Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Endurbætur Það hefur ekki beint viðrað til útiverka síðustu daga. Þessir vösku sveinar létu þó ekki veðrið stoppa sig og tyrfðu Þúfuna, útilistaverk Ólafar Nordal úti á Granda.
Kristinn Magnússon
Við vorum hluti af og þátt-
takendur í félagsskap sem
við vissum ekki enn hvað
héti. Seinna varð okkur ljóst
að þessi stóri félagsskapur
væri kallaður þjóðfélag, ein-
hver sameiginleg heimkynni
allra landsmanna. Án þess að
eiga neitt vorum við hluttak-
endur og jafningjar í fé-
lagslegri sameign á mörgum
sviðum. Þetta sameiginlega
var sem rauður lífsþráður,
svo sjálfsagður sem áskapaður væri. Enn
mátti glitta í sjálfsþurftarbúskap liðinna
alda, hjá þeim sem áttu kú og nokkrar
rolluskjátur. Við vöknuðum við rödd Axels
Thorsteinsson og menúett eftir Boccherini.
Öll eða flest vorum við sömu trúar. Guð-
skristni hélt utan um okkur. Messur séra
Friðriks voru yfirleitt fjölsóttar, enda mik-
ill guðslistamaður. Kaupfélagið, þar sem
faðir minn vann, átti að tryggja okkur
sanngjarnt verð. Samvinnuhreyfingin boð-
aði jöfnuð, sanngirni og sátt. Mamma fór
með mig á samkomu í stúkunni og flýtti sér
síðan á fund í kvenfélaginu. Verkalýðs-
félagið var félagsskapur erfiðismanna, en
þar var faðir minn formaður um skeið.
Samtakamátturinn var þeirra eina vopn.
Þegar við fluttum í sveitina tók Ungmenna-
félagið okkur opnum örmum. Lífið var fé-
lagsskapur (GPÓ). Menning þessa tíma var
þjóðleg, einsleit og auðskilin. Land, þjóð og
tunga. Félagslega var jafnræði með fólki.
Bjargarlaus var enginn þótt fátækir væru.
Efnahagsleg misskipting var innan þol-
marka. Þar réð ríkjum einhver samvinnu-
og jafningjahugsun. Það þótti ósiðlegt ef
einhver bar mun meira úr býtum en sauð-
svartur almúginn, hvað þá ef einhver barst
á. Stórbokkaháttur var liðin tíð. Hvorki
kaupfélagsstjórinn, kaupmennirnir né
helstu útgerðarmennirnir skáru sig úr.
Þeir söfnuðu ekki miklum auði. Samfélagið
var í jafnvægi, án þess að vera staðnað. Það
var helst síldin sem raskaði því.
Í stærra samhengi er þetta tímabil eftir-
stríðsáranna, tími Bretton Woods: tími
fastgengisstefnu, hindrana í fjármagns-
flutningum og ýmiss konar takmarkana á
frelsi kapítalismans. Þetta eru jafnframt
gullár norrænnar jafnaðar-
stefnu.
Samhyggjan
á undanhaldi
Þessir timar eru liðnir.
Þjóðkirkjan er ekki svipur
hjá sjón og hvelfir ekki þeim
verndarhjúp um mannlífið
sem hún gerði. Samvinnu-
hugsjónin er horfin. Hið
aldna SÍS er orðið að ryk-
föllnum pappírsblöðum í
skrifborðsskúffu einhvers
staðar úti í bæ. Starfandi kaupfélög hafa
klæðst samkeppnisskikkju kapítalismans.
Eftir að vísitölutrygging lána var tekin upp
og SÍS megnaði ekki að laga sig að breyt-
ingunum voru dagar þess taldir. Draum-
sýnir verkalýðshreyfingarinnar höfðu
skolast til í harmleikjum aldarinnar og í
linnulausu stappi við að halda í við ráns-
greipar dýrtíðarinnar. Samhyggja og jafn-
aðarvitund tóku á sig náðir; breyttust í
innihaldslítil berangurshugtök notuð á
tyllidögum. Við umbreyttumst úr sam-
félagsverum í einstaklingsverur á broti úr
mannsævi. Við tókum að líta svo á að af-
koma okkar væri undir okkur sjálfum kom-
in, ekki vegna félagslegs samtakamáttar
eða umhverfisins, heldur fremur þrátt fyrir
þau. Ætíð hafði þótt eðlilegt að aflasælasti
sjómaðurin bæri mest úr býtum, eða sá
bóndi sem sat hlunnindamestu jörðina. En
nú varð mismunun í kjörum að pólitískum
átrúnaði. Í lífi þeirra sem voru á blóma-
skeiði ævi sinnar á ofanverðri tuttugustu
öld voru þetta ný vegamót. Flokkspólitísk
skil voru einnig greinileg. Framrás Sjálf-
stæðisflokksins út um land hélst í hendur
við landnám einstaklingshyggjunnar. Vax-
andi árangur einkaframtaksins hvíldi á
fyrrnefndum grunni samstöðu og jafn-
ræðis. Við sigldum inn í tíma vaxandi vel-
megunar, aukinnar misskiptingar samfara
átökum, óróa og óstöðugleika.
