Morgunblaðið - 18.07.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 18.07.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 18. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.42 Sterlingspund 176.06 Kanadadalur 103.78 Dönsk króna 21.491 Norsk króna 15.056 Sænsk króna 15.464 Svissn. franki 148.46 Japanskt jen 1.3105 SDR 194.81 Evra 160.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.7819 Hrávöruverð Gull 1804.6 ($/únsa) Ál 1651.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.71 ($/fatið) Brent ● Hækkun varð á bréfum flestra fé- laga í kauphöll Ís- lands í gær. Mest hækkuðu bréf Festar eða um 2,95% í 199 millj- óna króna við- skiptum. Var loka- gengi félagsins 139,5 krónur á hvern hlut í lok gærdagsins. Næst mesta hækkunin í gær varð á bréfum Skeljungs, en þau hækkuðu um 1,81% í 25 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins var í lok dagsins 8,42 krónur á hlut. Þriðja mesta hækkunin í gær varð á bréfum Kviku banka, en þau hækkuðu um 1,58% í 49 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins í lok gærdagsins var 10,3 krónur hver hlutur. Þrjú félög lækkuðu í verði í kauphöll- inni í gær. Mest lækkuðu bréf Ice- landair, eða um 3,19% í fjögurra millj- óna króna viðskiptum. Gengi félagsins í lok dags var 1,82 krónur. Næst mest lækkaði gengi Sýnar, eða um 1,08% og er gengi félagsins nú 22,85 krónur hver hlutur. Þriðja mesta lækkunin varð svo á bréfum Marels, eða 0,71%, í 91 millj- ónar króna viðskiptum. Gengi félagsins í lok dags í gær var 695 krónur á hlut. Flest félög hækkuðu í kauphöllinni í gær Hækkun Festi hækkaði í gær. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Veitingamaðurinn Sigmar Vil- hjálmsson, sem rekur veitingastað- ina Barion í Mosfellsbæ og á Granda, sem og Hlöllabáta og Minigarðinn í Skútuvogi, sem var opnaður fyrr í þessum mánuði, vill stytta af- greiðslutíma veit- inga- og skemmtistaða. „Það er hægt að bölsótast út í kórónuveiruna út af mörgu. En það sem er jákvætt við hana er þesssi breyting á skemmtana- menningunni hér á landi, þar sem við erum farin að fara fyrr út að skemmta okkur en áður,“ segir Sig- mar í samtali við Morgunblaðið. Þurfum að sæta færis „Ég held að það sé ekki vitlaust fyrir okkur sem samfélag að sæta nú færis og stytta almennt afgreiðslu- tíma skemmtistaða. Þannig gætu leyfi sem gera ráð fyrir því að hægt sé að hafa opið til klukkan fimm um morguninn, færst til klukkan þrjú, og þau leyfi sem gera ráð fyrir að opið sé til klukkan þrjú, myndu gilda til klukkan eitt í staðinn,“ segir Sig- mar. Samkomubann sem nú er í gildi á Íslandi vegna kórónuveirunnar nær meðal annars yfir veitinga- og skemmtistaði. Samkvæmt yfirliti yf- ir gildandi takmarkanir í samkomu- banni, sem birt er á vefsíðunni covid.is, er veitingastöðum, skemmtistöðum, krám og spilasölum heimilt í dag að hafa opið til kl. 23. Rýmkaðist árið 2001 Eins og Sigmar bendir á þá var skemmtistöðum leyft haustið 2001 að hafa opið lengur en til klukkan þrjú á nóttunni en með lengingunni fækkaði vandamálum í miðborginni sem urðu af mikilli hópamyndun á Lækjartorgi. Þar safnaðist fólk gjarnan saman eftir að stöðunum var lokað. „Nú erum við að sjá svipuð tilvik. Það er álag á lögreglunni eftir klukk- an ellefu. Þá flytur fólk sig í heima- hús og heldur áfram að skemmta sér þar með tilheyrandi erfiðleikum.“ Sigmar segir að fátt gáfulegt ger- ist hjá fólki í skemmtanalífinu eftir klukkan þrjú á nóttunni. Flestir geti verið sammála um það. „Hvergi í heiminum tíðkast eins langur af- greiðslutími og er í gildi á Íslandi.