Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 34
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sæbjúgnaafli á þeim þremurmánuðum sem liðnir eru affiskveiðiárinu nemur aðeinsum þriðjungi af þeim afla sem kom á land á sama tíma í fyrra. Aflabresti eða margra vikna ótíð er þó ekki um að kenna, heldur gerðu útgerðarfyrirtæki sem hafa leyfi til veiðanna með sér samkomulag um stýringu til að veiðar færu ekki úr böndunum og kapphlaup síðasta árs yrði ekki endurtekið. Einnig eru veiðiheimildir ársins mun lægri en þær voru í fyrra. Níu bátar í eigu sex útgerðar- fyrirtækja hafa leyfi til veiða á sæ- bjúgum. Friðrik Sigurðsson ÁR hef- ur komið með mestan afla á land, en skipið er í eigu Hafnarness Vers í Þorlákshöfn. Þar er mest af sæbjúg- unum unnið og auk afla af eigin bát- um kaupir fyrirtækið talsvert af öðr- um. Veiðar má stunda í skilgreindum hólfum fyrir vestan og austan og þegar tilteknum afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Í upphafi fiskveiðiársins í fyrra- haust byrjuðu öll skipin sæbjúgna- veiðar í Aðalvík á Hornströndum. Á aðeins um þremur sólarhringum náð- ist að veiða það sem Hafrannsókna- stofnun hafði ráðlagt að veitt yrði á svæðinu allt fiskveiðiárið. Reyndar talsvert meira því áður en Fiskistofa bannaði veiðar á svæðinu var aflinn orðinn meira en þrefalt það sem ráð- lagt var. Í ár hefur meiri ró verið yfir veiðunum með samvinnu og skipu- lagi af hálfu útgerðanna. Á þremur mánuðum frá upphafi þessa fisk- veiðiárs er búið að landa 939 tonnum, en 2.751 tonni á sama tíma í fyrra. Á síðasta fiskveiðiári veiddust alls rúm- lega þrjú þúsund tonn af sæbjúgum. Alls er heimilt að veiða 2.200 af sæ- bjúgum á fiskveiðiárinu. Unnið að kvótasetningu Ólafur Hannesson, fram- kvæmdastjóri Hafnarness Vers, seg- ir að nú viti menn að hverju þeir gangi og geti skipulagt sig betur. Út- gerðarmenn hafi farið yfir veiði- reynslu og afla á hverju svæði og tal- að sig niður á ákveðna niðurstöðu. Þetta hafi verið nauðsynlegt að gera. Í fyrsta lagi auki þetta verklag möguleika á skipulagningu og skil- virkni við veiðar og vinnslu. Í öðru lagi hafi opinberir aðilar ekki ráðið við ástandið eins og það var, til dæm- is í fyrrahaust. Þá hafi markaðir ver- ið þungir eftir að kórónuveikin gaus upp, en nú sé auðveldara að stýra framleiðslunni. Ólafur segir fyrirtæki í greininni hafi lagt mikið á sig til að þróa veið- ar, vinnslu og markaði. Slík upp- bygging hafi kostað tíma og fjármuni og löngu sé orðið tímabært að kvóta- setja veiðar á sæbjúgum. Hann fagn- ar því að í stjórnkerfinu sé unnið að kvótasetningu og segist vona að Al- þingi standi ekki í vegi fyrir skyn- samlegri framþróun sem komi til með að hjálpa sæbjúgnaiðnaðinum að lifa af. Í haust var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp sem hefur að geyma heimild til að úthluta svæðis- bundnu aflamarki fyrir svæðis- bundna stofna. Segir í greinargerð að sérstakar áskoranir hafi komið upp við stjórn þessara veiða og séu sæbjúgu sennilega besta dæmið um það. Annar nytjastofn sem gæti kom- ið til úthlutunar með svæðisbundnum hætti er ígulker. Í greinargerð með frumvarpinu segir að heildarafli við veiðar á sæ- bjúgum undanfarin fiskveiðiár hafi verið umfram veiðiráðgjöf og veiðar á mismunandi ráðgjafarsvæðum ver- ið stöðvaðar fyrir lok veiðitímabils. Vegna endurskoðunar ráðgjafar sé útlit fyrir að afli á næsta fiskveiðiári verði allt að 60% minni en fyrir tveimur árum. „Þetta er óheppilegt, leiðir til kapphlaups um veiðarnar, verri umgengni um afla og skaðar verðmætasköpun í vinnslu og mark- aðsstarfi,“ segir m.a. í greinargerð. Stýring á veiðum skipu- lögð af útgerðunum 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 S enn koma jólin. Fyrir þá sem lifa áhyggjulausu fjárhagslega og fé- lagslega öruggu lífi eru jólin al- mennt hátíð tilhlökkunar og gleði. Hátíð fjölskyldunnar. Nú bregður svo við að vanlíðan og kvíði ein- kennir sem aldrei fyrr komandi jólahátið. Covid-faraldurinn sem herjar á heimsbyggðina hefur séð til þess að jafnvel