimilisins mikið,“ segir hún. „Það var alveg einvalalið starfsfólks á þessu heimili og starfsandinn alltaf svo góður. Það sem mér þótti í raun best var hversu náið við unnum saman, alveg óháð okkar störfum. Hvort sem þú varst í eldhúsinu, að þrífa eða eitthvað annað þá vorum við alltaf einn hópur, þó vissulega ynnum við hver og ein okkar verk,“ segir Þorgerður og bætir við að hún eigi ekkert nema góðar minningar frá tíma sínum á heimilinu. „Við vorum líka duglegar að hittast fyrir utan vinnu og gera eitthvað saman svo það eru til alveg ótrúlega margar góðar minningar frá þessum tíma. Þetta var einstakur hópur,“ segir hún. Tók sumarfrí á heimilinu Þorgerður segist alltaf hafa saknað dvalarheimilisins í Borgarnesi og eitt sumarið fyrir nokkrum árum ákvað hún að koma í þrjár vikur í afleysingu á heimilinu, í eigin sumarfríi. „Það var líka bara sumarfrí fyrir mig að koma þarna,“ segir hún og hlær. „Ég hef alltaf kíkt á heimilið þegar ég stoppa í Borgarnesi og í einni heimsókninni kíkti ég niður í handavinnuna hjá Möggu Sigurþórs. Bjarki kom þarna niður og Magga segir við hann að hafa bara samband við mig þegar það vanti í afleysingu og ég sagði að það væri í góðu lagi. Svo bara hringdi Bjarki í mig fyrir næsta sumar á eftir og spurði hvort ég hefði meint þetta. Ég hélt það nú og var mjög spennt að koma. Þetta var allt öðruvísi en þegar ég var að vinna þarna fyrst. En þetta var rosalega skemmtilegt sumar og gott að komast í Borgarnes aftur og á dvalarheimilið,“ segir Þorgerður. „Þetta heimili á svo mikið í mér. Börnin mín hafa alltaf kallað það elliheimilið hennar mömmu og nú eru barnabörnin farin að gera það líka. Þegar við keyrum í gegnum Borgarnes segja þau alltaf; „þarna er elliheimilið sem amma á.“ Ég meina það af heilum hug að þetta var alveg yndislegur vinnustaður,“ segir Þorgerður. Þakklát Í einni aðventumessu á heimilinu ákvað Þorgerður að láta skíra yngstu dóttur sína svo starfsfólk og heimilisfólk gæti verið með þeim. „Svo var haldin heljarinnar veisla á eftir, með heimilisfólkinu og starfsfólkinu. Við vorum líka bara alltaf eins og ein stór fjölskylda og ég held að það hafi að stórum hluta verið Bessý að þakka. Þegar fólk er í þessu af einlægni og áhuga eins og hún þá verða allir á svona heimili svo nánir og andinn góður. Bessý lét líka öllum líða vel og gerði allt fyrir bæði starfsfólk og heimilisfólk,“ segir Þorgerður. „Eitt sem hún gerði alltaf var að taka vakt af einni okkar á aðfangadagskvöld svo þær sem áttu lítil börn gætu verið heima með þeim. Ég er svo innilega þakkát fyrir tímann minn á dvalarheimilinu í Borgarnesi,“ segir Þorgerður að endingu. arg Vignir Helgi Sigurþórsson hefur í rúmlega tvo áratugi starfað í Brákarhlíð sem húsvörður og allsherjar „reddari“ á ýmsum sviðum, en áður starfaði hann lengi í áhaldahúsi Borgarneshrepps. Það var fyrir um það bil tíu til tólf árum sem Vignir tók að sér að sjá um söngstundir á heimilinu. „Þetta var nú eiginlega bara óvart,“ svarar Vignir spurður hvernig það hafi komið til að hann byrjaði með þessar söngstundir. „Hreggviður, þáverandi meðhjálpari í kirkjunni og Jón Björnsson heitinn, tónlistarkennari og orgelleikari, komu vikulega og lásu eða sungu með íbúum í mörg ár. Svo hættu þeir og ég tók við. Ég var eiginlega bara dæmdur í þetta því ég hafði spilað í hljómsveit,“ segir Vignir og hlær. Hann er með söngstund í hverri viku með íbúum Brákarhlíðar og segir þær stundir alveg einstakar. „Þetta gefur mér mikið, ekki síður en íbúunum,“ segir hann. „Það er alveg ótrúlega magnað að sjá fólk sem er kannski með skert minni og getur jafnvel varla talað taka undir og syngja gömlu lögin af þvílíkri gleði. Oft er þetta fólk sem kannast ekkert við lögin þegar það er spurt en svo þegar maður byrjar að syngja tekur það undir og man hvert orð. Þetta kveikir svo mikla gleði hjá þeim og það gefur mér kraft til að halda þessu áfram,“ segir Vignir. Fyrst og fremst gömlu lögin Vignir leggur mesta áherslu á að syngja gömlu lögin með íbúum Brákarhlíðar og segir hann að Litla flugan og Játning séu í mestu uppáhaldi. „Þá taka alltaf allir undir,“ segir hann. „Stundum tröllum við bara og það er mjög gaman líka. Þá þarf ekki að kunna textann og allir geta verið með. Fyrst og fremst snýst þetta um léttleika og þá er gaman,“ segir hann. Auk þess að hafa söngstundir með íbúum hefur Vignir einnig tekið upp gítarinn og sungið og spilað á ýmsum viðburðum í Brákarhlíð eins og á kaffihúsadögum. „Þá er ég kannski í svona aðeins nýrri lögum í bland við þetta gamla,“ segir hann. „En gömlu lögin eru þau sem henta íbúum heimilisins best því það eru þau sem kveikja hjá þeim sönginn. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað það er frábært að sjá alla taka undir,“ segir Vignir. arg Ég er þakklát fyrir tímann minn á dvalarheimilinu í Borgarnesi Þorgerður Þorgilsdóttir átti góð ár í Brákarhlíð. Ótrúlega magnað að sjá íbúana taka lagið Vignir Helgi Sigurþórsson skemmtir gestum á kaffihúsi í Brákarhlíð. Ljósm. frá síðasta kaffihúsadegi/ mm. Til hamingju með 50 árin! ÚTFARARÞJÓNUSTA VESTURLANDS www.borgutfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.