Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 26

Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is 27.990 kr. 31.990 kr. 28.990 kr. 33.990 kr. Opnunartími mán-fös 11-18 laugardaga 12-16 41.990 kr. 41.990 kr. 38.990 kr. 38.990 kr. Glæsileg jólasending frá spænska gæðamerkinu Audley lendir í verslun okkar á Garðatorgi 6 föstudaginn 4. desember og á www.aprilskor.is Bæði Alzheimersamtökin og Park- isonsamtökin fá veglegan styrk frá Oddfellow-reglunni á Íslandi til að byggja upp þjónustumiðstöð og dagdvalarrými á 3. hæð í Lífs- gæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þessi stuðningur var samþykktur um liðna helgi á haustfundi styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar, StLO. Öll hæðin verður endur- innréttuð, alls um 530 fermetrar. Rekið af Hafnarfjarðarbæ Á 2. hæð hefur Lífsgæðasetrið verið til húsa, þar sem starfa ein- staklingar, félagasamtök og fyrir- tæki sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með áherslu á heilsu, samfélag og nýsköpun, líkt og fram kemur í til- kynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þar er m.a. boðið upp á forvarnir, heilsu- vernd, snemmtæka íhlutun og fræðslu og með tilkomu samtakanna í húsið er talið að samlegðaráhrifin verði töluverð. Lífsgæðasetur St. Jó er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ og hefur húsnæðið að Suðurgötu 41, sem áður hýsti St. Jósefsspítala, ver- ið í eigu sveitarfélagsins frá 2017. „Síðan þá hefur mikill metnaður verið lagður í að byggja upp opið samfélag og eftirsóknarverðan vett- vang fyrir hvers kyns heilsueflingu. Þetta fallega hús hefur þannig fengið nýtt og mikilvægt hlutverk,“ segir m.a. í tilkynningu bæjarins. Vitnað er í talsmenn samtakanna, sem segja draum þeirra vera að ræt- ast með þessum höfðinglega styrk Oddfellowa. Alzheimersamtökin munu opna stuðningsmiðstöð til að veita þjón- ustu þeim sem greinast með heilabil- un, 65 ára og yngri, og aðstand- endum þeirra. Vilborg Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, segir að þjónustumiðstöðin verði algjör bylt- ing, jafnt fyrir sjúklinga sem að- standendur þeirra. Parkinsonsamtökin munu opna parkinsonsetur til að aðstoða fólk með parkinsonveiki og aðstandendur þess, að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja með sér- hæfðri endurhæfingu og radd- þjálfun. „Það eru stór tímamót í sögu Parkinsonsamtakanna að geta innan skamms tíma boðið betri aðstöðu fyr- ir ráðgjöf, stuðning, þjálfun og dagd- völ með sérhæfðri endurhæfingu fyr- ir fólk með parkinson. Stuðningurinn frá Oddfellow er ómetanlegur og breytir allri starfsemi samtakanna,“ segir Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna. Steindór Gunnlaugsson, stjórn- arformaður StLO, segir það forrétt- indi að fá að taka þátt í uppbygging- unni í Lífsgæðasetrinu. Mikilvæg þjónusta „Við höfum kynnt okkur starfsemi Alzheimer- og Parkinsonsamtak- anna undanfarið ár og okkur finnst gríðarlega mikilvægt að hægt sé að reka þessa mikilvægu þjónustu fyrir veika einstaklinga og aðstandendur þeirra og að samtökin tvenn fái að sanna sig til frambúðar í þessu glæsi- lega húsi sem Hafnarfjarðarbær hef- ur glætt nýju lífi. Fyrir okkur Odd- fellowa er verkefnið afar gefandi og við erum virkilega stolt af því að til- heyra félagsskap sem getur komið að verkefnum með jafn öflugum hætti núna,“ segir Steindór og vitnar einn- ig til fyrri verka sem Oddfellow- reglan hefur komið að, eins og upp- byggingar líknardeildarinnar í Kópa- vogi, uppbyggingar Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti og með stækkun Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar, við Langholtsveginn. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar þessum tíð- indum. Það sé jákvætt og mikilvægt skref að samtökin fái að þróa starf- semi sína þarna, bæði fyrir Lífs- gæðasetur St. Jó og ekki síður fyrir Hafnarfjörð sem heilsueflandi sam- félag. „Með þessu skrefi er Lífs- gæðasetrið komið með öfluga kjöl- festu í daglega starfsemi sína sem er frábær viðbót við þá fjölbreyttu þjónustu sem þegar er til staðar í húsinu“ segir Rósa. Oddfellowar efla Lífsgæðasetrið  Alzheimer- og Parkinsonsamtökin fá húsnæði til afnota á 3. hæð St. Jósefsspítala í Hafnarfirði  Oddfellow-reglan á Íslandi leggur samtökunum lið  Draumur rætist um betra húsnæði Morgunblaðið/Ófeigur Lífsgæðasetur Gamli St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði hýsir nú Lífsgæðasetur með margs konar starfsemi til heilsu- eflingar og ráðgjafar. Nú bætist við aðstaða fyrir parkinson- og alzheimer-sjúklinga og aðstandendur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.