Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 14

Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Allir verðandi foreldrar óskaþess að ófætt barn þeirraverði heilbrigt og hraust. Þegar von er á barni eru konur oft tilbúnar að endurskoða dag- legar venjur og gera breytingar á lífi sínu. Þær eru í nýjum að- stæðum og eru að hugsa um vel- ferð og heilsu barnsins sem þær ganga með. Þær eru líka að hugsa um sína eigin heilsu og að með- gangan og fæðingin geti gengið sem best. Í mæðravernd er meðal annars rætt um tóbaksnotkun og ávinn- inginn af því að hætta að nota tóbak. Hér eru nokkur dæmi um hvað gerist þegar tóbaksnotkun er hætt: Á meðgöngu  Meiri líkur eru á að blóðflæði um fylgju til barnsins verði gott og að barnið fái nægilegt súrefni.  Minni líkur eru á fósturláti.  Minni líkur eru á því að barnið fæðist andvana.  Minni líkur eru á að barnið fæðist fyrir tímann.  Meiri líkur eru á að barnið vaxi eðlilega í móðurkviði og að það nái þeirri stærð sem því er ætlað frá náttúrunnar hendi. Í fæðingu  Meiri líkur eru á að barnið þoli fæðinguna betur ef það er gott blóðflæði um fylgjuna og nægj- anlegur súrefnisflutningur til barnsins.  Minni hætta er á því að barnið lendi í streitu í fæðingu sem þá getur valdið inngripum eins og sogklukku eða keisaraskurði. Eftir fæðingu  Meiri líkur eru á að brjóstagjöf gangi vel. Tóbaksnotkun dregur úr myndun brjóstamjólkur.  Minni líkur eru á óværð fyrstu dagana eftir fæðingu sem rekja má til þess að barnið er með frá- hvarfseinkenni og er að kalla eftir nikótíni.  Minni líkur eru á vöggudauða. Barnið fær síður ofnæmi, astma eða önnur lungnavandamál. Hér eru nokkur ráð til tóbaksleysis:  Skráðu niður það jákvæða fyrir þig við að hætta og einblíndu á það fremur en það sem er neikvætt og erfitt.  Settu þér markmið. Það geta verið langtímamarkmið eða skammtímamarkmið. Það geta jafnvel verið markmið fyrir hálfan dag í einu og ný markmið fyrir það sem eftir er af deginum.  Ef þú hefur áður reynt að hætta er gott að fara yfir það sem gekk vel og hvað betur má fara með það í huga að halda tóbaksbindindi.  Tóbaksnotkun er oft tengd ein- hverskonar vana. Það er mikilvægt að rjúfa þau tengsl.  Fáðu stuðning einhvers nákom- ins. Reynslan hefur sýnt að stuðn- ingur maka skiptir miklu. Barnshafandi konur sem nota tób- ak eru hvattar til að leita sér að- stoðar og stuðnings við að hætta eða minnka tóbaksnotkun og eru ljósmæður í mæðraverndinni til- búnar að veita þann stuðning. Hjá Ráðgjöf í reykbindindi í síma 800-6030 eru hjúkrunarfræðingar sem eru sérstaklega þjálfaðir og með mikla reynslu af því að að- stoða fólk við að hætta að nota tób- ak. Á heilsuvera.is undir meðganga og fæðing er aðgengilegt fræðsluefni um tóbak og meðgöngu, m.a. myndbandið Nýtt líf án tóbaks með viðtölum við ljósmóður, fæð- ingar- og nýburalækni. Best er að hætta alveg að nota tób- ak á meðgöngu, en hafa ber í huga að ef tekst að draga úr tóbaks- notkun er það alltaf ávinningur fyrir verðandi móður og barn. Það er aldrei of seint að hætta. Líf án tóbaks er mikilvægt á meðgöngutímanum Morgunblaðið/Ásdís Barnshafandi Best er að hætta alveg að nota tóbak á meðgöngu, en ef tekst að draga úr tóbaksnotkun er það alltaf ávinningur fyrir verðandi móður. Morgunblaðið/Eggert Eitur Auknar líkur eru á að blóðflæði um fylgju til barns verði gott og að barnið fái nægt súrefni ef móðir nota ekki tóbak meðan barn er undir belti. Heilsusráð Karitas Ívars- dóttir ljósmóðir og Jón Steinar Jónsson yfir- læknir á Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu Unnið í samstarfi við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Stúdentaráð Háskóla Íslands býður á morgun, 4. desember kl. 18, til hátíð- arhalda í tilefni af aldarafmæli ráðs- ins. Hátíðin verður í hátíðarsal aðal- byggingar Háskóla Íslands og henni streymt á netinu. Afmælið markar stór tímamót í hagsmunabaráttu stúdenta, sem hef- ur sett svip sinn á samfélagið í heild sinni frá því að stúdentar gengu fyrst til kosninga í desember árið 1920. Stúdentaráð er um þessar mundir að vinna að heimildarþætti um sögu ráðsins í samstarfi við Háskóla Ís- lands, RÚV og Landsbankann. Verður sýnishorni brugðið upp á hátíðinni. Heiðursgestir eru Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, sem opnar hátíðina, Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Isabel Alej- andra Díaz, forseti Stúdentaráðs, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, munu einnig ávarpa gesti. Streymið frá hátíðinni er á live- stream.com/hi. Stúdentaráð HÍ 100 ára Stór tímamót Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, afhenti á dögunum Héðni Unnsteinssyni, formanni Geðhjálpar, 12,6 milljónir króna, afrakstur Takk- dagsins 26. nóvember sl. Þann dag runnu allar þóknanatekjur fyrir- tækisins vegna viðskipta til góðs málefnis. Auk Fossa markaða tóku Kauphöllin og uppgjörsfyrirtæki þátt í framtakinu með sömu eftirgjöf. „Algjör einhugur var um það hjá starfsfólki Fossa að afrakstur Takk- dagsins í ár rynni til Geðhjálpar og að við legðumst þar með á árarnar með þeim sem stuðla með beinum hætti að bættri geðheilsu fólks. Nú sem aldrei fyrr þarf að huga að geðheil- brigðinu og veita öflugan stuðning við áskoranir,“ segir Haraldur. Styrkja Geðhjálp Takk hjá Fossum Góðir Haraldur Þórðarson frá Foss- um, t.v., og Héðinn Unnsteinsson. Lesið vandlega upplýsingarnar á g fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsing- um um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril umbúðum o Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg töflur - 30 stk og 50 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Eigum alltaf vinsælu velúrgallana í mörgum litum. Einnig stakar svartar velúrbuxur Stærðir S-4XL Til jóla fyrir dömur og herra Ilmir • Gjafakassar • Silkislæður Hanskar • Töskur • Skart Herra- og dömutreflar Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.