Morgunblaðið - 18.07.2020, Page 40

Morgunblaðið - 18.07.2020, Page 40
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan er eina taplausa liðið og með fæst töpuð stig í Pepsi Max- deild karla eftir sannfærandi sigur á HK í gærkvöld, 4:1, þar sem Guðjón Baldvinsson skoraði tvö markanna. Garðbæingar eiga að sjálfsögðu inni frestuðu leikina þrjá en þeir eru þegar komnir með 10 stig, aðeins tveimur minna en topplið Fylkis og KR. „Vissulega sást það á leik Stjörnu- liðsins að þeir voru að koma úr smá fríi og það var ekki alveg sami taktur í liðinu og í 4:1-sigrinum gegn Fjölni sem dæmi en það er augljóst mál að Garðbæingar eru mjög vel samæfðir fyrir þetta tímabil og allir leikmenn liðsins eru með hlutverk sín á hreinu,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is. HK er hins vegar án sigurs í fimm leikjum í röð og er greinilega að dragast niður í erfiða botnbaráttu. Stóri munurinn á liðinu frá því í fyrra er að ein besta vörn deildarinnar sem fékk á sig 29 mörk í 22 leikjum í fyrra er orðin sú lakasta það sem af er þessu tímabili. Í gærkvöld fékk liðið á sig fjögur mörk í þriðja sinn í síð- ustu fimm leikjum. HK hefur þegar fengið á sig 19 mörk í fyrstu sjö leikj- unum. Í fyrra fékk liðið ekki á sig 19. markið fyrr en í sautjándu umferð deildarinnar.  Guðjón Baldvinsson skoraði sitt 60. mark í efstu deild hér á landi þeg- ar hann gerði annað mark sitt og fjórða mark Stjörnunnar í leiknum. Hann er orðinn þriðji markahæsti leikmaður Stjörnunnar í deildinni með 33 mörk, fór upp fyrir Garðar Jóhannsson, en Guðjón gerði áður 27 mörk fyrir KR.  Hörður Árnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK í efstu deild þegar hann jafnaði, 1:1. Hann hafði áður gert eitt mark í deildinni á ferl- inum, fyrir Stjörnuna gegn KR árið 2012. Hann á leikjamet HK í deild- inni, 47 leiki, og er fjórði leikjahæst- ur hjá Stjörnunni í deildinni með 128 leiki.  Daníel Laxdal, leikjahæsti Stjörnumaðurinn í deildinni frá upp- hafi, skoraði sitt fyrsta mark í þrjú ár þegar hann kom liðinu í 2:1.  Ívar Örn Jónsson kom inn á hjá HK og lék sinn hundraðasta leik í efstu deild. Toppslagur í Árbænum Í upphafi Íslandsmótsins sáu ef- laust ekki margir fyrir að þegar kæmi að viðureign Fylkis og KR í Árbænum síðdegis á morgun yrði þar um að ræða uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar. En sigurganga Fylkismanna að undanförnu hefur verið mögnuð, þeir eru efstir eftir fjóra sigurleiki í röð og taka á móti Íslandsmeisturum KR sem hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum og voru sannfærandi í öðrum toppslag síðasta mánudag þegar þeir lögðu Breiðablik að velli, 3:1. Tvö líkleg mætast í Kópavogi Í Kópavogi er annar stórleikur annað kvöld þegar Breiðablik fær Val í heimsókn. Blikarnir hafa hikst- að eftir góða byrjun og aðeins fengið tvö stig í síðustu þremur leikjum. Valsmenn hafa verið sveiflukenndir og unnið þrjá sannfærandi útisigra en aðeins fengið eitt stig í þremur heimaleikjum. Þetta eru tvö þeirra liða sem eru líkleg til að berjast á toppnum þegar líður á tímabilið og stigin sem eru í boði á Kópavogsvelli eru því dýrmæt.  Blikar sakna Viktors Karls Ein- arssonar sem hefur leikið mjög vel með þeim en hann tekur út eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Skora Skagamenn í Fossvogi? Þriðji innbyrðis leikur liða sem voru í efstu sex sætum deildarinnar fyrir þessa umferð fer fram í Foss- vogi annað kvöld þegar Víkingar fá hina marksæknu Skagamenn í heim- sókn. ÍA hefur skorað 15 mörk í fyrstu sex umferðunum, flest mörk allra liða í deildinni.  