Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
FULLKOMIN
BLANDA
fyrir notalegasta tíma ársins
Búrókratar ESB reyna að komaillu blóði inn í samninga-
viðræður við Breta og leitast þeir
ekki síst við að nýta tilhögun fisk-
veiða í því
sambandi.
En þærtil-
raunir
gætu hitt þá sjálfa fyrir.
Fulltrúar Íra á spjallþingi ESBtelja að tilburðir samninga-
liðs búrókrata muni að lokum
koma sér illa fyrir Íra.
Þegar ljóst væri orðið að gömlusvikasamningarnir um fisk
gengju til baka með útgöngunni
yrðu Írar skyndilega best settir af
öllum aðildarþjóðum ESB.
Þær alþjóðlegu lagareglur semtaka til veiðiheimilda leggja
leikreglurnar á milli þeirra ríkja
sem eiga sannanlegan rétt, eins og
við Íslendingar þekkjum svo vel.
Heimaríkið Bretar mun þá hafaríkastan rétt, en staða Íra
myndi styrkjast á kostnað ríkja
eins og Frakklands og Spánar,
sem knúðu fram „réttindi“ fyrir
sig í kaupskap um aðild Breta
forðum.
Á slíku gætu þau ekki staðiðþegar útgönguniðurstaðan
lægi fyrir, eða útganga yrði án
samnings, sem gæti verið besti
kosturinn fyrir Breta.
Þess vegna hefur tónninn breystí írskum þingmönnum sem
eru að átta sig á að í þessum efn-
um sem öðrum eigi þeir æ minni
hagsmuni af því að hanga aftan í
ESB.
Fiskur kemur
enn við sögu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ákveðið hefur verið að hefja viðræður við fasteignafélagið
Íþöku ehf. um leiguhúsnæði fyrir Skattinn og skattrann-
sóknarstjóra. Íþaka býður fram húsnæði við Katrínartún
6, í húsi sem stendur til að reisa á lóðinni á næstu miss-
erum. Ef samningar takast þurfa starfsmenn ekki að
flytja langar vegalengdir því Skatturinn er nú til húsa á
Laugavegi 166 og skattrannsóknarstjóri í Borgartúni 7B.
Ríkiskaup fyrir hönd ríkissjóðs auglýstu í sumar eftir
leiguhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýj-
ar höfuðstöðvar Skattsins og skattrannsóknarstjóra.
Fimmtán fyrirtæki sendu inn tilboð, þar á meðal öll helstu
fasteignafyrirtæki landsins. Húsnæðisþörfin var áætluð
um 9.800 fermetrar. Fram kom í auglýsingu Ríkiskaupa
að miðað sé við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til
30 ára, fullbúið til notkunar með föstum innréttingum og
búnaði, án lauss búnaðar. Framkvæmdasýsla ríkisins hef-
ur umsjón fyrir hönd ríkissjóðs.
Húsin á lóðinni verða rifin og nýtt hús byggt
Á lóðinni við Katrínarún standa nú þrjú hús sem öll
verða rifin. Tvö þau stærri eru Fossberghúsið svo og hús
þar sem flugfélagið WOW air var með starfsemi um tíma
og skartar bleikum lit félagsins. Í þeirra stað stendur til að
byggja átta hæða atvinnuhús á lóðinni. Heildarstærð ofan-
jarðar verður um 8.000 fermetrar.
Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri Íþöku segist
reikna með að niðurrif húsanna hefjist fljótlega á næsta
ári. Eftir að húsin hafa verið fjarlægð verði farið í jarð-
vinnu. Þegar jarðvinnu lýkur verði svo hafist handa við að
reisa mót og steypa upp nýja mannvirkið.
Gunnar segir að samkvæmt deiliskipulagi lóðar Höfða-
torgs sé gert ráð fyrir sex húsum. Þar af er búið að byggja
fimm; Borgartún 12-14 (sem hýsir skrifstofur Reykjavík-
urborgar auk veitingahúsa o.fl. á jarðhæð), Þórunnartún 1
(hótel), Bríetartún 9-11 (íbúðarbygging með þjónustu-
starfsemi á jarðhæð), Katrínartún 2 (Turninn, skrif-
stofubygging með veitingastarfsemi o.fl. á jarðhæð), Katr-
ínartún 4 (skrifstofubygging með þjónustustarfsemi á
jarðhæð).
Einungis á eftir að byggja síðasta húsið á lóðinni, skrif-
stofubyggingu á Katrínartúni 6. Það er byggingin sem
Íþaka ehf. bauð undir húsnæði fyrir Skattinn og skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins. Á Höfðatúnsreit er nú þegar að
finna fjölbreytta starfsemi, svo sem banka, landlækni,
þjóðkirkjuna og mörg svið Reykjavíkurborgar.
Ný ríkisstofnun, Skatturinn, tók til starfa um síðustu
áramót. Þá sameinuðust embætti tollstjóra og ríkisskatt-
stjóra. Snorri Olsen ríkisskattstjóri stýrir stofnuninni. Í
síðasta mánuði kynnti Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um samein-
ingu embættis skattrannsóknarstjóra og Skattsins.
Starfsmenn Skattsins eru 478 á 15 starfsstöðvum víða um
land, langflestir í Reykjavík. Starfsmenn skattrannsókn-
arstjóra eru 28 talsins.
Skatturinn í Katrínartún?
Rætt við Íþöku um hús
sem á eftir að byggja
Mynd/PK Arkitektar
Katrínartún 6 Nýja húsið mun rísa á næstu misserum.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Skoðunarmenn nýbirts ársreiknings
Pírata fyrir 2019 gera athugasemdir
við að reikninga vanti í bókhaldið hjá
flokknum fyrir 1,3 milljónir króna,
þó ekki sé efað að útgjöldin eigi sér
stoð. Þá gera skoðunarmennirnir
einnig óvenjulega athugasemd við
reksturinn hjá flokknum, að þeim
þyki hann hafa verið heldur kostn-
aðarsamur, ekki síst ef ætlunin sé að
eiga einhvern sjóð að sækja í fyrir
kosningarnar á komandi ári.
Þá er fundið að því að ársreikn-
ingsgerðin hafi dregist úr hömlu, en
þessar aðfinnslur eru beinskeyttari
fyrir það að kveðið er á um það í lög-
um Pírata að bókhald flokksins skuli
vera öllum opið á vefsíðu hans, upp-
fært jafnóðum og samþykktir árs-
reikningar sömuleiðis. Það er gert til
samræmis við þá stefnu Pírata að
bókhald hins opinbera sé birt og
borgarar geti fylgst með því í hvað
fjármunum þeirra sé varið.
Það á enn frekar við í ljósi þess að
99,5% tekna Pírata koma úr vösum
skattgreiðenda. Þær námu alls
78.446.731 krónu árið 2019, 96,1%
kom úr ríkissjóði og 3,4% frá sveit-
arfélögum. Félagsgjöld flokks-
manna námu aðeins 0,5% af tekjum
hans. Aðeins 34.600 kr. bárust sem
frjáls framlög eða 0,04% teknanna.
Reikninga vantar í bókhald Pírata
Athugasemdir við síðbúinn ársreikning 99% rekstrartekna frá hinu opinbera
Ársreikningur Pírata fyrir 2019.