Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 30
16
Helga Jóhannesdóttir fædd-ist árið 1951 og ólst upp á Grund í Saurbæ. Hún
fluttist svo vestur á Bíldudal árið
1967 til að fara á vertíð. Þar kynnt-
ist hún manninum sínum og lengd-
ist því dvöl hennar fyrir vestan. „Við
bjuggum á Bíldudal í 26 ár en þá
varð erfitt atvinnuástand þar svo við
fluttum í Stykkishólm,“ segir Helga.
Um haustið 2017 missti hún svo
manninn sinn og skömmu síðar var
hún greind með MND sjúkdóminn.
Fljótlega átti hún erfitt með að búa
ein og hugsa um sig svo hún ákvað
að flytja í Brákarhlíð í Borgarnesi
fyrir um tveimur árum og segist líka
það mjög vel.
Liggur í ættinni
Helga byrjaði að vinna á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi árið
2002. „Ég byrjaði í býtibúrinu
en fór svo í sjúkraliðanám og
útskrifaðist 2009. Ég vann svo
sem sjúkraliði allt þar til ég hætti
að vinna árið 2017, en það ár fæ
ég að vita að ég er með þetta gen
sem framkallar þennan sjúkdóm og
árið 2018 var það svo staðfest að
ég væri með MND,“ segir Helga
og bætir við að sjúkdómurinn sé
í fjölskyldunni. „Pabbi minn og
Dóra, elsta systir mín, dóu bæði úr
sjúkdómnum 65 ára gömul og svo
erum við tvö systkini og systurdóttir
pabba með MND í dag,“ segir hún.
Bjóst við hraðari framvindu
sjúkdómsins
„Auðvitað var erfitt að hætta að
vera með sitt heimili en það er samt
svo gott að vera hér og mér fannst
ég strax eiga bara nýtt heimili í
Brákarhlíð,“ segir Helga og brosir.
„Ég hefði alveg örugglega getað
fengið heimahjúkrun og búið lengur
á mínu heimili í Hólminum. En ég
hefði þurft töluverða hjálp því ég
get ekki eldað og er mjög léleg í
höndunum svo mér þótti bara besti
kosturinn að fara strax á heimili.
Ég reyndar bjóst líka við því að
sjúkdómurinn myndi ganga hraðar
hjá mér,“ segir Helga. Pabbi hennar
og systir létust bæði 15 árum eftir
að þau veiktust fyrst en Helga var
þó fullviss um að þetta myndi ekki
taka svo langan tíma hjá henni.
„Ferlið með þennan sjúkdóm er
rosalega misjafnt og mitt fólk virðist
taka þetta rólega á meðan aðrir eru
kannski bara veikir í 2-3 ár áður en
þeir fara,“ segir hún og bætir því við
að hún sjái þó ekki eftir því að hafa
komið strax inn í Brákarhlíð. „Það
er hugsað svo vel um mann og það
er allt svo heimilislegt og notalegt
hér,“ segir hún og brosir. „Kannski
hjálpaði það mér að aðlagast hversu
vel ég þekki svona umhverfi úr
mínu starfi,“ bætir hún við.
Vel staðsett í Borgarnesi
Aðspurð segir hún það ekki skipta
hana miklu máli að búa á heimili
með mun eldra fólki. „Vissulega
hefði verið skemmtilegra að geta
búið með fólki á mínum aldri
en ég er þó 69 ára gömul og því
ekkert svo mikið yngri en aðrir hér
á heimilinu,“ segir hún og hlær.
„En ég held að það sé ekki hægt að
halda úti svona heimili fyrir yngra
fólk í svona litlum samfélögum
og ég vil mun frekar vera hér en í
Reykjavík. Ég er vel staðsett hér í
Borgarnesi, fólk sem er að fara hér í
gegn á leiðinni til eða frá Reykjavík
er duglegt að stoppa hjá mér í smá
kaffi,“ segir Helga og bætir við
að aðstaðan í Brákarhlíð sé öll til
fyrirmyndar. „Þessi herbergi eru
bara eins og litlar íbúðir og maður
getur verið með allt sem maður þarf
inni hjá sér, bara eins og á venjulegu
heimili,“ segir hún.