Dofri Snorrason leikur ekki með Víkingum en hann er í banni vegna fjögurra gulra spjalda. Fyr- irliðinn Sölvi Geir Ottesen getur leikið á ný eftir að hafa afplánað tveggja leikja bann. Eiður og Logi í Grafarvogi Fyrirfram hefði viðureign Fjölnis og FH ekki verið sú áhugaverðasta í sjöundu umferð. En það breyttist allt í vikunni. Eiður Smári Guðjohnsen kemur í fyrsta skipti að leik á Ís- landsmóti frá því hann lék með KR hluta tímabilsins 1998 en Eiður og Logi Ólafsson tóku við liði FH af Ólafi H. Kristjánssyni á miðvikudag- inn.  Eiður Smári kom síðast við sögu á Íslandsmótinu fyrir 22 árum, 30. júlí 1998, þegar hann lék með KR í 2:0-sigri á Fram í Vesturbænum.  Meðal andstæðinga Eiðs í þeim leik var Ásmundur Arnarsson, þá- verandi leikmaður Fram, sem er hans fyrsti andstæðingur sem þjálf- ari Fjölnis.  Logi stýrir FH í fyrsta skipti frá 22. september 2001 þegar Hafn- arfjarðarliðið vann Fylki 2:0 í Ár- bænum undir hans stjórn. Botnslagur á Akureyri Síðast en ekki síst er beinharður botnslagur á Akureyri í dag þar sem Arnar Grétarsson stýrir KA í fyrsta skipti og liðið reynir að knýja fram sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Grótta kemur í heimsókn. Þar er allt undir enda verður annað liðanna í fallsæti að umferðinni lokinni, hugs- anlega bæði.  Ívar Örn Árnason varnarmaður KA er í banni vegna fjögurra gulra Stjarnan er með bestu stöðuna eftir stórsigur Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sextíu Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í gærkvöld, það seinna var hans sextugasta mark í deildinni, og hér reyna Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK og Ásgeir Börkur Ásgeirsson að stöðva hann.  Tíu stig og eina taplausa liðið í deildinni  HK stefnir í erfiða botnbaráttu 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Stjarnan – HK .......................................... 4:1 Staðan: Fylkir 6 4 0 2 11:6 12 KR 5 4 0 1 8:5 12 Breiðablik 6 3 2 1 13:9 11 ÍA 6 3 1 2 15:8 10 Valur 6 3 1 2 13:6 10 Stjarnan 4 3 1 0 10:3 10 Víkingur R. 6 2 2 2 8:9 8 FH 5 2 1 2 10:12 7 HK 7 1 2 4 12:19 5 Grótta 6 1 1 4 7:16 4 KA 5 0 3 2 5:10 3 Fjölnir 6 0 2 4 5:14 2 Lengjudeild karla Grindavík – Fram..................................... 1:1 Þróttur R. – Keflavík ............................... 0:4 Víkingur Ó. – Afturelding........................ 1:3 Staðan: Keflavík 6 4 1 1 20:8 13 ÍBV 5 4 1 0 11:4 13 Fram 6 4 1 1 11:8 13 Leiknir R. 5 3 1 1 12:8 10 Afturelding 6 3 0 3 16:9 9 Þór 5 3 0 2 8:6 9 Grindavík 6 2 3 1 11:10 9 Vestri 5 2 1 2 4:5 7 Leiknir F. 5 2 0 3 5:10 6 Víkingur Ó. 6 2 0 4 6:12 6 Þróttur R. 6 0 0 6 1:12 0 Magni 5 0 0 5 2:15 0 2. deild karla Þróttur V. – Selfoss .................................. 1:0 Fjarðabyggð – Dalvík/Reynir ................. 1:0 ÍR – Njarðvík............................................ 1:1 KF – Haukar............................................. 0:3 Kári – Víðir ............................................... 5:0 Staðan: Kórdrengir 5 4 1 0 11:1 13 Haukar 6 4 0 2 13:8 12 Fjarðabyggð 6 3 2 1 14:6 11 Þróttur V. 6 3 2 1 7:5 11 Selfoss 6 3 1 2 9:8 10 Njarðvík 6 3 1 2 8:8 10 Kári 6 2 2 2 12:8 8 ÍR 6 2 1 3 9:10 7 KF 6 2 0 4 8:11 6 Víðir 6 2 0 4 4:18 6 Dalvík/Reynir 6 1 1 4 8:14 4 Völsungur 5 0 1 4 7:13 1 3. deild karla Vængir Júpíters – Reynir S .................... 1:1 Álftanes – Augnablik ............................... 