þeir sem búa við öruggan efnahag kvíða nú jólunum. Ástæðan er sú að ekki er æskilegt að fjölskyldan komi sam- an vegna hættu á að faraldurinn breiðist enn frekar út og að viðkvæmustu ástvinir okkar fái sjúkdóminn. Við getum lítið gert úr því sem komið er varðandi fjölskyldusamkomur um jólin. Enda hafa sjórnvöld ákveðið að hafa þetta svona. Um leið telja þau okkur trú um að við þurfum að læra að lifa með veiru sem aldrei hefði þurft að ríða hér röftum sem raun ber vitni. Það hafa dæmin sýnt og sannað þar sem milljóna- þjóðir þurfa ekki að leggja slíkar kvaðir á samfélagsþegna sína sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að gera. Nærtækast er að benda á Nýja-Sjáland og Taívan í þeim efnum. Nú er fimmti fjárauki inni á borðum fjárlaganefndar. Meirihluti útgjalda tengdur Covid-málum eins og þeir kjósa að kalla það. En hvað með fátæka eldri borgara sem hafa ekkert annað en strípaðar almannatryggingabætur? Fá þeir einhverja náð fyrir augum stjórnvalda? Svarið er einfalt NEI. Það á ekkert að gera fyrir gamla fólkið sem á ekki fyrir salti í grautinn. Það má áfram hokra í vanlíðan og fátækt án aðstoðar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Mig langar í því samhengi að benda á hróp- legt óréttlæti og mismunun, benda á hvernig forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er háttað. Dæmi hver sem vill og segi jafnvel að ég sé að etja saman hinu og þessu. Mér gæti ekki verið meira sama. Í sumar sem leið voru 80 milljónir auðsóttar í ríkissjóð fyrir mat handa minkum sem rækt- endur sögðust ekki hafa efni á að fóðra. Rökin voru þau að verið væri að glíma tímabundið við Covid-faraldurinn. Hver var þá skýringin á því að í desember 2019 varð ekkert af fyrirhuguðu uppboði á skinnum í Danmörku og það fyrir Covid? Jú, það var einfaldlega ekki næg eftirspurn eftir skinnum dýr- anna. Þetta er atvinnugrein sem er ósjálfbært dýraníð. Margar þjóðir eru á móti þessari verksmiðjuframleiðslu og þeim viðbjóði sem dýrin mega þola. En ríkisstjórnin er sátt og tilbúin að ausa fjármunum borgaranna í fóður fyrir minka á sama tíma og fátækir samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs. Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst, svo allt hitt. Inga Sæland Pistill Stjórnvöld vilja frekar mat í minka en fólk Höfundur er formaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Greint var fráþví í gær aðsamfélags- risinn Twitter hygðist ekki knýja kínversk stjórnvöld til þess að taka niður sviðsetta ljósmynd, sem erindreki á veg- um þeirra setti á opinbera twitter-síðu sína, en þar gat að líta ástralskan hermann að ógna afgönsku barni með blóð- ugum hníf. Myndin er vægast sagt ógeðfelld á að líta, og lítill sómi að henni fyrir þá sem hana birtu. Tilefni myndbirtingarinnar voru nýlegar uppljóstranir þess efnis að ástralskir sérsveitar- menn hefðu mögulega átt aðild að stríðsglæpum í Afganistan fyrir um 15 árum, en ástralskir saksóknarar eru nú með málið til rannsóknar. Tilgangurinn var þó skýr; að niðurlægja Ástrala, enda hafa kínversk stjórnvöld nú haft horn í síðu Ástrala allt frá því að ríkis- stjórn landsins hvatti til þess að opinber, óháð og alþjóðleg rannsókn færi fram á tildrögum kórónuveirufaraldursins í Wuhan-borg. Reiði Kínverja vegna þeirrar sjálfsögðu kröfu hefur birst í ýmsum myndum. Stjórnvöld í Peking hafa til að mynda lagt ofurtolla á ástralskar vörur og hótað ýmsum viðskiptaþving- unum sem og öðrum hefndum fyrir þá „ósvinnu“ að leggja til að kannað verði betur hvernig kórónuveiruveikin varð að þeim mikla heimsfaraldri sem raun hefur orðið á. Myndbirtingin nú er á öllu lægra plani, sem og viðbrögð Kínverja við þeirri sjálfsögðu kröfu að myndin verði tekin niður. Gera má þó ráð fyrir að Ástralar muni finna fyrir reiði Kínverja næstu misseri ef ekki ár, ef marka má fordæmi ann- arra ríkja, sem hafa ekki fylgt vilja þeirra. En er ekki full ástæða til þess að gefa upphaflega deilu- efninu gaum? Hvers vegna skyldi einföld uppástunga vekja slíka reiði? Svarið kann mögu- lega