“ Sigmar telur að styttri afgreiðslu- tími geti sparað samfélaginu pen- inga, bæði í löggæslu, í bráðamót- töku og á fleiri sviðum. „Ég tel að þetta sé hagkvæmt að því leyti að hagvöxtur getur aukist. Ef fólk skemmtir sér ekki langt fram undir morgun, þá vaknar það fyrr daginn eftir skemmtanahald og er virkara í samfélaginu þann daginn. Þótt ég sé ekki mikið fyrir forsjár- hyggju tel ég að þetta sé mjög verð- ugt umræðuefni.“ Hann bætir við að fyrir veitinga- menn geti þetta fyrirkomulag einnig verið gott. „Með þessu minnkar álag á starfsfólk. Almenningur kemur fyrr inn á staðina og meiri þéttleiki verður í aðsókn. Það gæti skilað sér í auknu hagræði, sem aftur gefur færi á verðlækkun á stöðunum.“ Hann segir að sú verðlækkun yrði alltaf einstaklingsbundin eftir rekstraraðilum, en aðgerðin myndi augljóslega spara fé. „Til dæmis þarf ekki tvöfalt vaktakerfi.“ Spurður hvort að hann hafi rætt við kollega sína í veitingageiranum um þetta mál segir Sigmar að flestir sem hann hafi rætt við séu honum sammála. „Ég tala nú ekki um leigu- bílstjórana sem verða vitni að ýmsu sem gerist eftir lokun skemmtistað- anna. Ég held að flestir geti verið sammála um kostina við styttingu af- greiðslutímans. Við vorum neydd út í að hafa styttri afgreiðslutíma út af heimsfaraldri og svo reynast allir vera bara sáttir. Ég held að það sé dauðafæri á því núna að opna um- ræðuna um þetta mál.“ Bransinn þjappi sér saman En ætlar Sigmar að ganga á und- an með góðu fordæmi og stytta af- greiðslutíma sinna staða. „Maður á aldrei að segja aldrei, en ég mun aldrei fara fyrir rekstri veitinga- staða sem eru með opið til klukkan fimm á morgnana. Ég hef ekki áhuga á slíkum rekstri. Við sem bransi verðum núna að þjappa okkur á bak við þessa kúltúrbreytingu og reyna að örva hana. Það er miklu betra að láta ballið byrja klukkan tíu en klukkan hálftólf.“ Vill stytta afgreiðslutíma skemmtistaða til 3 og 1 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Djamm Ef fólk byrjar fyrr að skemmta sér og hættir fyrr gæti það verið þjóðhagslega hagkvæmt, segir Sigmar. Um afgreiðslutíma og áfengisveitingar » Heimilt er að hafa gisti- og veitingastaði opna allan sólar- hringinn. Áfengisveitingar eru þó háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar / bæjarstjórna. » Skal stöðunum lokað þegar leyfðum veitingatíma áfengis lýkur og allir gestir farnir innan klukkustundar.  Þjóðhagslega hagkvæmt  Verðlækkun  Ekkert gott gerist eftir þrjú Sigmar Vilhjálmsson N1 hefur fest kaup á Ísey- skyrbörunum sem eru á bensín- stöðvum fyrirtækisins við Ártúns- höfða, í Borgartúni og í Fossvogi. Rekstur Ísey-skyrbars er liður í stefnu N1 að auka fjölbreytni og hollustu í sölu matvæla og drykkja og hefur verið vel tekið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Segir Hinrik Örn Bjarna- son, framkvæmdastjóri N1, að vörumerkið sé sterkt og njóti vin- sælda. „Við viljum efla þetta merki og þá fjölbreytni sem þar er boðið upp á og við hlökkum til frekari þróunar og nýrra vara, þannig að N1 verði áfram besti viðkomustað- urinn fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja fá eitthvað hollt og gott,“ segir Hinrik Örn. Vörurnar frá Ísey eru m.a. afgreiddar í gegnum bílalúgu í Fossvogi og þá segir í tilkynningu að verið sé að skoða það að opna fleiri staði á þjónustustöðvum N1. N1 festir kaup á Ísey-skyrbörum  Skoða opnun fleiri skyrbara Skyrbar Kristinn Ingi Sigurjónsson hjá Skyrboozt, Hinrik Örn og Jón Viðar Stefánsson frá N1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.