Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra hefur verið ötull í friðlýsingum landsvæða. Frá því hann tók við embætti hafa sex ný svæði verið friðlýst. Miðað við þann fjölda sem er í undirbúningi hjá Um- hverfisstofnun má búast við að 15-20 ný svæði verði friðlýst á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar, auk nokk- urra svæða úr verndarflokki rammaáætlunar. Sjálfur telur Guð- mundur Ingi Guðbrandsson líklegt að gengið verði frá alls nærri 30 frið- lýsingum fyrir lok kjörtímabilsins og á þá við allar auglýsingar, jafnt á nýjum svæðum, svæðum í vernd- arflokki og breytingum á eldri frið- lýsingum. Friðun og friðlýsingar eru eitt form náttúruverndar. Í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við fyrir þremur árum er sérstök áhersla lögð á friðlýsingu kosta í vernd- arflokki rammaáætlunar auk vernd- arsvæða í samræmi við náttúru- verndaráætlun með hliðsjón af áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þetta hefur umhverf- isráðherra útfært sem átaksverkefni í friðlýsingum og Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafa unnið að undirbúningi mála. Hildur Vé- steinsdóttir, teymisstjóri friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun, lýsti átakinu þannig á fundi í júní að friðlýsa ætti svæði í verndarflokki, svæði í eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi vegna ferða- manna. Einnig að stækka þjóðgarða og stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Fjöldi mála undirbúinn Að öllu þessu hefur verið unnið, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Ráðherra hefur staðfest ellefu frið- lýsingar. Þar af eru sex ný svæði, þar á meðal eru Geysir og Goðafoss, og bætast þau við lista rúmlega hundrað svæða og fyrirbæra sem friðlýst hafa verið. Þau voru 116 síð- ast þegar talið var. Þótt listinn sé þetta langur höfðu fá svæði bæst á hann undanfarin ár, áður en Guð- mundur Ingi hóf sitt átak. Sjö friðlýsingaverkefni eru nú á borði ráðherra eftir undirbúning Umhverfisstofnunar og umhverf- isráðuneytis. Auk þess hefur stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið und- irbúin og frumvarp um hann hefur nú verið kynnt og lagt fram á Al- þingi. Fjórtán verkefni eru í form- legu ferli hjá Umhverfisstofnun, þar af átta ný svæði, og nokkur að auki á byrjunarstigi. Ef aðeins eru tekin ný svæði sem friðlýst hafa verið eða eru í undirbúningi en verkefnum úr rammaáætlun sleppt ásamt breyt- ingum á fyrri svæðum, má búast við að friðlýstum svæðum fjölgi um 15- 20 á kjörtímabilinu. Tillögur úr ýmsum áttum Frumkvæði að friðlýsingum get- um komið frá ýmsum. Náttúru- verndarlögin gera ráð fyrir því að tillögur að friðlýsingum séu almennt sóttar í framkvæmdaáætlun nátt- úruminjaskrár. Samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 2018 var gert ráð fyrir að 112 slík svæði yrðu á áætluninni. Enn er verið að fara yfir tillögurnar hjá Umhverfisstofnun og umhverf- isráðuneyti og reiknað með að til- laga verði lögð fyrir þingið á nýju ári. Þá er gert ráð fyrir því í öðrum lögum að undirbúa skuli friðlýsingu svæða sem flokkuð eru í vernd- arflokk rammaáætlunar. Svæðin eru þá eingöngu friðuð fyrir orkunýt- ingu. Auk þess koma iðulega fram hug- myndir að friðlýsingu annarra svæða. Þær þurfa þá að fara í gegn- um sérstaka kynningu til að standa jafnfætis tillögunum á fram- kvæmdaáætlun. Mismunandi friðlýsingar Aðallega eru tvær aðferðir not- aðar við verndun sérstæðra og mik- ilvægra svæða og fyrirbæra. Annars vegar eru afmörkuð svæði friðlýst og gilda reglurnar þá aðeins innan þeirra. Það er algengasta aðferðin. Hins vegar eru vistgerðir, vistkerfi, tegundir, steindir eða steingerv- ingar friðaðir. Það getur til dæmis átt við dropasteina og eru þeir þá friðaðir hvar sem þeir finnast, eins og Hildur Vésteinsdóttir lýsti í erindi sínu. Friðlýsing er ekki það sama og friðlýsing. Það sést á fjölda flokka sem hægt er að nota við friðlýsingu. Þeir eru átta samkvæmt nátt- úruverndarlögum og alls ellefu, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Strangasti flokkurinn er náttúru- vé. Surtsey myndi falla undir þann flokk ef verið væri að friðlýsa hana nú. Mjög takmörkuð umferð er leyfð um slík svæði. Fólkvangur er á hin- um endanum. Þeir eru oft friðlýstir að frumkvæði sveitarfélaga til að auðvelda almenningi aðgengi að náttúru- og menningarminjum í nánd við þéttbýli. Urriðakotshraun í Garðabæ sem ætlunin er að friðlýsa er gott dæmi um það. Samráð er mikilvægt Frá því tillaga er lögð fram og þar til friðlýsing er auglýst getur liðið langur tími, eitt ár að lágmarki. Samráð og kynning er mikilvægur hluti af ferlinu og tekur sinn tíma. Þegar friðlýsing hefur verið aug- lýst er svæðið komið á ábyrgð rík- isins og þá er skipaður nýr sam- starfshópur sem gerir tillögur að stjórnunar- og verndaráætlun og að- gerðaáætlun um uppbyggingu inn- viða og fjármögnun hennar. 