að liggja í leyniskjölum, sem bandaríska CNN-frétta- stofan ljóstraði upp um í fyrra- dag, en þar er að finna ýmsar upplýsingar, sem benda meðal annars til þess að kínversk stjórnvöld hafi gjörsamlega vanmetið kórónuveiruna í upp- hafi faraldursins, og hafi svo þegar í óefni stefndi ákveðið að fegra þá mynd, sem birtist í staðfestum sjúkdóms- og dán- artölum frá landinu. Þessi fegrun átti sér stað af ýmsum orsökum, meðal annars vegna þrýstings innan úr stjórnkerfinu um að ekki sæist hvert ástand kínverska heil- brigðiskerfisins væri, en einnig aftraði það mönnum að til- fellum og grunuðum tilfellum var skipt niður í nokkra flokka sem óhandhægt var að lesa úr, jafnvel fyr- ir þá sem máttu fá aðgang að öllu. Lægra settir embættismenn í Wuhan og nærliggjandi hér- uðum höfðu því öfluga hvata til þess að gera minna úr hætt- unni sem stafaði af faraldr- inum, einmitt þegar tækifærin voru sem best til þess að kæfa hann í fæðingu. Þetta eru svo sem ekki ný tíðindi, en skemmst er að minn- ast læknisins Li Wenliang, sem einna fyrstur varð var við nýja gerð af lungnabólgu og ákvað að vara kollega sína við. Hann var kallaður inn á teppið hjá lögreglunni og sagt að dreifa ekki hræðsluáróðri sem gæti litið illa út fyrir land og flokk. Li lést skömmu síðar af völdum kórónuveirunnar, og vakti and- lát hans mikla reiði á kínversk- um samfélagsmiðlum, sem ann- ars er vandlega gætt af varð- mönnum kerfisins. Þetta framferði allt, sem leyniskjölin hafa svo sett í enn betra samhengi, vekur því spurningar um að hvaða leyti eðli hins kínverska stjórnarfars hafi í raun ýtt undir að kórónu- veirufaraldurinn blossaði upp sem raun bar vitni. Vera kann að full svör við þeim spurn- ingum myndu útskýra og mögulega réttlæta hvernig kín- versk stjórnvöld tóku á veir- unni í upphafi. Ofsafengin við- brögð gagnvart þeim sem vilja spyrja þeirra spurninga benda þó ekki til að Kínverjar telji svo vera. Þá rifja þessar nýju upplýs- ingar upp umræður um það hvort kórónuveiran væri rétt- nefnd Wuhan-veiran eða Kína- veiran, eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa iðulega gert og sætt gagnrýni fyrir frá kínverskum stjórnvöldum og ýmsum öðrum sem láta ekkert tækifæri ónotað að hnýta í stjórnvöld þar í landi en hafa minni áhyggjur af framgöngu kínverskra stjórnvalda. Aug- ljóslega var aldrei óviðeigandi að kalla veiruna slíkum nöfn- um, að tengja hana við upp- runalandið, en nýju upplýsing- arnar setja hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda við þeirri sjálfsögðu tengingu í nýtt ljós. Þær hljóta að vekja spurningar um það hvort til- raunin til að reyna að koma í veg fyrir að veiran yrði tengd Kína hafi verið liður í því að halda réttum upplýsingum frá almenningi heima og heiman. Um það er óþarfi að fullyrða á þessu stigi, en fullyrða má að kínversk stjórnvöld verði að koma fram með skýringar á því sem gerðist og hvers vegna upplýsingagjöfin hefur verið jafn vafasöm og raun ber vitni. Kínversk stjórnvöld þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum} Sannleikanum verður hver sárreiðastur Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar er greint frá niður- stöðum könnunar í leit að mögu- legum sæbjúgnamiðum (brimbúts) norðvestur af Horn- ströndum í haust. Niðurstöður könnunarinnar eru að engin nýt- anleg sæbjúgnamið fundust á svæðinu vegna lítils lífmassa. Könnunin fór fram á 10 stöðvum og fannst brimbútur í litlu magni á átta þeirra. Allar stöðvar voru nokkuð djúpt miðað við almenn veiðisvæði sæbjúgna og dýpri en nálæg veiðisvæði. Botngerð var í flestum tilfellum hörð. Þeir brim- bútar sem veiddust voru frekar stórir. Meðafli var áberandi og fjöl- breyttur og tilheyrði níu fylk- ingum, þar með talið svömpum sem eru á lista yfir vísitegundir fyrir viðkvæm vistkerfi, segir í skýrslunni. Ekki nýtanleg brimbútamið KÖNNUN NORÐVESTUR AF HORNI Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Á botninum Karfi kúrir á milli sæbjúgna eða brimbúta á sjávarbotni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.