Úr fátækt til velmegunar
Oft er því haldið fram, að við Íslendingar
höfum lyft grettistaki á liðinni öld. Breytt
fátæktarbæli í velmegunarsamfélag. Það
dregur lítið úr réttmæti fullyrðingarinnar
að ýmsum öðrum bláfátækum þjóðum
tókst einnig að rétta á svipaðan hátt úr
kútnum. Dugnaður, fjölþjóðleg menntun,
auðlindir bæði í legi sem á láði, lega lands-
ins og margt fleira áttu sinn þátt í þessari
vegferð. Um þessar mundir teljumst við
meðal þeirra þjóða sem hafa það best og
þar sem jafnrétti og mannréttindi eru í há-
vegum höfð. En jafnframt hefur ýmislegt
farið úrskeiðis. Nýting okkar bæði á landi
sem á sjó var fjarri því að vera sjálfbær. Úr
því hefur að mörgu leyti verið bætt hvað
fiskimiðin varðar, þótt landnýting eigi enn
nokkuð langt í land. Sauðfé er enn beitt á
örfoka land, þó hvorki í þeim tilgangi að
seðja hungur né auka hagsæld í sveitum.
Við eigum enn alllangan veg ófarinn þar til
íslensk náttúra verður sjálfbjarga. Íslensk
þjóðfélagsþróun er sjaldnast samstiga
sambærilegum hræringum á meginlandi
álfunnar. Það samvinnuþjóðfélag sem hér
hafði skotið rótum var þar með öðrum
hætti, þótt vitund samtakamáttar væri víða
sterk. Fá orð voru t.d. jafn niðurnjörvuð í
þýska þjóðarsál sem hugtakið „Gemein-
schaft“ – samfélagsskapur. Þegar líða fór á
tuttugustu öldina tók einnig að trosna úr
grundvelli þessarar samhyggju. Frækorn
nýs áhrifa- og framtakavalds var við það að
springa út. Slagorðið var: „Shareholders
value“, gildisaukinn til hluthafanna ekki til
starfsfólks eða samfélagsins. Uppsafnað
taumstrítt fjármagn leitaði útgöngu og
braut niður verndarmúra þjóðríkisins, sem
komst í varnarstöðu. Þjóðríkin fóru með
margs konar tilboðum s.s. skattaívilnunum,
að keppa um hylli fjármagnseiganda. Full-
veldi alþjóðlegs fjármagns varð ofursterk-
ara fullveldi einstakra þjóðríkja. Þar vor-
um við Íslendingar á ýmsan hátt frum-
kvöðlar. Þeirri stefnu höfum við verið trúir
fram á þennan dag.
Eftir Þröst Ólafsson
»Um þessar mundir telj-
umst við meðal þeirra
þjóða sem hafa það best og
þar sem jafnrétti og mann-
réttindi eru í hávegum höfð.
En jafnframt hefur ýmislegt
farið úrskeiðis.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
Tímahvörf og samfélagsþróun
– Veröld sem var
Við árslok 2021 munu 19%
af vinnandi fólki vera starf-
andi hjá Reykjavíkurborg. Þá
mun störfum í borginni hafa
fjölgað um 622 á tveggja ára
tímabili. Fimmti hver vinn-
andi íbúi borgarinnar verður
starfsmaður Reykjavíkur.
Fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir 2021 er eng-
inn yndislestur. Í tekjugóðæri
undanliðinna ára var báknið
stækkað og tækifæri til
skuldaniðurgreiðslu vannýtt.
Meirihlutinn hefur haldið
frjálslega um rekstur borg-
arsjóðs síðustu kjörtímabil.
Niðurstaðan er stóraukin
skuldsetning samstæðunnar.
Við árslok 2021 mun skulda-
aukningin nema 114 millj-
örðum króna á kjörtímabilinu.
Það samsvarar um 870 þús-
und króna skuldaaukningu á
hvern borgarbúa eða nærri
3,3 milljóna króna skuldsetn-
ingu á klukkustund.
Áætlunin gerir jafnframt
ráð fyrir því að fimmti hver
vinnandi borgarbúi verði borgarstarfsmaður. Starfsfólki
borgarinnar muni fjölga um 622 á tveggja ára tímabili.
Fjölgunin minnir helst á nýlegar stjórnkerfisbreytingar
meirihlutans sem skiluðu engri hagræðingu – eða sam-
antekt á starfslýsingum í miðlægri stjórnsýslu sem sam-
anstóð af 600 blaðsíðum. Síðufjöldinn talar sínu máli.
Samkvæmt fjöldatölum Hagstofunnar eru nú 65.562
starfandi einstaklingar með lögheimili í Reykjavík. Þar af
munu 12.250 starfa hjá Reykjavíkurborg í árslok 2021.
Það er ósjálfbært að ætla 19% af vinnandi fólki að verða
launþegar hjá Reykjavíkurborg. Það er ósjálfbært að
ætla sér frekari fjölgun opinberra starfsmanna.
Ég legg til að sett verði ráðningabann á Reykjavíkur-
borg til tveggja ára. Fjölgun opinberra starfsmanna er
rangt viðbragð við auknu atvinnuleysi. Mikilvægasta at-
vinnuskapandi aðgerðin verður alltaf sveigjanlegra reglu-
verk, lægri álögur og myndarlegri stuðningur við
atvinnulíf. Þannig sköpum við skilyrði til verðmæta-
sköpunar – verjum störf og sköpum tækifæri til við-
spyrnu.
Eftir Hildi
Björnsdóttur
» Við árslok
2021 munu
19% af vinnandi
fólki vera starf-
andi hjá Reykja-
víkurborg. Þá
mun störfum í
borginni hafa
fjölgað um 622 á
tveggja ára
tímabili.
Hildur Björnsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Ráðningabann
í Reykjavík