15-20 ný svæði friðlýst  Ellefu friðlýsingar auglýstar í tíð núverandi ríkisstjórnar og fjöldi mála í undirbúningi  Nú eru á annað hundrað friðlýst svæði og mörg eru að bætast við  Reglur eru misjafnlega strangar Friðlýsingar í vinnslu og auglýstar friðlýsingar 2018-2020 Friðlýsingar í tíð núverandi ríkisstjórnar Í vinnslu hjá Umhverfisstofnun Almennt friðlýsingarferli Tillaga kemur fram Skipaður samstarfs- hópur Lögbundið þriggja mánaða kynningarferli Tillögu vísað til ráðherra Unnin tillaga að frið- lýsingarskilmálum og mörkum svæðisins Mat á verndar- gildi Samráð við hags- munaaðila Unnið úr athuga- semdum Ráðherra tekur loka­ ákvörðun Áform um friðlýsingu kynnt ef svæði er ekki á framkvæmdaáætlun * Frumvarp lagt fram á Alþingi Heimild: Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneyti Friðlýsingaflokkar Náttúruvé Óbyggð víðerni Þjóðgarðar Náttúruvætti Friðlönd Landslagsverndarsvæði Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda Náttúruminjar í hafi Fólkvangar Svæði í verndarflokki rammaáætlunar Friðlýsing heilla vatnakerfa Akurey á Kollafirði (2019) Friðland Vatnajökulsþjóðgarður Tvær stækkanir Jökulsá á Fjöllum Rammaáætlun Þjórsárdalur (2020) Landslagsverndarsvæði Gjástykki Rammaáætlun Brennisteinsfjöll Rammaáætlun Goðafoss Náttúruvætti Geysir Náttúruvætti Kerlingarfjöll Landslagsverndarsvæði Búrfell, Búrfellsgjá, Selgjá Náttúruvætti Hlið, fólkvangur á Álftanesi Breyting á mörkum Í vinnslu í ráðuneyti Vestmannaeyjar Búsvæði fugla Votlendi við Fitjaá í Skorradal Friðland Látrabjarg Búsvæði fugla Vatnasvið Hólmsár í Skaftárhreppi Rammaáætlun Vatnasvið Jökulsár og Hvítár, Árnessýslu Rammaáætlun Vatnasvið Markarfljóts Rammaáætlun Vatnasvið Tungnaár Rammaáætlun Hálendisþjóðgarður* Stofnun þjóðgarðs Jörðin Drangar á Ströndum Óbyggð víðerni Flatey á Breiðafirði Endurskoðun Gerpissvæði Gróður o.fl. Geysir háhitasvæði Rammaáætlun Kerlingarfjöll háhitasvæði Rammaáætlun Látraströnd – Náttfaravíkur Verndarsv. með sjálfb. nýtingu Lundey á Kollafirði Fuglar Reykjatorfan í Ölfusi Ágangur ferðamanna Skógafoss og nágrenni Endurskoðun Urriðakotshraun í Garðabæ Fólkvangur Varmárósar í Mosfellsbæ Endurskoðun Verndarsvæði norðan Dyrfjalla og Stórurð Jarðmyndanir, landslag Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum Stofnun þjóðgarðs Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Stækkun Verkefni á byrjunarstigi Langanes Menningar- og náttúruminjar Borgarvogur í Borgarbyggð Leirur og fuglalíf Grótta á Seltjarnarnesi Endurskoðun Hellarnir í Þeistareykjahrauni Hraunhellar Fólkvangurinn í Garðahrauni efra Möguleg stækkun 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Stærðir: 36-41 Verð: 14.995.- Vnr. RIEZ9534-24 Stærðir: 36-42 Verð: 17.995.- Vnr. RIEZ9531-00 Rieker dömu kuldaskór Stærðir: 36-41 Verð: 19.995.- Vnr. RIEX2660-00 Stærðir: 37-41 Verð: 14.995.- Vnr. RIEZ2433-00 S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE KRINGLAN - SMÁRALINDFRÍ HEIMSENDING Margvíslegar ástæður eru fyrir því að Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverf- isráðherra leggur áherslu á friðlýsingar. Hann segir mikilvægt að ganga ekki á gæði náttúrunnar en einnig fylgi friðlýsingum efnahagsleg tækifæri og störf um allt land. „Ég er einlægur náttúru- verndarsinni og tel mikilvægt að við göngum þannig um að við skerðum ekki gæði náttúr- unnar. Náttúran hafi ákveðinn rétt til að þróast eftir eigin lög- málum. Mér finnst mikilvægt að friðlýsa einstæða náttúru,“ segir Guðmundur Ingi. „Í öðru lagi legg ég áherslu á friðlýsingar vegna þess að þeim fylgja efnahagsleg tæki- færi. Rannsóknir erlendis og hér heima sýna þetta, ekki síst fyrir fólkið sem býr næst frið- lýstum svæðum. Þá eru þessi svæði dreifð um allt land og skapa opinber störf. Ég tel mik- ilvægt að við fjölgum störfum, ekki síst fyrir menntað fólk úti um allt land, því það styrkir byggðirnar,“ segir ráðherra. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að stofnun hálendis- þjóðgarðs sé stærsta friðlýs- ingarmálið nú um stundir en hann hefur einmitt kynnt frum- varp um hann sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Getur þess jafnframt að nokkrir mik- ilvægir staðir hafi verið frið- lýstir og þá sé komið vel á veg að friðlýsa orkukosti í vernd- arflokki rammaáætlunar. Tekur tíma að koma í gang Honum finnst friðlýsingar- átakið sem unnið hefur verið að ganga vel. „Við tókum upp nýtt verklag. Ráðuneytið og Umhverfisstofnun eru með teymi í friðlýsingum og stór- aukið fjármagn hefur verið sett í verkefnið. En það tekur vissu- lega tíma að koma friðlýsing- arhjólinu aftur af stað.“ Ekki gengið á náttúruna UMHVERFISRÁÐHERRA Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.