Morgunblaðið - 03.12.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  285. tölublað  108. árgangur  Hangiframpartur Úrbeinaður 1.999KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG JÓLAKRÆSINGAR OG GÓÐ TILBOÐ Lambahryggur Léttreyktur 2.589KR/KG ÁÐUR: 3.699 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 3.—6. desember Bláber 125 gr 249KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK -50%-30% -20% 21 dagurtil jóla Jólauppskriftirnar eru á jolamjolk.is ARNDÍS HLAUT TVÆR TIL- NEFNINGAR SÍGILD OG SKEMMTILEG LISTSKÖPUN LAUFABRAUÐSGERÐ 12BÓKMENNTAVERÐLAUN 56 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Málahalli hjá embætti héraðssak- sóknara í byrjun árs 2016, þegar embættið var stofnað, nam um 170 málum og var meðalafgreiðslutími mála 12-14 mánuðir. Stærstur hluti þessara mála var kynferðisbrotamál. Síðan þá hefur tekist að vinna á mestum hluta málastabbans og er afgreiðslutími kynferðisbrota hjá embættinu nú 3-4 mánuðir. Svipaða sögu er að segja frá kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, en þar hefur á síð- ustu árum tekist að breyta mikilli málasöfnun árið 2017 á þann veg að í fyrra kláraði deildin að afgreiða tvö- falt fleiri mál en komu inn. Allt þetta hefur stytt afgreiðslutíma kynferðis- brota til muna. Í síðustu viku féll dómur í Lands- rétti vegna nauðgunar þar sem hér- aðsdómur var mildaður í skilorðs- bundna refsingu eftir að málið hafði „dregist úr hömlu“ yfir fimm ára meðferð þess í réttarvörslukerfinu. Kolbrún Benediktsdóttir vara- héraðssaksóknari segir að langur tímarammi málsins skýrist að miklu leyti af þeirri stöðu sem þessi mála- flokkur var í á þessum tíma hjá bæði héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísar hún til málahallans sem var hjá embættinu, auk þess sem málið hafi verið fellt niður og tekið upp aftur. „Það var stífla hjá okkur og þeim á þessum tíma,“ segir Kolbrún. Í kjölfar þess að aðgerðaáætlun samráðshóps dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrotamála var sett fram seinni hluta ársins 2017 hafa bæði embætti gert umfangsmiklar breytingar. Horft var til reynslu frá Útlendingastofnun. Nánar er fjallað um þetta á mbl.is. Málstími mun styttri  Tekist hefur að vinna á málahalla hjá embætti héraðs- saksóknara  Kynferðisbrotamál fá nú fyrr afgreiðslu en var Flugvirkjar Icelandair vinna nú að niðurrifi Boeing 757-vélar félagsins, Surtseyjar, sem er ein fjögurra slíkra véla sem teknar hafa verið úr rekstri. Verkið fer fram í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli en tvær vélar verða bútaðar niður hér á landi. Ýmis búnaður er notaður áfram í varahluti en stærstur hluti skrokksins fer í endurvinnslu. Hefur svona stórt verk ekki áður verið unnið hér á landi. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Boeing-vél Icelandair bútuð niður hér á landi Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir útlit fyrir færri gjaldþrot í greininni í ár en óttast var. Hins vegar kunni gjaldþrotum í greininni að fjölga á ný næsta haust. Hann segir uppsagnarstyrki, greiðsluskjól og stuðningslán hafa komið í veg fyrir mun tíðari gjald- þrot. Til dæmis nýti nú mun fleiri fyrirtæki sér greiðsluskjólið en fyrir tveimur til þremur mánuðum. Allt að 40% færu í þrot Erfitt sé að áætla hversu hátt hlutfall fyrirtækja í greininni muni komast í gegnum faraldurinn. „Síðastliðið sumar vorum við að vona að það yrðu alls ekki meira en 30-40% [fyrirtækjanna] gjaldþrota en nú erum við farin að vona að það geti orðið jafnvel lægri prósenta,“ segir Jóhannes. baldura@mbl.is »10 Jóhannes Þór Skúlason Gjaldþrot færri en spáð var  SAF spáir þó gjald- þrotum haustið 2021  „Þessar niðurstöður segja okkur að virknin er töluvert mikil og þá er næsta skref að prófa virknina á fólki og það er að fara í gang núna,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., um þróun vöru fyrirtækisins sem talin er geta hamlað veirusmiti. Segir Katrín að varan hafi verið send í rannsóknir til Bandaríkj- anna þar sem henni var beitt á frumuræktun. Niðurstöðurnar hafi sýnt fram á það að vöru Lýsis hf., sem innihélt annars vegar eitt prósent og hins vegar tvö prósent af fríum fitusýrum, tókst að vinna á 99,99% af kórónuveirunni, SARS COV-2. Katrín segir að búið sé að sam- þykkja að rannsóknin fari í ferli hér heima og vænta megi niður- staðna fljótlega á nýju ári. »28 Vara Lýsis gæti hamlað veirusmiti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.