1:3 Staðan: Reynir S. 6 4 2 0 14:9 14 KV 5 4 0 1 14:6 12 Tindastóll 5 3 1 1 11:10 10 KFG 5 3 0 2 13:11 9 Elliði 5 2 2 1 11:6 8 Augnablik 6 2 2 2 11:10 8 Sindri 5 2 1 2 11:11 7 Ægir 5 2 0 3 10:12 6 Álftanes 6 1 2 3 6:9 5 Vængir Júpiters 6 1 2 3 5:11 5 Einherji 5 1 1 3 8:14 4 Höttur/Huginn 5 0 1 4 7:12 1 Lengjudeild kvenna Völsungur – Afturelding.......................... 0:3 Staðan: Keflavík 5 4 1 0 17:2 13 Tindastóll 5 4 1 0 9:2 13 Haukar 5 2 2 1 8:7 8 Grótta 5 2 2 1 5:4 8 Afturelding 5 2 1 2 6:4 7 ÍA 5 1 3 1 9:7 6 Víkingur R. 5 1 1 3 6:10 4 Augnablik 4 1 1 2 3:7 4 Fjölnir 5 1 0 4 3:9 3 Völsungur 4 0 0 4 0:14 0 England West Ham – Watford ............................... 3:1 Staða neðstu liða: Crystal Palace 36 11 9 16 30:47 42 West Ham 36 10 7 19 47:60 37 Brighton 36 8 13 15 37:53 37 Watford 36 8 10 18 34:57 34 Bournemouth 36 8 7 21 37:62 31 Aston Villa 36 8 7 21 39:66 31 Norwich 36 5 6 25 26:68 21 B-deild: Huddersfield – WBA................................ 2:1 Staða efstu liða: Leeds 44 26 9 9 70:34 87 WBA 45 22 16 7 75:43 82 Brentford 44 24 9 11 79:35 81 Fulham 44 22 11 11 58:44 77 Nottingham F. 44 18 16 10 57:45 70 Cardiff 44 17 16 11 62:57 67 Millwall 44 16 17 11 50:46 65 Swansea 44 16 16 12 57:52 64 Ítalía B-deild: Spezia – Venezia...................................... 0:1  Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Spezia á 90. mínútu. Danmörk Midtjylland – Nordsjælland ................... 6:3  Mikael Anderson lék í 83 mínútur með Midtjylland sem hefur þegar tryggt sér danska meistaratitilinn. Staðan: Midtjylland 34 26 3 5 59:26 81 Köbenhavn 33 19 5 9 53:37 62 AGF 33 18 6 9 53:37 60 Bröndby 33 15 7 11 54:40 52 AaB 33 14 6 13 51:42 48 Nordsjælland 34 13 7 14 57:51 46  Liðin fjögur sem hafa unnið ensku bikarkeppnina í knattspyrnu und- anfarin fjögur ár mætast í undan- úrslitunum um helgina. Arsenal, sem vann 2017, mætir í dag Man- chester City, sem vann 2019, og á morgun leikur Manchester United, sem vann 2016, við Chelsea, sem vann keppnina 2018. Þá eru þetta fjögur af sigursæl- ustu liðunum en Arsenal hefur þrettán sinnum orðið bikarmeist- ari, oftast allra, Manchester United 12 sinnum, Chelsea átta sinnum og Manchester City sex sinnum. Söguleg undan- úrslit í bikar AFP Bikarinn Arsenal og Manchester City mætast í undanúrslitum í dag. Leeds United er komið í ensku úr- valsdeildina í knattspyrnu eftir sex- tán ára fjarveru en það komst á hreint í gærkvöld þegar keppinaut- arnir í WBA töpuðu fyrir Hudd- ersfield, 2:1. Þar með er það bara Brentford sem getur náð Leeds en tvö efstu liðin fara upp og næstu fjögur fara í umspil. West Ham nánast gulltryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með því að sigra Watford 3:1. Michail Ant- onio, Tomás Soucek og Declan Rice skoruðu fyrir West Ham en Troy Deeney svaraði fyrir Watford. AFP Fagnað Mikið gekk á í Leeds í gær- kvöld þegar úrslitin lágu fyrir. Leeds upp eftir sextán ára bið STJARNAN – HK 4:1 1:0 Sölvi Snær Guðbjargarson 11. 1:1 Hörður Árnason 34. 2:1 Daníel Laxdal 45. 3:1 Guðjón Baldvinsson 55. 4:1 Guðjón Baldvinsson 61. MM Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) M Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörn.) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Arnþór Ari Atlason (HK) Atli Arnarson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – X. (Arnar Ingi Ingvars- son 62.) Áhorfendur: 878.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.