Erfitt að hætta að vinna
Spurð hvort það hafi ekki verið
erfitt að fara úr umönnunarstarfi
yfir í að þurfa sjálf umönnun segir
hún svo ekki vera. „Það var yfir
höfuð erfitt að hætta að vinna. Þó
ég hafi sjálf aldrei ætlað að fara
að vinna á sjúkrahúsi og þvertók
fyrir að ég myndi enda á að vinna á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þegar
ég flutti fyrst í Hólminn. En svo
bara æxlaðist það þannig að ég enda
þar og þetta var yndisleg vinna sem
gaf mér svo mikið. Að hjálpa öðrum
er bara alveg einstakt og það var
erfitt að kveðja það. Það var erfitt
að fá þennan sjúkdóm en það var
ekki erfitt að þurfa sjálf að fá hjálp.
Fólkið sem hugsar um okkur hér
í Brákarhlíð er allt svo yndislegt
og það skiptir öllu máli, ég er því
ánægð með lífið hér. Ég bað ekkert
um þessi veikindi en þau bara komu
og ég get ekkert við því gert, þau
fylgja mér. Ég er ákveðin í að lifa
lífinu bara eins og ég get og ekki
láta sjúkdóminn taka það frá mér.
Það er áríðandi að vera jákvæður og
það góða er að ég er komin hingað
þar sem ég fæ hjálpina sem ég þarf
frá þessu frábæra fólki og mér líður
vel,“ segir Helga að lokum.
arg
Ingigerður Benediktsdóttir íbúi í Brákarhlíð vann sjálf á heim-ilinu í fjölmörg ár. „En áður en
ég kom í Brákarhlíð vann ég í skúr
hjá vegavinnu. Ég byrjaði þar eitt
sumar og fór svo að vinna á hótel-
inu í Borgarnesi yfir veturinn. Það
líkaði mér ekki. Ég labbaði því upp
í Vegagerð í leit að vinnu og þar var
sko vinna. Ég tók því annað sumar
í þeirri vinnu og hafði góð laun fyr-
ir. Ég lagði launin öll fyrir og á þau
enn í dag. Það ættu allir að leggja
svona fyrir pening til að eiga síðar,“
segir Ingigerður um árin áður en
hún komst í kynni við dvalarheim-
ilið í Borgarnesi. Eftir þennan tíma
fékk hún starf á heimilinu og lík-
aði það mjög vel. „Ég var sett í eld-
húsið og á nú skemmtilega sögu úr
því,“ segir hún kímin.
Aðspurð segist henni einnig líka
vel við Brákarhlíð sem er í dag
hennar eigið heimili. „Ég lamaðist
á vinstri hlið og varð þá óörugg
að búa ein í íbúð og sótti um hér í
Brákarhlíð. Ég fékk fyrst að koma
til að prófa og sjá hvernig mér
líkaði og það var alveg frábært.
Þegar sá tími var svo búinn fór
ég til Höllu og spurði hvort ég
ætti ekki að fara aftur heim. Hún
spurði mig þá hvað ég vildi sjálf og
auðvitað sagðist ég ekki vilja fara
heim. Ég var enn ekki nógu örugg
með mig eftir lömunina þó ég hafi
verið heppin og allt kom fljótt til
baka aftur. Ég fór því bara ekkert
heim og líður afskaplega vel hér,“
segir hún. „Hér er gott að vera
og starfsfólkið skemmtilegt, bara
alveg jafn skemmtilegt og það var
hér áður fyrr. Það er svo mikilvægt
að hafa gaman, hafa gott skopskyn
og geta gert grín að sjálfum sér og
öðrum. Húmor bætir lífsorkuna,“
segir Ingigerður Benediktsdóttir í
Brákarhlíð. arg
Helga Jóhannesdóttir flutti í
Brákarhlíð 67 ára vegna veikinda
Helga flutti í Brákarhlíð fyrir tveimur árum.
Ingigerður Benediktsdóttir líkar vel í Brákarhlíð.
Húmor og gott skop-
skyn bætir lífsorkuna
Til hamingju með 50 árin!
ÚTFARARÞJÓNUSTA
BORGARFJARÐAR
OG STRANDA
Hár Center
Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi
437-0102
Auður & Lóa